Hlaut árs skilorðsbundinn fangelsisdóm í Procar máli Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. maí 2023 15:36 Alls var kílómetrastaðan lækkuð í 134 seldum bílum. Procar Haraldur Sveinn Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Haraldur játaði að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum fyrir sölu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Var horft til þess að Haraldur hefði játað skýlaust brot sín fyrir dómi og að játningin væri studd sakargögnum. Hafði hann greitt kaupendunum bætur vegna einkaréttarkröfu og var því fallið frá bótakröfum í málinu. „Þá baðst ákærði innilega afsökunar á brotum sínum fyrir dómi,“ segir í dómnum. Litið er til þess að langt sé frá því að málið kom upp og að dráttur hafi verið á lögreglurannsókn. Hins vegar var litið til þess að brotin hafi staðið yfir um nokkurt árabil og fólu í sér brotasamsteypu þar sem brotið var gegn umtalsverðum fjölda fólks með blekkingum. Var markmiðið með blekkingunum að gera það auðveldara og arðbærara að selja bifreiðar Procar grandlausum kaupendum. Rýrir tiltrú almennings „Sú aðferð sem beitt var, að falsa kílómetrastöðu ökumæla á annað hundrað bifreiða, er einnig til þess fallin að rýra almennt traust og tiltrú almennings í bifreiðaviðskiptum enda títt litið til stöðu ökumælis þegar lagt er mat á hversu góður kostur í kaupum notuð bifreið er með tilliti til aldurs,“ segir í dómnum. Í ársbyrjun árið 2019 komst upp að átt hefði verið við kílómetrastöðuna í bílum seldum frá Procar. Málið var hins vegar ekki þingfest fyrr en í apríl á þessu ári. Fram kom að mælarnir höfðu verið lækkaðir um tugi þúsunda kílómetra, mest rúmlega 50 þúsund. Procar Dómsmál Bílaleigur Tengdar fréttir Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Var horft til þess að Haraldur hefði játað skýlaust brot sín fyrir dómi og að játningin væri studd sakargögnum. Hafði hann greitt kaupendunum bætur vegna einkaréttarkröfu og var því fallið frá bótakröfum í málinu. „Þá baðst ákærði innilega afsökunar á brotum sínum fyrir dómi,“ segir í dómnum. Litið er til þess að langt sé frá því að málið kom upp og að dráttur hafi verið á lögreglurannsókn. Hins vegar var litið til þess að brotin hafi staðið yfir um nokkurt árabil og fólu í sér brotasamsteypu þar sem brotið var gegn umtalsverðum fjölda fólks með blekkingum. Var markmiðið með blekkingunum að gera það auðveldara og arðbærara að selja bifreiðar Procar grandlausum kaupendum. Rýrir tiltrú almennings „Sú aðferð sem beitt var, að falsa kílómetrastöðu ökumæla á annað hundrað bifreiða, er einnig til þess fallin að rýra almennt traust og tiltrú almennings í bifreiðaviðskiptum enda títt litið til stöðu ökumælis þegar lagt er mat á hversu góður kostur í kaupum notuð bifreið er með tilliti til aldurs,“ segir í dómnum. Í ársbyrjun árið 2019 komst upp að átt hefði verið við kílómetrastöðuna í bílum seldum frá Procar. Málið var hins vegar ekki þingfest fyrr en í apríl á þessu ári. Fram kom að mælarnir höfðu verið lækkaðir um tugi þúsunda kílómetra, mest rúmlega 50 þúsund.
Procar Dómsmál Bílaleigur Tengdar fréttir Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16
Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01
Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38