Neituðu að hafa smyglað tuttugu milljónum sígaretta Tveir sakborninga í máli sem varðar tollalagabrot upp á 741 milljón króna og innflutning á um einni milljón pakka af sígarettum neita sök. Einn sakborninga var erlendis þegar málið var þingfest í morgun og tekur afstöðu til sakarefnis síðar. Innlent 30. september 2024 12:20
Tekinn með efni eftir að vinur sló sig í höfuðið með skiptilykli Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft amfetamín og nokkrar töflur af róandi og kvíðastillandi lyfi í fórum sínum. Lögregla framkvæmdi húsleit heima hjá honum eftir að hann hafði hringt á lögreglu vegna þess að vinur hans hafi slegið sjálfan sig í höfuðið með skiptilykli. Innlent 30. september 2024 11:11
Rangt af Netflix að halda því fram að Baby Reindeer væri „sönn saga“ Dómari í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið rangt af Netflix að halda því fram að þættirnir Baby Reindeer væru „sönn saga“ í upphafi þáttarins. Erlent 30. september 2024 06:44
Hlaut varanlegan skaða vegna myglu en fær ekki krónu Orkuveitan hefur verið sýknuð af öllum kröfum konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þurfti að hætta vegna veikinda af völdum myglu. Landsréttur taldi Orkuveituna hafa gripið til nægra ráðstafana með því að færa starfsmenn úr þeim hluta Orkuveituhússins sem var myglaður. Innlent 27. september 2024 15:58
Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. Viðskipti innlent 27. september 2024 14:12
Veitingastaður ber ekki ábyrgð á hnefahöggi starfsmanns Landsréttur hefur sýknað veitingastaðinn Fish house og tryggingafélag hans, Sjóvá, af kröfum manns sem varð fyrir líkamsárás af hendi starfsmanns staðarins á staðnum árið 2019. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti rétt á bótum frá árásarmanninum, tryggingarfélaginu og skemmtistaðnum vegna tjónsins sem hann hlaut af árásinni. Innlent 27. september 2024 11:24
Sagður hafa nauðgað konu fyrir níu árum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun sem er sögð hafa átt sér stað þann 28. júní 2015, fyrir rúmum níu árum síðan. Innlent 27. september 2024 07:00
Brynjar ákærður fyrir að brjóta á fleiri stúlkum Héraðssaksóknari hefur ákært Brynjar Joensen Creed fyrir kynferðislega áreitni gegn átta stúlkum. Stúlkurnar voru aldrinum 11 til 14 ára þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Brynjar afplánar nú sjö ára dóm fyrir nauðganir og önnur brot gegn fimm stúlkum. Fjallað var fyrst um ákæruna á vef RÚV í kvöld. Innlent 26. september 2024 21:32
Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. Viðskipti innlent 26. september 2024 17:47
Sextán ára dómur fyrir manndráp í Drangahrauni stendur Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm Maciej Jakub Talik fyrir að verða herbergisfélaga sínum, Jaroslaw Kaminski, að bana í Drangahrauni í Hafnarfirði sumarið 2023. Honum var gert að greiða þrjár og hálfa milljón króna í áfrýjunarkostnað. Innlent 26. september 2024 15:07
Áfrýjaði engu nema ákvörðun um launin og málið fellt niður Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar um að fella niður mál ákæruvaldsins á hendur Alexander Mána Björnssyni, sem hætti við að áfrýja sex ára dómi í Bankastrætis club málinu svokallaða. Ómar Valdimarsson, verjandi hans, fór fram á að krafa um endurákvörðun málsvarnarlauna í héraði yrði tekin fyrir þrátt fyrir að fallið yrði frá málinu að öðru leyti. Innlent 26. september 2024 15:00
Varla komist í kast við lögin fyrr en hann flutti kókaín til landsins Albert Lleshi hefur hlotið tveggja ára og átta mánaða langan fangelsisdóm fyrir að flytja rétt rúm tvö kíló af kókaíni til landsins. Innlent 26. september 2024 14:10
Kona ákærð fyrir stunguárás í Mosfellsbæ Kona hefur verið ákærð fyrir stunguárás sem á að hafa átt sér stað í íbúð í Mosfellsbæ um nótt í apríl 2021. Innlent 26. september 2024 08:03
„Sérstakar ástæður“ urðu til þess að dómur skrifstofustjórans var ekki birtur Sérstakar ástæður, sem ekki er talið unnt að gefa upp á grundvelli persónuverndarsjónarmiða, urðu til þess að dómur yfir Magnúsi Stefáni Jónassyni, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Fjallabyggðar og skrifstofustjóra Afls sparisjóðs á Siglufirði, var ekki birtur. Innlent 26. september 2024 07:01
Talinn hafa stungið mann eftir að hafa skemmt bílinn hans Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að valda skemmdum á bíl annars manns, brjótast inn til hans og stinga hann í tvígang. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Kópavogi árið 2022. Innlent 25. september 2024 09:01
Tveir hafa játað sök í stóra fíkniefnamálinu sem fer ekki fet Aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls, sem hefur verið kennt við skemmtiferðaskip en líka verið kallað stóra fíkniefnamálið, mun fara fram í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 28. október til 6. nóvember. Innlent 24. september 2024 15:14
Mál Samherja gegn Odee tekið fyrir dóm í vikunni Réttarhöld í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefjast í London á fimmtudag. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. Innlent 24. september 2024 08:53
Grunaðir um að skiptast á að nauðga konu Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að nauðga sömu konu aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar á þessu ári á heimili annars mannsins. Innlent 24. september 2024 08:02
Með mörg þúsund evrur af illa fengnu fé Kona hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir peningaþvætti. Innlent 23. september 2024 15:57
Máttu vita að eiturlyfjasalinn þeirra væri að flytja inn eiturlyf Fjórir hlutu heldur þunga fangelsisdóma á dögunum fyrir innflutning mikils magns amfetamínsbasa. Höfuðpaurinn í málinu fékk viðskiptavini sína til þess að sækja fyrir sig flöskur sem innihéldu efnin. Fólkið var talið hafa mátt vita að flöskurnar innihéldu eiturlyf, enda hafi maðurinn verið eiturlyfjasali þess. Innlent 23. september 2024 12:04
Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. Innlent 21. september 2024 23:42
Sýndi lögreglu löngutöng og var ekinn út af Vátryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða Ríkislögreglustjóra tjón sem varð af því þegar sérsveitarbíl var ekið á bíl manns sem ekið hafði á ofsahraða. Hann hafði sýnt lögreglumönnum „ósæmilega löngutöng“ á gatnamótum áður en eftirför hófst. Innlent 20. september 2024 16:42
Eiginmaður íslenskrar konu lét sig hverfa rétt eftir brúðkaupið Íslensk kona á sextugsaldri hefur stefnt úgönskum eiginmanni sínum til lögskilnaðar en hún hefur hvorki heyrt frá honum né séð frá árinu 2007, skömmu eftir að þau gengu í hjónaband. Innlent 20. september 2024 10:53
Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi á Akureyri Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra á hendur manni sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Manninum var gefið að sök að aka bíl á gangandi vegfaranda. Sá sem varð fyrir bílnum var maður á áttræðisaldri, sem lést sólarhring eftir áreksturinn. Innlent 19. september 2024 21:37
Reyndist ekki faðir stúlknanna Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. Innlent 19. september 2024 12:52
Talinn hafa nauðgað konu og tekið það upp Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir nauðga konu í bíl á óþekktum stað í Kópavogi þann 18. júlí 2018. Innlent 17. september 2024 21:46
Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Kona hefur verið sýknuð af ákæru um ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginmanni sínum. Litið var til hæðarmunar þeirra tveggja við aðalmeðferð og ekki talið hafið yfir allan vafa að hún hafi valdið þeim áverkum sem á honum voru. Innlent 16. september 2024 23:03
Sýkna Sólveigar stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Áslaugar Björnsdóttur um áfrýjunarleyfi í máli hennar á hendur Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, fyrrverandi þingmanni og dómsmálaráðherra. Áslaug krafði Sólveigu um greiðslu 28 milljóna króna í málinu en í tengdum málum hefur Sólveig verið krafin um milljarða króna. Innlent 13. september 2024 13:52
Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að ráðast á konu á heimili sínu á laugardagskvöldi í janúar 2022. Innlent 13. september 2024 06:47
Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Aðalmeðferð í máli fimmtugrar konu sem sætir ákæru fyrir að orðið sex ára syni sínum að bana og reynt að bana eldri syni sínum í janúar er hafin í Héraðsdómi Reykjaness. Þinghaldið er lokað fjölmiðlum. Innlent 12. september 2024 10:11
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent