„Átum þá lifandi í fyrri hálfleik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2024 23:31 Strákarnir hans Eriks ten Hag náðu ekki að nýta sér yfirburðina í fyrri hálfleik gegn Crystal Palace. EPA-EFE/PETER POWELL Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeild karla á laugardag. Liðið náði hins vegar ekki að skora og þurfti á endanum að treysta á hetjudáðir Andrés Onana til að fá stig út úr leiknum. „Þegar við sigrum ekki þá er ég ekki ánægður. Við hefðum áttum að vinna, við átum þá lifandi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var meira jafnvægi en í fyrri hálfleik áttum við að skora 1-2 mörk.“ „Gegn Brighton & Hove Albion hefðum við átt að ná í jafntefli eða jafnvel sigur svo við töpuðum þremur stigum þar. Í dag töpuðum við líklega tveimur stigum vegna fyrri hálfleiks en við töpuðum þessum leik hins vegar ekki í lokin,“ sagði Ten Hag sem var svo spurður hvort færanýtingin hefði orðið sínum mönnum að falli. „Ég tel ekki svo vera. Við vorum með alla stjórn á leiknum, bæði með og án bolta. Mér fannst við spila virkilega vel. Eina var að leikurinn ræðst í vítateignum. Þar þurfum við að vera klínískari.“ Onana bjargaði United með magnaðri tvöfaldri markvörslu í seinni hálfleik og sá til þess að liðið fékk ekki á sig mark. „Það er erfitt fyrir markvörðinn að vera í réttu augnabliki þegar þú þarft á honum að halda. Dean Henderson spilaði virkilega vel og varði fjöldann allan af skotum. Hann var í takti en André þurfti að bíða og halda einbeitingu og þegar augnablikið kom þá var hann á réttum stað og gerði frábærlega,“ sagði Ten Hag. THAT double save, though 🤯Well deserved, @AndreyOnana 👏#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/2VKDWoGC5w— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 „Við þurfum að leggja mikið á okkur sem lið að vera þéttir varnarlega. Við höfum unnið mikið með pressuna okkar og þú sérð ágóðann af því en við höfum að sama skapi stjórn á leiknum þegar við erum með boltann.“ „Þeir lokuðu miðjunni og áttu nokkrar virkilega góðar skyndisóknir svo leikurinn varð erfiðari. Við sóttum á mörgum mönnum og það gaf þeim pláss til að sækja í,“ sagði sá hollenski um síðari hálfleikinn. Great to see you back out there, Rasmus 💪#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/4gy3Rz6rIb— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sneri til baka eftir að hafa meiðst í fyrsta æfingaleik sínum fyrir félagið á leiktíðinni. „Maður vill fá menn inn af bekknum sem geta haft áhrif á leikinn. Í dag gátum við sett Höjlund og Marcus Rashford inn til að hafa áhrif. Ég er viss um að þeir munu vinna leiki fyrir okkur.“ Eftir jafnteflið á Selhurst Park er Man United í 11. sæti deildarinnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
„Þegar við sigrum ekki þá er ég ekki ánægður. Við hefðum áttum að vinna, við átum þá lifandi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var meira jafnvægi en í fyrri hálfleik áttum við að skora 1-2 mörk.“ „Gegn Brighton & Hove Albion hefðum við átt að ná í jafntefli eða jafnvel sigur svo við töpuðum þremur stigum þar. Í dag töpuðum við líklega tveimur stigum vegna fyrri hálfleiks en við töpuðum þessum leik hins vegar ekki í lokin,“ sagði Ten Hag sem var svo spurður hvort færanýtingin hefði orðið sínum mönnum að falli. „Ég tel ekki svo vera. Við vorum með alla stjórn á leiknum, bæði með og án bolta. Mér fannst við spila virkilega vel. Eina var að leikurinn ræðst í vítateignum. Þar þurfum við að vera klínískari.“ Onana bjargaði United með magnaðri tvöfaldri markvörslu í seinni hálfleik og sá til þess að liðið fékk ekki á sig mark. „Það er erfitt fyrir markvörðinn að vera í réttu augnabliki þegar þú þarft á honum að halda. Dean Henderson spilaði virkilega vel og varði fjöldann allan af skotum. Hann var í takti en André þurfti að bíða og halda einbeitingu og þegar augnablikið kom þá var hann á réttum stað og gerði frábærlega,“ sagði Ten Hag. THAT double save, though 🤯Well deserved, @AndreyOnana 👏#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/2VKDWoGC5w— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 „Við þurfum að leggja mikið á okkur sem lið að vera þéttir varnarlega. Við höfum unnið mikið með pressuna okkar og þú sérð ágóðann af því en við höfum að sama skapi stjórn á leiknum þegar við erum með boltann.“ „Þeir lokuðu miðjunni og áttu nokkrar virkilega góðar skyndisóknir svo leikurinn varð erfiðari. Við sóttum á mörgum mönnum og það gaf þeim pláss til að sækja í,“ sagði sá hollenski um síðari hálfleikinn. Great to see you back out there, Rasmus 💪#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/4gy3Rz6rIb— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sneri til baka eftir að hafa meiðst í fyrsta æfingaleik sínum fyrir félagið á leiktíðinni. „Maður vill fá menn inn af bekknum sem geta haft áhrif á leikinn. Í dag gátum við sett Höjlund og Marcus Rashford inn til að hafa áhrif. Ég er viss um að þeir munu vinna leiki fyrir okkur.“ Eftir jafnteflið á Selhurst Park er Man United í 11. sæti deildarinnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira