„Myndi skipta á öllu fyrir sigur á EM“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2024 21:01 Harry Kane og þjálfarinn Gareth Southgate eru mættir til Berlínar þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Vísir/Getty Harry Kane mun leiða lið Englands til leiks í Berlín á morgun þegar enska liðið mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á ferli sínum. Úrslitaleiks Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu annað kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Liðin hafa farið nokkuð ólíka leið í úrslitaleikinn. Spænska liðið hefur verið afar sannfærandi og það besta á mótinu að flestra mati. Englendingar hafa hins vegar fengið töluverða gagnrýni fyrir leiðinlega knattspyrnu á mótinu en eru engu að síður komnir í úrslitaleikinn. Harry Kane er fyrirliði enska liðsins og sá markahæsti í sögu þess. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á sínum ferli en á hins vegar fjögur silfurverðlaun í safni sínu. „Þetta er ekkert leyndarmál, ég hef ekki unnið liðstitil og með hverju árinu sem líður verð ég staðráðnari í að breyta því,“ sagði Kane á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Á morgun fæ ég tækifæri til að vinna til einna stærstu verðlauna sem möguleiki er á og skrifa söguna með minni þjóð. Það er engin spurning að ég myndi skipta á öllu sem ég hef gert á ferlinum til að eiga frábært kvöld og vinna annað kvöld.“ „Sé það ekki þannig“ Stuðningsmenn enska landsliðsins hafa beðið óþreyjufullir eftir titli í fjölmörg ár en endað með brostin hjörtu á hverju stórmótinu á fætur öðru. Kane segir að það yrði magnað augnablik fyrir stuðningsmennina ef enska liðið yrði Evrópumeistari á morgun. „Það myndi breyta öllu. Það yrði ótrúlegasta tilfinning sem hægt er að finna sem atvinnumaður í knattspyrnu og ég er viss um að þannig sé það líka fyrir stuðningsmennina. Að eignast þetta augnablik í sögunni og fá tækifæri til að fagna væri ansi sérstakt.“ Enska liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins árið 2021 gegn Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley í London. „Það var erfitt en nú er hungrið enn meira að sjá til þess að þetta falli okkar megin. Við vitum að þetta verður erfitt kvöld. Eins og þjálfarinn sagði þá mun þetta ráðast á litlum atriðum, við höfum náð þeim rétt hingað til á mótinu. Við munum þurfa þess á morgun og meira til.“ England hefur ekki unnið titil síðan liðið varð heimsmeistari árið 1966 og biðin því orðin ansi löng. Kane er þó ekki á því að pressan sé enn meiri fyrir vikið. „Ég sé það ekki þannig, ég er ótrúlega spenntur að fá tækifærið til að gleðja stóran hóp af fólki, þar á meðal mig sjálfan. Þetta verður mikill bardagi.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Úrslitaleiks Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu annað kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Liðin hafa farið nokkuð ólíka leið í úrslitaleikinn. Spænska liðið hefur verið afar sannfærandi og það besta á mótinu að flestra mati. Englendingar hafa hins vegar fengið töluverða gagnrýni fyrir leiðinlega knattspyrnu á mótinu en eru engu að síður komnir í úrslitaleikinn. Harry Kane er fyrirliði enska liðsins og sá markahæsti í sögu þess. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á sínum ferli en á hins vegar fjögur silfurverðlaun í safni sínu. „Þetta er ekkert leyndarmál, ég hef ekki unnið liðstitil og með hverju árinu sem líður verð ég staðráðnari í að breyta því,“ sagði Kane á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Á morgun fæ ég tækifæri til að vinna til einna stærstu verðlauna sem möguleiki er á og skrifa söguna með minni þjóð. Það er engin spurning að ég myndi skipta á öllu sem ég hef gert á ferlinum til að eiga frábært kvöld og vinna annað kvöld.“ „Sé það ekki þannig“ Stuðningsmenn enska landsliðsins hafa beðið óþreyjufullir eftir titli í fjölmörg ár en endað með brostin hjörtu á hverju stórmótinu á fætur öðru. Kane segir að það yrði magnað augnablik fyrir stuðningsmennina ef enska liðið yrði Evrópumeistari á morgun. „Það myndi breyta öllu. Það yrði ótrúlegasta tilfinning sem hægt er að finna sem atvinnumaður í knattspyrnu og ég er viss um að þannig sé það líka fyrir stuðningsmennina. Að eignast þetta augnablik í sögunni og fá tækifæri til að fagna væri ansi sérstakt.“ Enska liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins árið 2021 gegn Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley í London. „Það var erfitt en nú er hungrið enn meira að sjá til þess að þetta falli okkar megin. Við vitum að þetta verður erfitt kvöld. Eins og þjálfarinn sagði þá mun þetta ráðast á litlum atriðum, við höfum náð þeim rétt hingað til á mótinu. Við munum þurfa þess á morgun og meira til.“ England hefur ekki unnið titil síðan liðið varð heimsmeistari árið 1966 og biðin því orðin ansi löng. Kane er þó ekki á því að pressan sé enn meiri fyrir vikið. „Ég sé það ekki þannig, ég er ótrúlega spenntur að fá tækifærið til að gleðja stóran hóp af fólki, þar á meðal mig sjálfan. Þetta verður mikill bardagi.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira