Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Hyggst leggja fram frumvarp vegna lögbanns á deilisíður

Þingmaður Pírata segir dómstóla ekki skilja internetið en Hæstiréttur staðfesti í vikunni lögbann á deilisíður. Hann segir dóminn vonda framfylgni á slæmri útfærslu á höfundaréttarlögum og hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um málið.

Innlent
Fréttamynd

Skúli áfrýjar til Landsréttar

Dómsmál Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi fasteignafélagsins Sjöstjörnunnar ehf. sem dæmt var til að greiða rúmar 400 milljónir til þrotabús EK1923 í síðustu viku, mun áfrýja dómnum til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin

Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Enn í haldi eftir árás á dyravörð

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára dómur fyrir hlutdeild í nauðgun

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á miðvikudaginn síðastliðinn konu í tveggja ára fangelsi fyrir hlut sinni í nauðgun þroskaskertrar stúlku. Brotið átti sér stað þann 2. október árið 2016 en stúlkan var á barnsaldri.

Innlent