Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Real Madrid að landa Bellingham

    Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham hefur verið afar eftirsóttur en nú virðist spænska stórveldið Real Madrid hafa haft sigur úr býtum í kapphlaupinu um þennan öfluga miðjumann þýska félagsins Dortmund.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leeds í­hugar að skipta aftur um stjóra

    Það hefur hvorki gengið né rekið hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Leeds United á leiktíðinni. Liðið mátti þola stórt tap gegn nýliðum Bournemouth um liðna helgi og nú íhuga forráðamenn félagsins að reka Javi Gracia. Sá hefur aðeins verið í starfi í 10 vikur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jota hetja Liverpool í ótrúlegum leik

    Liverpool vann ótrúlegan 4-3 sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og í raun ótrúlegt að gestirnir hafi hótað því að stela stigi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Er þetta stoð­sending ársins?

    Jacob Murphy skoraði eitt af fjórum mörkum Newcastle United í 4-1 sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni. Það var hins stoðsendingin sem stal fyrirsögnunum en Alexander Isak lék þá á hvern leikmann Everton á fætur öðrum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Marka­súpa í fyrsta leik dagsins

    Crystal Palace vann West Ham United í stórskemmtilegum leik í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 4-3 og Palace svo gott sem búið að bjarga sér frá falli.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Skoruðu sigur­markið í hinum marg­fræga „Fergi­e-tíma“

    Kvennalið Manchester United heldur svo sannarlega í gömlu góðu gildin sem gerðu karlalið félagsins jafn sigursælt og raun bar vitni. Liðið tvívegis undir gegn Aston Villa á útivelli en tókst á einhvern undraverðan hátt að snúa dæminu sér í vil og tryggja sér dramatískan 3-2 sigur með marki í uppbótartíma.

    Enski boltinn