Sýknaður eftir að myndband lögreglu fannst ekki Maður var sýknaður af ákæru fyrir að hafa ekið án ökuréttinda eftir að sönnunargögn lögreglu fóru forgörðum. Myndbandsupptaka lögreglu sem átti að varpa ljósi á málið fannst hvergi við málsmeðferðina og héraðsdómari taldi að vafa, vegna annmarka á rannsókninni, bæri að skýra ákærða í hag. Innlent 26. mars 2022 13:54
Öryrki mátti sín lítils í baráttu við Landspítalann vegna öndunarvélar Öryrki sem notar öndunarvél vegna öndunarerfiðleika við svefn kærði íslenska ríkið og Landspítala en hann taldi gjaldtöku Landspítalans fyrir leigu á öndunarvélinni ólögmæta. Héraðsdómari taldi rétt að sýkna ríkið og spítalann. Innlent 26. mars 2022 10:02
Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist. Innlent 26. mars 2022 07:58
Sex ára fangelsi fyrir brot á þroskaskertum konum Tæplega sextugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim milljónir króna í bætur. Innlent 26. mars 2022 07:01
Fá hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leigu vegna faraldursins Fosshótel fær 33 prósent afslátt af leigugreiðslum sem spönnuðu yfir eins árs tímabil og þar af leiðandi hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leiguverði. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Viðskipti innlent 25. mars 2022 23:23
Kennari fyrir norðan dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn nemanda Kennari á fertugsaldri á Norðurlandi eystra hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn fimmtán ára nemanda sínum. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis. Innlent 25. mars 2022 15:49
Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. Innlent 25. mars 2022 14:43
Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Innlent 24. mars 2022 15:18
Landsréttur úrskurðar mann í gæsluvarðhald sem hótaði að sprengja Alþingi Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, sem féll 17. mars síðastliðinn, um að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til klukkan 16 miðvikudaginn 13. apríl næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent ýmsum stofnunum hótanir um að sprengja húsnæði þeirra í loft upp. Innlent 24. mars 2022 13:08
Húsleit gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar, heimili fjölskyldumeðlima hans og hjá fleiri aðilum í gær. Þetta segir Karl í yfirlýsingu til fjölmiðla og kveðst hafa fengið nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“ Innlent 24. mars 2022 09:20
Hversu mörg ár af lífi einstaklings er eðlilegt að sitja undir ofsóknum yfirvalda? Ég hef hingað til ákveðið að halda mig til hlés í fjölmiðlum hvað varðar ofsóknir yfirvalda á hendur mér vegna meintra bókhaldsbrota árin fyrir hrun. Mál vegna þessa hafa nú tekið 14 ár á þessu ári með viðeigandi óvissu fyrir alla aðila. Á þeim tíma hafa fallið dómar og áfrýjanir hafa orðið að frekari dómum. Ég hef setið í fangelsi, verið á áfangaheimili og verið í stofufangelsi. Skoðun 24. mars 2022 09:00
Keypti Kjarvalsverk og gjaldeyri með peningum tíræðra systra Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli konu á sextugsaldri, sem er ákærð fyrir að hafa féflett tvær systur á tíræðisaldri, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún er sökuð um að hafa ráðstafað tæpum 80 milljónum króna af bankareikningum systranna í eigin þágu. Innlent 24. mars 2022 08:00
Aðstandendur og íbúar fara fram á 162 milljónir króna bætur Aðstandendur þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 sumarið 2020 og aðrir fyrrverandi íbúar hússins hafa farið fram á bætur upp á 162 milljónir króna. Innlent 24. mars 2022 07:21
Tryggingafélagi gert að bæta Vegagerðinni tjón á vegi eftir að ekið var á kind Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Sjóvá til að greiða Vegagerðinni um 173 þúsund krónur vegna tjóns á vegi sem varð í kjölfar bílslyss í Skagafirði. Innlent 22. mars 2022 14:46
Mál Sigurðar og ÍR alla leið í Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni körfuknattleiksdeildar ÍR um að áfrýja dómi Landsréttar í máli Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar sem dæmdar höfðu verið tæplega tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. Körfubolti 22. mars 2022 12:31
Mun þögn Þjóðkirkjunnar senda tvo menn í fangelsi? Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld. Skoðun 21. mars 2022 09:31
Máli ÁTVR gegn Sante og Bjórlandi vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað málum ÁTVR gegn Sante ehf, Santewines SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi. Viðskipti innlent 18. mars 2022 15:14
Ásatrúarfólki misboðið vegna samanburðar lögmanns við Zuista Ásatrúarfélagið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málflutnings Jóns Bjarna Kristjánssonar lögmanns Einars Ágústssonar. Félagið segist halda úti menningarstarfsemi allan ársins hring en ekki koma einstaka sinnum saman til að drekka bjór eins og Jón hafi haldið fram. Innlent 18. mars 2022 14:10
Ásatrúarfólki misboðið Í Vísi í dag er frétt um málflutning í máli Ágústar og Einars Ágústssona kennda við Zúisma. Skoðun 18. mars 2022 14:00
Stúdent lagði Vörð í deilu um bótaupphæð Stúdent sem lenti í bílslysi árið 2018 og átti bara eftir að skila BS-ritgerð til að klára háskólanámið, lagði tryggingafélagið Vörð í héraðsdómi í vikunni. Stúdentinn fór fram á að bætur, sem henni voru greiddar, miðuðust við meðallaun viðskiptafræðinga sem hann var við það að verða. Innlent 18. mars 2022 11:59
Fær 1,3 milljónir í bætur vegna uppsagnar eftir tilkynningu um óléttu Leikskóla í Reykjavík hefur verið gert að greiða leikskólakennara, sem var rekinn átján dögum eftir að hann hóf störf á skólanum, tæpar 1,3 milljónir króna í bætur vegna uppsagnarinnar. Innlent 18. mars 2022 10:43
Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. Innlent 18. mars 2022 07:00
Fær rétt á bílastæði í Þingholtunum eftir baráttu fyrir dómstólum Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag eignarrétt eiganda íbúðar að bílastæði við íbúðarhús hans í Þingholtunum í Reykjavík. Ágreiningur í málinu sneri að því hvort umrætt bílastæði væri sameign allra eigenda íbúða í húsinu eða hvort hún fylgdi íbúð mannsins. Innlent 17. mars 2022 20:48
Sættir tekist í máli nakta mannsins í Nova-auglýsingunni Mál mannsins sem birtist nakinn í Nova-auglýsingu gegn hans vilja hefur verið fellt niður en sættir hafa tekist milli málsaðila. Innlent 17. mars 2022 08:49
Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur í lýðræðisríki Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, furðar sig á því að Landsréttur hafi ekki tekið efnislega afstöðu í máli sínu gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Innlent 16. mars 2022 22:52
Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. Innlent 16. mars 2022 19:16
Þyngdi dóm vegna nauðgunar sem heyrðist í símtali Fangelsisdómur Ali Conteh, tæplega fertugs karlmanns, var í dag þyngdur um hálft ár í Landsrétti og verður honum gert að sæta fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun sem hann framdi árið 2018. Innlent 15. mars 2022 19:35
Burðardýr í hálfs árs fangelsi fyrir kókaíninnflutning Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu á fertugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega 300 grömmum af kókaíni í flugi frá París til Íslands í mars 2020. Konan flutti efnin í sjö pakkningum sem hún faldi innvortis. Innlent 15. mars 2022 11:24
Íslenska ríkið braut gegn mannréttindum Bjarka Íslenska ríkið braut gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Bjarka Diego, sem starfaði sem framkvæmdastjóri útlana hjá Kaupþingi, var kallaður inn sem vitni í maí 2010, við rannsókn sérstaks saksóknara, í stað þess að fá réttarstöðu grunaðs. Innlent 15. mars 2022 11:15
Fær fimmtán milljónir vegna aðgerða lögreglu í fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða manni fimmtán milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegs miska, tímabundins atvinnutjóns og þjáninga sem hann varð fyrir af völdum aðgerða lögreglu í apríl 2010. Innlent 14. mars 2022 11:14