Skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás gegn sambýliskonu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. maí 2023 22:28 Árásin átti sér stað í október 2015. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir stórfellda líkamsárás gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Hann hrinti henni, sló hana í andlitið og ítrekað með beltissylgju. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær og þyngdi þar með refsingu héraðsdóms um einn mánuð. Hún er þó, eins og fyrr segir, skilorðsbundin til tveggja ára. Þáverandi sambýliskona mannsins kærði hann upphaflega í maí 2020 en líkamsárásin átti sér stað í október 2015. Lögregla ákærði manninn loks í febrúar 2022 fyrir brotið. Við árásina hlaut brotaþoli viðbeinsbrot, mar og yfirborðsáverka víðsvegar á líkamanum, sár í munni og á kvið. Sagði brotaþola hafa dottið Ákærði neitaði að hafa beitt brotaþola ofbeldi. Hann bar fyrir sig að sambýliskonan þáverandi hafi ráðist að honum með barsmíðum, ýtt honum, runnið sjálf og slasast þannig. Hann kvaðst lítið muna eftir atvikum en sagðist hafa farið aftur inn í rúm og lagt sig. Þessu hélt hann fram bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti en það hafði hann ekki gert við skýrslutöku hjá lögreglu, sem fram fór í tvígang. Brotaþoli lýsti málsatvikunum með allt öðrum hætti. Hún hafi komist á snoðir um framhjáhald ákærða, við það orðið mjög reið og beðið hann að yfirgefa íbúðina. Því hafi hann ekki við unað, haldið áfram að sofa, en brotaþoli þrábeðið hann að fara. Þá hafi hann látið til skarar skríða. Framburður trúverðugur Landsréttur sagði framburð brotaþola fá stoð í vottorði læknis á slysa- og bráðadeild Landspítala en hún leitaði samdægurs læknisaðstoðar eftir árásina. Ljósmyndir og vitnisburður vinkonu hennar, auk foreldra, bentu allar til þess að brotaþoli segði satt og rétt frá. Framburður ákærða var hins vegar hvorki talinn eiga sér stoð í gögnum málsins né í framburði vitna. Þá þyrfti einnig að líta til þess að hann hafi lagst aftur til svefns, eftir að brotaþoli slasaðist, eða fallið í gólfið að hans sögn, án þess að skeyta um ástand hennar. Hann hafi engar skýringar gefið á áverkum brotaþola að öðru leyti. Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess að þau hafi verið sambúðarfólk þegar árásin átti sér stað. Horfði það til refsiþyngingar. Hins vegar væri langt liðið frá því að ákærði hafi framið ofbeldisverknaðinn og þótti því unnt að skilorðsbinda refsinguna. Maðurinn var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og ber að greiða 885 þúsund í sakarkostnað fyrir héraðsdómi. Þá ber honum enn fremur að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 722 þúsund krónur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær og þyngdi þar með refsingu héraðsdóms um einn mánuð. Hún er þó, eins og fyrr segir, skilorðsbundin til tveggja ára. Þáverandi sambýliskona mannsins kærði hann upphaflega í maí 2020 en líkamsárásin átti sér stað í október 2015. Lögregla ákærði manninn loks í febrúar 2022 fyrir brotið. Við árásina hlaut brotaþoli viðbeinsbrot, mar og yfirborðsáverka víðsvegar á líkamanum, sár í munni og á kvið. Sagði brotaþola hafa dottið Ákærði neitaði að hafa beitt brotaþola ofbeldi. Hann bar fyrir sig að sambýliskonan þáverandi hafi ráðist að honum með barsmíðum, ýtt honum, runnið sjálf og slasast þannig. Hann kvaðst lítið muna eftir atvikum en sagðist hafa farið aftur inn í rúm og lagt sig. Þessu hélt hann fram bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti en það hafði hann ekki gert við skýrslutöku hjá lögreglu, sem fram fór í tvígang. Brotaþoli lýsti málsatvikunum með allt öðrum hætti. Hún hafi komist á snoðir um framhjáhald ákærða, við það orðið mjög reið og beðið hann að yfirgefa íbúðina. Því hafi hann ekki við unað, haldið áfram að sofa, en brotaþoli þrábeðið hann að fara. Þá hafi hann látið til skarar skríða. Framburður trúverðugur Landsréttur sagði framburð brotaþola fá stoð í vottorði læknis á slysa- og bráðadeild Landspítala en hún leitaði samdægurs læknisaðstoðar eftir árásina. Ljósmyndir og vitnisburður vinkonu hennar, auk foreldra, bentu allar til þess að brotaþoli segði satt og rétt frá. Framburður ákærða var hins vegar hvorki talinn eiga sér stoð í gögnum málsins né í framburði vitna. Þá þyrfti einnig að líta til þess að hann hafi lagst aftur til svefns, eftir að brotaþoli slasaðist, eða fallið í gólfið að hans sögn, án þess að skeyta um ástand hennar. Hann hafi engar skýringar gefið á áverkum brotaþola að öðru leyti. Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess að þau hafi verið sambúðarfólk þegar árásin átti sér stað. Horfði það til refsiþyngingar. Hins vegar væri langt liðið frá því að ákærði hafi framið ofbeldisverknaðinn og þótti því unnt að skilorðsbinda refsinguna. Maðurinn var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og ber að greiða 885 þúsund í sakarkostnað fyrir héraðsdómi. Þá ber honum enn fremur að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 722 þúsund krónur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira