Rodri valinn bestur og Yamal besti ungi leikmaðurinn
Rodri, miðjumaður Manchester City og spænska landsliðsins í knattspyrnu, var valinn besti leikmaður Evrópumótsins sem lauk í kvöld.
Evrópumótið í fótbolta karla fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024.
Rodri, miðjumaður Manchester City og spænska landsliðsins í knattspyrnu, var valinn besti leikmaður Evrópumótsins sem lauk í kvöld.
Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum.
Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja.
Úrslitaleikur Evrópumóts karla í fótbolta fer fram í kvöld. Íslendingur á vellinum segir stemninguna þvílíka og vel viðri til leiksins.
Spænski knattspyrnumaðurinn Jesús Navas staðfesti það á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik EM að leikurinn á móti Englandi í kvöld verður hans síðasti landsleikur á ferlinum.
Það fór ekkert fram hjá neinum sem horfði á undanúrslitaleik Spánar og Frakklands að einn leikmaður á vellinum mátti þola hreint og tært einelti nær allan leikinn.
Spánverjar hafa verið frábærir á Evrópumótinu í Þýskalandi og þar hefur munað miklu um framlag frá tveimur ungum framherjum liðsins.
Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer átti frábæra innkomu í undanúrslitaleikinn á móti Hollandi og lagði upp sigurmarkið. Palmer hefur þurft að bíða þolinmóður á bekknum en hefur átti góða innkomu í nokkra leiki þrátt fyrir fáar mínútur.
Íslandsvinurinn og einn af eigendum Manchester United, Sir Jim Ratcliffe, var í hópi heimsþekktra aðila sem sendu enska karlalandsliðinu í fótbolta sérstaka kveðju fyrir úrslitaleikinn á móti Spáni í kvöld.
Chloe Kelly, hetja enska landsliðsins í úrslitaleik EM kvenna 2022, var fengin til að velja úrvalslið úr bæði karla- og kvennalandsliði Englendinga.
England getur unnið sinn fyrsta stóra titil í 58 ár þegar liðið mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Það eru hins vegar einnig miklir peningar í húfi fyrir leikmenn enska liðsins.
Þjálfari spænska landsliðsins í knattspyrnu Luis de la Fuente segir að hvorki Spánverjar né Englendingar séu sigurstranglegri fyrir úrslitaleik liðanna á Evrópumótinu annað kvöld.
Harry Kane mun leiða lið Englands til leiks í Berlín á morgun þegar enska liðið mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á ferli sínum.
Knattspyrnusamband Evrópu segir að sex leikmenn muni deila gullskó Evrópumótsins í fótbolta nái enginn að skora sitt fjórða mark í úrslitaleiknum á morgun.
Gary Lineker, knattspyrnusérfræðingur og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, vill alls ekki heyra ákveðin orð í aðdraganda úrslitaleik Englands og Spánar um Evrópumeistaratitilinn.
Myndirnar af Lionel Messi að baða spænska undrabarnið, þegar Lamine Yamal var aðeins sex mánaða, fóru eins og eldur í sinu um alnetið í vikunni. Strákurinn var sjálfur spurður út í myndirnar í viðtali fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi.
Guðmundur Einar er svo hugfanginn af vítaspyrnukeppnum að hann ákvað að halda myndlistarsýningu tileinkaða þeim. Örlög Gareths Southgate, landsliðsþjálfara Englands, eru listamanninum sérstaklega hugleikin.
Declan Rice mun fá sér sinn fyrsta „almennilega bjór“ ef England verður Evrópumeistari næsta sunnudag.
Enska knattspyrnusambandið vill halda Gareth Southgate í starfi þjálfara karlalandsliðsins sama hvernig úrslitaleikur EM fer.
Sven-Göran Eriksson, sem á ekki langt eftir ólifað, vonast til að sjá Englendinga vinna EM. Í bréfi sem birtist í the Telegraph hvetur hann Gareth Southgate og enska landsliðið til dáða í úrslitaleik Evrópumótsins.
Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham gengur ekki alveg heill til skógar og hefur ekki gert það síðan í nóvember á síðasta ári.
Mikið hefur verið rætt og skrifað um myndirnar af Lionel Messi að baða kornungan Lamine Yamal. Myndirnar komu óvænt fram á sama tíma og þessi sextán ára strákur var að slá í gegn á Evrópumótinu í Þýskalandi.
Búið er að ákveða hver dæmir úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi. Það verður Frakkinn Francois Letexier.
Karina Wiegman, hollenskur þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, var á báðum áttum eftir sigur Englands á Hollandi í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í gær.
Eins og margir sáu eru Englendingar komnir í úrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi. Liðið vann Holland 2-1 í undanúrslitum á Westfalen vellinum í Dortmund í gærkvöldi, 2-1.
Ollie Watkins tryggði enska landsliðinu 2-1 sigur á Hollandi í gær og um leið sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi.
Hollendingum fannst á sér brotið þegar þeir töpuðu 2-1 á móti Englandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gærkvöldi.
„Já, í fyrri hálfleik, ekki í seinni hálfleik,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari Hollands, aðspurður hvort England hafi átt sigurinn skilið í undanúrslitum Evrópumótsins.
England vann 2-1 endurkomusigur gegn Hollandi í undanúrslitum Evrópumótsins. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.
„Ég sver það upp á líf mitt, og líf barna minna, ég sagði við Cole Palmer: við erum að fara að koma inn á og þú munt leggja sigurmarkið upp fyrir mig,“ sagði Ollie Watkins eftir sigurinn gegn Hollandi í undanúrslitum EM.