

Dómsmál
Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana
Kona sem kom mikið særð inn á bráðmóttöku Landspítalans þann 10. nóvember og sagði Kristján Markús Sívarsson hafa veitt sér áverkana hefur breytt framburði sínum. Nú segir hún Kristján Markús ekki hafa veitt sér alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli.

Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli
Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun.

Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum
Ymur Art Runólfsson, sem hét áður Sigtryggur Máni, hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að myrða móður sína á heimili hennar í Breiðholti í október síðastliðnum.

Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað
Karlmaður hefur hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast að barni á veitingastað í Mosfellsbæ. Hann hélt því fram fyrir dómi að milda ætti refsingu hans vegna þess að barnið hafi átt upptök að átökunum.

Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Kona á sjötugsaldri tjáði sig í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu 1. nóvember 2022 um ofbeldi af hálfu sonar hennar, sem er á fertugsaldri, sem hafði þá verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brotið. Konan lést í október síðastliðnum en í síðustu viku var greint frá því að sonurinn hefði verið ákærður fyrir að verða henni að bana.

Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð
Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás gegn barnungri dóttur sinni, en hann var ákærður fyrir að slá hana ítrekað í rassinn í refsingarskyni í desember 2019.

Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri.

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi fyrir að aka steypubíl á hinn átta ára gamla Ibrahim Shah, sem lést fyrir vikið, í október 2023 segist ekki hafa séð drenginn í aðdraganda slyssins.

Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt
Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar.

Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón
Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu 1,29 milljóna króna fyrir endurtekin umferðarlagabrota framin sama kvöldið á Selfossi. Hann var stöðvaður tvisvar sitt hvoru megin við veitingastað KFC í bænum.

Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar
Landsréttur hefur fellt úrskurð héraðsdómarans Jónasar Jóhannssonar, um að hann víki sjálfur sæti í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur ritstjóra, úr gildi. Margrét sætir ákæru fyrir að hafa meðal annars kallað annan héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur „lausláta mellu“. Allir dómarar þess dómstóls höfðu áður vikið sæti í málinu.

Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni
Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta að kveikja í sambýliskonu sinni og stjúpsyni í herbergi í Reykjanesbæ, þar sem hann geymdi bensínbrúsa. Fyrir dómi kvaðst hann hafa verið á slæmum stað andlega eftir að hafa flúið stríðsástand í heimalandi sínu.

Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku
Jón Ármann Steinsson bókaútgefandi vinnur nú að því, ásamt Sigurð Björgvini, að taka saman niðurstöður rannsóknar þeirra á því hver hafi myrt Geirfinn Einarsson 19. nóvember 1974. Niðurstöðurnar, og ýmis skjöl, verða afhent dómsmálaráðherra í næstu viku. Jón Ármann fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag.

Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“
Landsréttur hefur þyngt dóm konu sem var sakfelld fyrir umsáturseinelti sem beindist að lesbísku pari. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, en í Landsréttur dæmdi hana í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu
Karlmaður hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að brot á lögum um útlendinga með því að hafa flutt barnungan frænda sinn hingað til lands. Þeir njóta nú báðir alþjóðlegrar verndar hér á landi. Faðir drengsins var sömuleiðis ákærður fyrir að vanrækja drenginn með því að senda hann til Grikklands, þaðan til Svíþjóðar og loks til Íslands. Í skýrslutökum lýsti drengurinn illri meðferð á ferðalaginu, sem tók nokkur ár.

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar.

Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun
Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022.

Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn
Pólskur karlmaður var afhentur til Póllands frá Íslandi á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar í vetur vegna meintra brota hans í heimalandinu. Hann er grunaður um að hafa valdið mannskæðri gassprengingu.

Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur
Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir alvarlega frelsissviptingu í Vatnagörðum í Reykjavík í janúar árið 2023. Mönnunum er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt hrottalegu ofbeldi, líkamlegu sem og kynferðislegu. Einn mannanna er til að mynda ákærður fyrir að reka rassinn ítrekað í andlit fórnarlambsins og segja við það „sleiktu þetta“ og „kysstann“.

Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur látið það verða eitt sitt fyrsta verkefni í ráðuneytinu að reyna að komast til botns í ágreiningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara.

Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu í síðasta mánuði, fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa haldið manni kyrkingartaki í að minnsta kosti sjö mínútur.

Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula
„Við eigum rosalega erfitt með að tjá okkur um mál þar sem um er að ræða lokað þinghald. En þetta var skoðað á sínum tíma og niðurstaðan var sú að það væri ekki líklegt til sakfellis.“

Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá
Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 4. febrúar næstkomandi. Eftir handtöku greindi hann lögreglu frá því að hann hefði stungið þrjá menn í neyðarvörn. Á meðan á frásögn hans stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið.

„Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir
Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir það undarlegt að fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu að áeggjan yfirmanns hennar hafi ekki verið ákærðir. Brot á fötluðu fólki leiði sjaldnar til ákæru, hvað þá sakfellingu.

„Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“
Fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar voru ekki ákærðir þrátt fyrir að lögreglu hafi tekist að bera kennsl á fjóra þeirra. Fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segist harmi sleginn yfir því að þeir verði ekki sóttir til saka.

Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra.

„Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“
Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota í nánu sambandi með því að hafa á endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambúðarkonu sinnar. Hann hótaði meðal annars að myrða foreldra konunnar og dreifa nektarmyndum af henni.

Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð
Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður.

Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður
Kona sem var á síðasta ári ákærð fyrir fjárdrátt í opinberu starfi þegar hún var skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn er grunuð um að hafa notað peninginn til einkanota, aðallega í greiðslur sem fóru inn á veðmálasíður.

Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri, Pétur Atla Árnason, í fimm ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir tilraun til manndráps og hótanir. Um tvö aðskilin mál er að ræða, en hnífur kom við sögu í báðum þeirra.