Verður ekki sendur aftur heim þar sem hann var pyntaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 16:04 Landsréttur dæmdi í dag úrskurð kærunefndar útlendingamála ógildan. Vísir/Vilhelm Hælisleitandi frá Sri Lanka, sem synjað var um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi í ágúst 2018, mun ekki þurfa að fara úr landi. Þetta dæmdi Landsréttur í dag. Maðurinn er talinn í verulegri hættu í heimalandi sínu en hann tilheyrir þar minnihlutahópi og segist hafa verið pyntaður í haldi yfirvalda. Landsréttur dæmdi í dag í máli mannsins, sem kom hingað til lands í mars 2017, og staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá febrúar 2020. Í ágúst 2017 úrskurðaði kærunefnd útlendingamála að manninum skyldi synjað um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Nefndin mat svo að frásögn mannsins af því að hafa sætt varðhaldi og pyntingum ótrúverðuga. Maðurinn er af tamílskum uppruna en á Srí Lanka eru Tamílar jafnan taldir tengjast LTTE-samtökunum sem var ein stríðandi fylkinga í borgarastríðinu sem háð var á árunum 1983-2009. Útlendingastofnun taldi manninn ekki vera í hættu sneri hann aftur til landsins, þar sem nefndin taldi aðstæður Tamíla og þeirra sem grunaðir væru um tengsl við LTTE-samtökin hafa verulega batnað á síðustu árum. Var haldið í einangrun og pyntaður Maðurinn hafði í viðtali hjá Útlendingastofnun greint frá því að hann hafi verið handtekinn á Sri Lanka vegna þess að bróðir hans hafi verið í LTTE-samtökunum. Bróðir hans hafi verið settur í pyndingarbúðir í þrjá mánuði eftir stríði á Sri Lanka en hann hafi síðan flúið. Árið 2013 hafi herinn svo komið heim til mannsins og leitað að bróðurnum en þegar fjölskyldan hafi sagst ekki vita um hann hafi elsti bróðir mannsins verið handtekinn. Síðan hafi ekkert til hans spurst. Þá hafi LTTE-samtökin verið með búðir í húsi fjölskyldunnar á meðan á stríðinu stóð og hafi húsið verið jafnað við jörðu. Maðurinn teldi fjölskyldu sína ekki örugga í Sri Lanka. Síðar, í september 2017, fór maðurinn í annað viðtal hjá Útlendingastofnun þar sem hann greindi frá því að herinn á Sri Lanka hefði handtekið hann og haldið honum í þrjá daga. Hann hafi verið settur í myrkan einangrunarklefa og honum verið haldið þar í á annan sólarhring. Hann hafi einnig verið leiddur í kjallaraherbergi þar sem honum hafi verið gert að fara úr fötunum, hendur hans verið bundnar fyrir aftan bak og hann þvingaður niður á hné. Þar hafi hann verið barinn með plaströri á iljarnar. Þá greindi maðurinn frá því að elsti bróðir hans hafi verið pyntaður og handtekinn í návist hans og ekkert hafi spurst til hans síðan. Jafnframt hafi vinur hans verið numinn á brott og lík hans fundist þremur dögum síðar. Faðir hans hafi einnig verið drepinn af hernum á Sri Lanka stuttu eftir að maðurinn fæddist. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli mannsins, sem kom hingað til lands í mars 2017, og staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá febrúar 2020. Í ágúst 2017 úrskurðaði kærunefnd útlendingamála að manninum skyldi synjað um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Nefndin mat svo að frásögn mannsins af því að hafa sætt varðhaldi og pyntingum ótrúverðuga. Maðurinn er af tamílskum uppruna en á Srí Lanka eru Tamílar jafnan taldir tengjast LTTE-samtökunum sem var ein stríðandi fylkinga í borgarastríðinu sem háð var á árunum 1983-2009. Útlendingastofnun taldi manninn ekki vera í hættu sneri hann aftur til landsins, þar sem nefndin taldi aðstæður Tamíla og þeirra sem grunaðir væru um tengsl við LTTE-samtökin hafa verulega batnað á síðustu árum. Var haldið í einangrun og pyntaður Maðurinn hafði í viðtali hjá Útlendingastofnun greint frá því að hann hafi verið handtekinn á Sri Lanka vegna þess að bróðir hans hafi verið í LTTE-samtökunum. Bróðir hans hafi verið settur í pyndingarbúðir í þrjá mánuði eftir stríði á Sri Lanka en hann hafi síðan flúið. Árið 2013 hafi herinn svo komið heim til mannsins og leitað að bróðurnum en þegar fjölskyldan hafi sagst ekki vita um hann hafi elsti bróðir mannsins verið handtekinn. Síðan hafi ekkert til hans spurst. Þá hafi LTTE-samtökin verið með búðir í húsi fjölskyldunnar á meðan á stríðinu stóð og hafi húsið verið jafnað við jörðu. Maðurinn teldi fjölskyldu sína ekki örugga í Sri Lanka. Síðar, í september 2017, fór maðurinn í annað viðtal hjá Útlendingastofnun þar sem hann greindi frá því að herinn á Sri Lanka hefði handtekið hann og haldið honum í þrjá daga. Hann hafi verið settur í myrkan einangrunarklefa og honum verið haldið þar í á annan sólarhring. Hann hafi einnig verið leiddur í kjallaraherbergi þar sem honum hafi verið gert að fara úr fötunum, hendur hans verið bundnar fyrir aftan bak og hann þvingaður niður á hné. Þar hafi hann verið barinn með plaströri á iljarnar. Þá greindi maðurinn frá því að elsti bróðir hans hafi verið pyntaður og handtekinn í návist hans og ekkert hafi spurst til hans síðan. Jafnframt hafi vinur hans verið numinn á brott og lík hans fundist þremur dögum síðar. Faðir hans hafi einnig verið drepinn af hernum á Sri Lanka stuttu eftir að maðurinn fæddist.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent