Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustunum og skyldum úrræðum fyrir árið 2020.
Í 92 aðgerðum var um að ræða hlustun síma og 49 útskrift á gagnanotkun farsíma. Í 46 tilvikum snérust aðgerðirnar um eftirfararbúnað og 28 hlustunarbúnað. Í langflestum tilvikum var um að ræða aðgerðir af hálfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Alls tengdust 295 aðgerðir meintum fíkniefnabrotum, ellefu kynferðisbrotum og 22 auðgunarbrotum eða peningaþvætti.
Í skýrslunni segir að samkvæmt athugasemdum við frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála frá 2016 hafi staðið til að tryggja að hægt væri að rekja hverjir hefðu aðgang að upplýsingum sem aflað hefði verið með aðgerð.
Ekki væri unnt að tryggja að ákvæðum um eyðingu gagna væri fullnægt nema haldið væri utan um þau. Kerfin séu á ábyrgð og í eigu ríkislögreglustjóra en erindum ríkissaksóknara hvað þetta varðar hafi ekki verið svarað.
„Verður ríkissaksóknari enn og aftur að lýsa vonbrigðum með að fyrirspurnum hans sé ekki svarað en þessar tafir á nauðsynlegum breytingum á hugbúnaði hamlar ríkissaksóknara í að sinna eftirlitsskyldum sínum með viðunandi hætti.“