Angjelin játar en segist hafa verið einn að verki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2021 08:40 Murat Selivrada er sá eini af fjórum ákærðu sem mættur er í dómssal. Hann er ekki í gæsluvarðhaldi ólíkt hinum karlmönnunum, Angjelin Serkaj og Shpetim Qerimi. Murat neitaði sök og Angjelin segist hafa verið einn að verki. Vísir/Vilhelm Angjelin Serkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann réð Armando Beqirai bana í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Hin þrjú sem ákærð eru fyrir manndráp í samráði neituðu öll sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þingfestingin var með óhefðbundnu formi og gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þannig tók nokkurn tíma að ná sambandi við fangelsið á Hólmsheiði þar sem Angjelin og Shpetim Qerimi eru í gæsluvarðhaldi. Þrjú nei og eitt afdráttarlaust já Sverrir Halldórsson, verjandi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, mætti með umboð fyrir hennar hönd. Claudia, sem er unnusta Angjelin, neitar sök en hennar þáttur er sagður hafa verið sá að fylgjast með bílum í eigu Armando við hús á Rauðarárstíg og láta vita þegar þeir yrðu hreyfðir. Murat mætti jakkafataklæddur í dómsal ásamt Geir Gestssyni lögmanni sínum. Murat neitaði sök í málinu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hans þáttur á að hafa verið sá að benda Claudiu á bílana sem hún átti að fylgjast með. Í framhaldinu náðist loks fjarfundarsamband við gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Fyrst mætti Shpetim Qerimi og sagðist neita sök í málinu. Honum er gefið að sök að hafa ekið bíl með Angjelin innanborðs þar sem þeir veittu Armando eftirför heim til hans. Sömuleiðis að hafa ekið á brott með Angjelin alla leið í Varmahlíð í Skagafirði eftir morðið. Frá aðgerðum lögreglu í Rauðagerði 14. febrúar síðastliðinn. Þá var komið að Angjelin. Lögregla sagði á blaðamannafundi í apríl að Angjelin hefði játað á sig verknaðinn og hann stóð við þá yfirlýsingu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hann er sakaður um að hafa banað Armando með níu byssuskotum fyrir utan heimili hans í Rauðagerði. Angjelin var afdráttarlaus. Hann játaði á sig sakarefnið og lagði áherslu á að hann einn væri sekur um verknaðinn. Angjelin játaði á sig morðið í dag og segist hafa verið einn að verki. Í framhaldinu lagði Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari til að aðalmeðferð í málinu færi fram í haust. Ljóst væri að ekki tækist að rétta í málinu fyrr en þá. Varð mánudagurinn 13. september fyrir valinu og sækjendur og verjendur beðnir um að taka vikuna frá. Það er því ljóst að dómari gerir ráð fyrir að aðalmeðferðin standi í það minnsta eina viku. Blaðamaður sat þingfestingu málsins í héraði í dag og greindi jafnóðum frá því sem fram fór í vaktinni að neðan.
Hin þrjú sem ákærð eru fyrir manndráp í samráði neituðu öll sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þingfestingin var með óhefðbundnu formi og gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þannig tók nokkurn tíma að ná sambandi við fangelsið á Hólmsheiði þar sem Angjelin og Shpetim Qerimi eru í gæsluvarðhaldi. Þrjú nei og eitt afdráttarlaust já Sverrir Halldórsson, verjandi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, mætti með umboð fyrir hennar hönd. Claudia, sem er unnusta Angjelin, neitar sök en hennar þáttur er sagður hafa verið sá að fylgjast með bílum í eigu Armando við hús á Rauðarárstíg og láta vita þegar þeir yrðu hreyfðir. Murat mætti jakkafataklæddur í dómsal ásamt Geir Gestssyni lögmanni sínum. Murat neitaði sök í málinu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hans þáttur á að hafa verið sá að benda Claudiu á bílana sem hún átti að fylgjast með. Í framhaldinu náðist loks fjarfundarsamband við gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Fyrst mætti Shpetim Qerimi og sagðist neita sök í málinu. Honum er gefið að sök að hafa ekið bíl með Angjelin innanborðs þar sem þeir veittu Armando eftirför heim til hans. Sömuleiðis að hafa ekið á brott með Angjelin alla leið í Varmahlíð í Skagafirði eftir morðið. Frá aðgerðum lögreglu í Rauðagerði 14. febrúar síðastliðinn. Þá var komið að Angjelin. Lögregla sagði á blaðamannafundi í apríl að Angjelin hefði játað á sig verknaðinn og hann stóð við þá yfirlýsingu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hann er sakaður um að hafa banað Armando með níu byssuskotum fyrir utan heimili hans í Rauðagerði. Angjelin var afdráttarlaus. Hann játaði á sig sakarefnið og lagði áherslu á að hann einn væri sekur um verknaðinn. Angjelin játaði á sig morðið í dag og segist hafa verið einn að verki. Í framhaldinu lagði Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari til að aðalmeðferð í málinu færi fram í haust. Ljóst væri að ekki tækist að rétta í málinu fyrr en þá. Varð mánudagurinn 13. september fyrir valinu og sækjendur og verjendur beðnir um að taka vikuna frá. Það er því ljóst að dómari gerir ráð fyrir að aðalmeðferðin standi í það minnsta eina viku. Blaðamaður sat þingfestingu málsins í héraði í dag og greindi jafnóðum frá því sem fram fór í vaktinni að neðan.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira