Rice lofaði því sama þegar England komst í úrslit á síðasta Evrópumóti, en tap gegn Ítalíu aflétti kvöðinni. England leikur aftur til úrslita næsta sunnudag gegn Spáni.
„Ég man eftir því að hafa sagt það [fyrir síðasta úrslitaleik]. Síðan þá hef ég fengið mér bjór, en ég setti sítrónusafa í hann. Ef við vinnum mun ég fá mér almennilegan bjór. Ég mun örugglega þurfa að halda fyrir nefið samt, ég hata lyktina.“
Declan Rice promised to drink his first ever proper pint if England win the Euro 2024 finals 🍺🏆
— SPORTbible (@sportbible) July 12, 2024
🗣️“I remember saying that [before Euro 2020 final]. Since then, I’ve had a beer, but I had it with a bit of lemonade! I’ll probably have to hold my nose, as I hate the smell!” pic.twitter.com/mIVtMmCb2N
Hvort eitthvað verði af bjórdrykkju Rice á eftir að koma í ljós en víst er að England á mjög erfiðan leik framundan gegn Spáni, sem hefur unnið alla sex leiki sína á mótinu hingað til. Þeir ensku eru þó reynslunni ríkari eftir tapið gegn Ítalíu á síðasta EM.
„Að sjá Ítalíu lyfta titlinum mun ásækja mig að eilífu. Nú fáum við annað tækifæri til að skrá okkur á spjöld sögunnar. Það er ekkert sem við þráum heitar, ekki bara fyrir okkur heldur þjálfarann líka. Hann á það skilið. Við vitum hvað við þurfum að gera, í samanburði við síðasta úrslitaleik þar sem við höfðum enga stjórn á leiknum, við megum ekki sitja eins langt til baka og þá. Við vitum hvernig við getum unnið, sem ég held að sé jákvætt.“