Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Héraðsdómur hafnaði miskabótakröfu Annþórs

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag 64 milljón króna miskabótakröfu sem Annþór Kristján Karlsson krafðist þess að fá greidda úr ríkissjóði. Annþór taldi sig eiga rétt á bótunum vegna eins og hálfs árs vistar á öryggisgangi á Litla hrauni.

Innlent
Fréttamynd

Flugmannsdóttir stefnir líka Arngrími

Lögmaður dóttur Grants Wagstaff sem fórst í flugslysi í Barkárdal sumarið 2015 segir andlát hans mega rekja til stórfellds gáleysis flugmannsins Arngríms Jóhannssonar. Krefst dóttirin 12 milljóna króna miskabóta frá Arngrími og tryggingafélagi hans, Sjóvá.

Innlent
Fréttamynd

Dómur mildaður yfir Sigurði í Skáksambandsmálinu

Landsréttur mildaði í dag refsingu Sigurðar Ragnars Kristinssonar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða. Sigurður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar en Landsréttur stytti refsinguna í þrjú og hálft ár.

Innlent
Fréttamynd

Engin vettvangsferð að svo stöddu

Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu sér að svo stöddu ekki ástæðu til þess að farið verði í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaðinum.

Innlent
Fréttamynd

Vinur Pól­stjörnu­manna tekur á sig alla sök og segist plagaður af sam­visku­biti

Þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði neituðu allir sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Íslendingur, sem sendi lögreglu, saksóknara og verjendum bréf þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslunni, hélt frásögn sinni til streitu við aðalmeðferð málsins og segist plagaður af samviskubiti.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar

Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra.

Innlent