Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. október 2025 00:03 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ræddi um breytingar á lánaframboði Landsbankans í kvöldfréttum Sýnar. Sýn Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingar á lánaframboði Landsbankans séu áhugaverðar, og hægt sé að líta á þær bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Annars vegar minnki framboð af verðtryggðum lánum og stýrivextir fari í kjölfarið að bíta meira, en hins vegar séu komin skilyrði fyrir mikilli lækkun stýrivaxta. Vaxtadómurinn komi til með að auka samkeppni og skýrleika fyrir neytendur. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggt íbúðalán hjá Landsbankanum og breytilegir vextir bera nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Bankinn tilkynnti í dag um þessar breytingar á lánaframboði í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar hafa ekki áhrif á lán þeirra sem þegar eru með íbúðalán hjá bankanum. Verðtryggð lán til fyrstu kaupenda verða nú aðeins veitt til tuttugu ára og með föstum vöxtum en lánin hafa lengi verið veitt til fjörutíu ára. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið, en slíkt myndi draga stórkostlega úr framboði á verðtryggðum lánum. Viðbrögð við öðru en dóminum Breki Karlsson segir að ákvörðun Landsbankans sé áhugaverð. Bankinn hafi lokað fyrir lánveitingar fyrir tíu dögum, hann fagni því að fólk geti farið að fá aftur lán. Dómurinn sem féll í vaxtamálinu svokallaða á dögunum hafi hins vegar ekki snúið að verðtryggðum lánum, og þessi ákvörðun Landsbankans séu því viðbrögð við einhverju öðru en honum. „Það eiga enn fjögur mál eftir að fara fyrir hæstarétt, og þar á meðal mál sem varða lán með verðtryggðum vöxtum.“ Nú er fólk að velta fyrir sér heima, er ég að lesa góðar fréttir eða slæmar fréttir? „Það er hægt að líta á þetta með tvennum hætti. Annars vegar er verið að minnka framboð af verðtryggðum lánum, og það þýðir þar með að lán, stýrivextir Seðlabankans fara að bíta miklu meira á almenning.“ „En eins og Lilja bankastjóri sagði í dag, þá eru komin skilyrði fyrir miklum lækkunum á stýrivöxtum Seðlabankans.“ Íslendingar verði að gera þá kröfu að veitt séu lán með svipuðum vöxtum og í nágrannalöndunum. Í Danmörku sé boðið upp á lán með þrjú prósent vöxtum og í Færeyjum séu þau í kringum fjögur prósent. Breki segir að dómurinn muni koma til með að auka samkeppni á lánamarkaði og skýrleika fyrir neytendur. „Nú geta neytendur valið, nú sjáum við hvað vextirnir eru og munu verða í framtíðinni. Ef við trúum því að það geti ríkt samkeppni á Íslandi, þá munu bankarnir keppast um í verði.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Vaxtamálið Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Dómsmál Húsnæðismál Lánamál Tengdar fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02 Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. 24. október 2025 13:02 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggt íbúðalán hjá Landsbankanum og breytilegir vextir bera nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Bankinn tilkynnti í dag um þessar breytingar á lánaframboði í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar hafa ekki áhrif á lán þeirra sem þegar eru með íbúðalán hjá bankanum. Verðtryggð lán til fyrstu kaupenda verða nú aðeins veitt til tuttugu ára og með föstum vöxtum en lánin hafa lengi verið veitt til fjörutíu ára. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið, en slíkt myndi draga stórkostlega úr framboði á verðtryggðum lánum. Viðbrögð við öðru en dóminum Breki Karlsson segir að ákvörðun Landsbankans sé áhugaverð. Bankinn hafi lokað fyrir lánveitingar fyrir tíu dögum, hann fagni því að fólk geti farið að fá aftur lán. Dómurinn sem féll í vaxtamálinu svokallaða á dögunum hafi hins vegar ekki snúið að verðtryggðum lánum, og þessi ákvörðun Landsbankans séu því viðbrögð við einhverju öðru en honum. „Það eiga enn fjögur mál eftir að fara fyrir hæstarétt, og þar á meðal mál sem varða lán með verðtryggðum vöxtum.“ Nú er fólk að velta fyrir sér heima, er ég að lesa góðar fréttir eða slæmar fréttir? „Það er hægt að líta á þetta með tvennum hætti. Annars vegar er verið að minnka framboð af verðtryggðum lánum, og það þýðir þar með að lán, stýrivextir Seðlabankans fara að bíta miklu meira á almenning.“ „En eins og Lilja bankastjóri sagði í dag, þá eru komin skilyrði fyrir miklum lækkunum á stýrivöxtum Seðlabankans.“ Íslendingar verði að gera þá kröfu að veitt séu lán með svipuðum vöxtum og í nágrannalöndunum. Í Danmörku sé boðið upp á lán með þrjú prósent vöxtum og í Færeyjum séu þau í kringum fjögur prósent. Breki segir að dómurinn muni koma til með að auka samkeppni á lánamarkaði og skýrleika fyrir neytendur. „Nú geta neytendur valið, nú sjáum við hvað vextirnir eru og munu verða í framtíðinni. Ef við trúum því að það geti ríkt samkeppni á Íslandi, þá munu bankarnir keppast um í verði.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Vaxtamálið Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Dómsmál Húsnæðismál Lánamál Tengdar fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02 Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. 24. október 2025 13:02 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02
Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. 24. október 2025 13:02