Ekki möguleiki að Klopp taki við þýska landsliðinu Umboðsmaður Jurgen Klopp þvertekur fyrir að Klopp muni taka við þýska landsliðinu fyrir Evrópumótið á næsta ári. Þýska blaðið Bild hefur hafið herferð til að fá Klopp í landsliðsþjálfarastöðuna. Enski boltinn 22. júní 2023 19:00
Tottenham að ganga frá samningum við eftirmann Lloris Tottenham hefur náð samkomulagi við Empoli um kaupverð á markverðinum Guglielmo Vicario. Búist er við að gengið verði frá félagaskiptunum á næstu klukkustundum. Enski boltinn 22. júní 2023 17:49
Kostar vel yfir sjötíu milljarða að losa 33 ára Gundogan undan nýja samningnum Ilkay Gundogan, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, gengur í raðir spænska stórveldisins Barcelona þegar núverandi samningur hans við City rennur út. Fótbolti 22. júní 2023 15:30
Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea? Eftir félagaskipti síðustu daga er eðlilega að margur velti fyrir sér hvort PIF, fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, sé að fjármagna enska knattspyrnufélagið Chelsea. Enski boltinn 22. júní 2023 14:31
Meistararnir blanda sér í kapphlaupið um Rice og leggja fram tilboð í dag Englandsmeistarar Manchester City ætla að blanda sér í kapphlaupið um enska miðjumanninn Declan Rice, leikmann West Ham, og munu leggja fram tilboð í leikmanninn í dag. Fótbolti 22. júní 2023 13:30
Viðurkennir að hafa verið þunnur á landsliðsæfingunum Jack Grealish, leikmaður Englandsmeistara Manchester City og enska landsliðsins, viðurkennir að hann hafi verið aðeins þunnur þegar hann mætti á landsliðsæfingar eftir að hafa fagnað sigri í Meistaradeild Evrópu með félagsliði sínu. Fótbolti 22. júní 2023 12:00
Tæplega tveir af hverjum þrem á móti VAR Tæplega tveir af hverjum þrem stuðningsmönnum í Englandi eru á móti notkun myndbandsdómgæslu (VAR) í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 22. júní 2023 09:31
Arnór búinn að skrifa undir hjá Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur gengið til liðs við Blackburn í ensku Championship deildinni. Hann skrifar undir eins árs samning við félagið. Enski boltinn 21. júní 2023 20:24
Gundogan búinn að ákveða sig | Newcastle að næla í Tonali Ilkay Gundogan mun ganga til liðs við Barcelona þegar samningur hans rennur út í sumar. Þá hefur Newcastle lagt fram tilboð í miðjumanninn Sandro Tonali hjá AC Milan. Enski boltinn 21. júní 2023 18:46
Stuðningsmenn West Ham fá ekki að mæta á næsta heimaleik West Ham þarf að leika næsta Evrópuleik sinn fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á úrslitaleik Sambandsdeildarinnar fyrr í mánuðinum. Enski boltinn 21. júní 2023 18:01
Mál fyrirliða Man United aftur fyrir dómara í febrúar Réttað verður að nýju yfir Harry Maguire í febrúar á næsta ári, tæpu þremur og hálfu ári eftir að hann var handtekinn í Grikklandi. Enski boltinn 21. júní 2023 16:01
Vill „tafarlaust viðskiptabann“ á félagsskipti til Sádi-Arabíu Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, vill að enska úrvalsdeildin komi í veg fyrir að liðin í deildinni selji leikmenn til Sádi-Arabíu þangað til að hægt er að ganga úr skugga um að heilindum deildarinnar sé ekki stofnað í hættu. Fótbolti 21. júní 2023 15:00
Havertz svo gott sem genginn í raðir Arsenal Þýski framherjinn Kai Havertz er svo gott genginn í raðir Arsenal frá Chelsea. Það stefnir því að hann muni leika áfram í Lundúnum á næstu leiktíð. Skytturnar borga rúmlega 65 milljónir punda [rúma 11 milljarða íslenskra króna]. Enski boltinn 21. júní 2023 12:00
Chelsea og Manchester City komast að samkomulagi um Kovacic Englandsmeistarar Manchester City hafa samþykkt að greiða Chelsea allt að 30 milljónir punda fyrir króatíska miðjumanninn Mateo Kovacic. Fótbolti 21. júní 2023 11:33
Chelsea selur fjóra til Sádi-Arabíu Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er búið að selja einn af leikmönnum sínum til liðs í sádiarabísku deildinni og þrír aðrir eru að fara sömu leið. Þá hafa Úlfarnir selt einn sinn besta mann til Sádi-Arabíu. Fótbolti 21. júní 2023 10:31
Arsenal hækkaði tilboðið en West Ham neitaði aftur West Ham hefur neitað öðru tilboði Arsenal í enska landsliðsmiðjumanninn Declan Rice. West Ham er sagt vilja fá 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Fótbolti 21. júní 2023 08:30
Nkunku orðinn leikmaður Chelsea Franski framherjinn Christopher Nkunku er orðinn leikmaður Chelsea. Kemur hann frá þýska félaginu RB Leipzig og kostar 52 milljónir punda [rúma 9 milljarða íslenskra króna]. Enski boltinn 20. júní 2023 18:30
Til liðs við Reggístrákana hans Heimis: „Jamaíka hefur alltaf verið mér ofarlega í huga“ Demarai Gray, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Everton, hefur ákveðið að gefa Heimi Hallgrímssyni, þjálfara Jamaíka, möguleika á að velja sig í komandi verkefni. Enski boltinn 20. júní 2023 15:30
Arsenal snýr sér að Rice eftir að tilboði í Timber var hafnað Tilboði Arsenal í hinn 22 ára gamla Jurriën Timber, varnarmann Ajax, hefur verið neitað. Skytturnar hafa nú sett allt púður í að sækja Declan Rice, fyrirliða West Ham United. Enski boltinn 20. júní 2023 13:01
Mættur aftur til Celtic eftir að vera sparkað frá Leicester City Knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers er tekinn við skoska stórveldinu Celtic á nýjan leik. Fótbolti 19. júní 2023 17:16
Leikmaður Fulham handtekinn fyrir að hóta eiginkonu sinni Franski knattspyrnumaðurinn Issa Diop, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham, hefur verið handtekinn í heimalandi sínu, grunaður um að hóta eiginkonu sinni. Fótbolti 19. júní 2023 14:00
Bakvörður Man United til Barcelona Ona Batlle, hægri bakvörður Manchester United, hefur samið við Spánar- og Evrópumeistara Barcelona til ársins 2026. Samningur hennar við Man United rennur út í lok júnímánaðar og því fer hún frítt til Katalóníu. Fótbolti 19. júní 2023 13:30
Rekinn þrátt fyrir að hafa haldið Bournemouth uppi Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth hefur látið knattspyrnustjórann Gary O'Neil fara frá félaginu, aðeins sjö mánuðum eftir að hann var ráðinn til starfa. Fótbolti 19. júní 2023 13:01
Shaw reynir að lokka Kane og Rice til Manchester United Luke Shaw, bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur nýtt landsliðsverkefni Englands undanfarna daga í að reyna að sannfæra þá Harry Kane og Declan Rice um að færa sig frá höfuborginni og yfir til Manchester. Fótbolti 19. júní 2023 10:00
Enska úrvalsdeildin bannar Chelsea að semja við Paramount Plus Chelsea fær ekki að semja við streymisveituna Paramount Plus þar sem forráðamenn ensku úrvalsdeildar banna það. Paramount Plus átti að prýða treyjur félagsins á næstu leiktíð en nú stefnir í að það verði veðmálafyrirtæki. Enski boltinn 19. júní 2023 09:31
Chelsea reynir að nýta tengslanet sitt í Sádi-Arabíu til að losa sig við leikmenn Enska knattspyrnufélagið Chelsea er í óðaönn að reyna losa sig við leikmenn áður en það þarf að gera tímabilið upp fjárhagslega þann 30. júní. Þá er gott að eiga góða vini sem virðast eiga meiri pening þeir vita hvað þeir eiga að gera við. Enski boltinn 19. júní 2023 08:01
Breytingar í farvatninu hjá Man.City Þrír leikmenn hafa undanfarna daga verið orðaðir við brottför frá karlaliði Manchester City í fótbolta. Fótbolti 19. júní 2023 07:02
Knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni sakaður um nauðgun Knattspyrnustjóri sem stýrir liði í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla hefur verið yfirheyrður af bresku lögreglunni vegna ásakana um nauðgun. Fótbolti 18. júní 2023 22:52
Al Hilal með risatilboð í Rubén Neves og setja plön Barcelona í uppnám Lið Al Hilal hefur lagt fram risatilboð í Rubén Neves, fyrirliða Wolves, samkvæmt Fabrizo Romano. Allt leit út fyrir að Neves væri á leið til Barcelona í lok maí en Spánverjarnir hafa ekki náð að klára kaupin, þrátt fyrir að hafa náð samningum við leikmanninn sjálfan. Fótbolti 18. júní 2023 13:30
Manchester United sagðir undirbúa tilboð í Jordan Pickford Fjölmargir breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að orðið á götunni sé að Manchester United séu að undirbúa 45 milljóna punda tilboð í Jordan Pickford, markvörð Everton. Samningur David de Gea við United rennur út um mánaðarmótin. Fótbolti 18. júní 2023 11:30