Innlent

Ákærður fyrir að hafa stungið mann ítrekað með skærum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn hlaut nokkur sár á baki og öxl og eitt í andliti.
Maðurinn hlaut nokkur sár á baki og öxl og eitt í andliti. Getty

Á fimmtudaginn í næstu viku hefst aðalmeðferð í máli karlmanns, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi. Maðurinn er meðal annars sagður hafa stungið annan ítrekað í líkamann með skærum.

Fram kemur í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, að laugardagskvöldið 17. október 2020 hafi maðurinn á heimili sínu veist ítrekað að öðrum með hnefahöggum í andlit og líkama, stungið hann ítrekað í líkamann með skærum og einu sinni í andlitið.

Þegar maðurinn hafi reynt að flýja út af heimilinu hafi árásarmaðurinn elt hann og gert tilraun til að stinga hann í líkamann. Það hafi haft þær afleiðingar að maðurinn hlaut fjögur sár vinstra megin á baki og á vinstri öxl, sár á vinstri olnboga, mar á vinstri upphandlegg og sár á vinstri kinn. 

Ekki kemur fram hvort hinn ákærði hafi neitað sök í málinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×