Bræður fengu fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir umfangsmikið kókaínsmygl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 13:40 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir/Vilhelm Georgian-Alian Sarban og Sorin Sarban, bræður frá Rúmeníu, hafa verið dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fimm og hálfu kílói af kókaíni í september síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að bræðurnir hafi verið farþegar í flugi Icelandiar frá Dusseldorf í Þýskalandi til Keflavíkur þann 11. september síðastliðinn. Við leit í farangri Sorins fundust rétt tæplega þrjú kíló af kókaíni og í farangri Georgian-Alian tæplega tvö og hálft kíló. Við mælingu á efnunum kom í ljós að styrkleiki þeirra var 85 og 86 prósent. Málið, sem er eitt fjölmargra kókaínsmygl mála sem komu upp á nýliðnu ári, var þingfest þann 20. desember. Þar játuðu bræðurnir brot sín sem var dómtekið án frekari sönnunarfærslu þegar verjendur og saksóknari höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði málsins og ákvörðun viðurlaga. Bræðurnir hafa ekki áður gerst sekir um brot svo kunnugt sé. Dómari taldi fyrirliggjandi að bræðurnir hefðu ekki verið eigendur fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til Íslands gegn greiðslu. Af framburði Sorin hjá lögreglu mætti ráða að hann hefði fengið nítján ára bróður sinn Georgian-Alin til aðstoðar við innflutning og hann lítið vitað um raunverulegan tilgang ferðarinnar. Var litið til þess sem og ungs aldurs við ákvörðun refsingu. Þó væri ekki hjá því komist að líta til þess að bræðurnir hefðu framið brotið í félagi. Um væri að ræða verulegt magn af sterku kókaíni. Þótti fjögurra ára fangelsi hæfileg refsing fyrir Georgian-Alian en eldri bróðir hans fékk fimm ára fangelsisdóm. Bræðurnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 12. september, daginn eftir komu þeirra til landsins. 5,5 kílóin af kókaíni voru gerð upptæk og þrjár ferðatöskur sem bræðurnir notuðu sömuleiðis. Þeir þurfa að greiða sakarkostnað og kostnað verjenda, rúmlega þrjár milljónir króna samanlagt. Dómsmál Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Georgian-Alian Sarban og Sorin Sarban, bræður frá Rúmeníu, hafa verið dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fimm og hálfu kílói af kókaíni í september síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að bræðurnir hafi verið farþegar í flugi Icelandiar frá Dusseldorf í Þýskalandi til Keflavíkur þann 11. september síðastliðinn. Við leit í farangri Sorins fundust rétt tæplega þrjú kíló af kókaíni og í farangri Georgian-Alian tæplega tvö og hálft kíló. Við mælingu á efnunum kom í ljós að styrkleiki þeirra var 85 og 86 prósent. Málið, sem er eitt fjölmargra kókaínsmygl mála sem komu upp á nýliðnu ári, var þingfest þann 20. desember. Þar játuðu bræðurnir brot sín sem var dómtekið án frekari sönnunarfærslu þegar verjendur og saksóknari höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði málsins og ákvörðun viðurlaga. Bræðurnir hafa ekki áður gerst sekir um brot svo kunnugt sé. Dómari taldi fyrirliggjandi að bræðurnir hefðu ekki verið eigendur fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til Íslands gegn greiðslu. Af framburði Sorin hjá lögreglu mætti ráða að hann hefði fengið nítján ára bróður sinn Georgian-Alin til aðstoðar við innflutning og hann lítið vitað um raunverulegan tilgang ferðarinnar. Var litið til þess sem og ungs aldurs við ákvörðun refsingu. Þó væri ekki hjá því komist að líta til þess að bræðurnir hefðu framið brotið í félagi. Um væri að ræða verulegt magn af sterku kókaíni. Þótti fjögurra ára fangelsi hæfileg refsing fyrir Georgian-Alian en eldri bróðir hans fékk fimm ára fangelsisdóm. Bræðurnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 12. september, daginn eftir komu þeirra til landsins. 5,5 kílóin af kókaíni voru gerð upptæk og þrjár ferðatöskur sem bræðurnir notuðu sömuleiðis. Þeir þurfa að greiða sakarkostnað og kostnað verjenda, rúmlega þrjár milljónir króna samanlagt.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira