Njarðvíkingar yfir hundrað stigin í fyrsta sinn í sjö ár Njarðvíkingar tryggðu sér oddaleik í Stykkishólmi á fimmtudaginn með því að vinna 15 stiga heimasigur á Snæfelli í gær, 105-90, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 26. mars 2013 09:15
Fær aðstoðarþjálfarinn góða afmælisgjöf í kvöld? Örvar Þór Kristjánsson, aðstoðarþjálfari Einars Árna Jóhannssonar hjá karlaliði Njarðvíkur, heldur upp á 36 ára afmæli sitt í dag en afmælisdagurinn mun þó örugglega snúast að mestu í kringum annan leik Njarðvíkur og Snæfells í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla. Körfubolti 25. mars 2013 16:45
Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. Körfubolti 25. mars 2013 15:30
Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Grindavík 78-102 | Grindavík í undanúrslit Grindavík tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla. Liðið vann þá afar sannfærandi sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Grindavík mætir KR í undanúrslitunum. Körfubolti 25. mars 2013 14:54
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 105-90 | Oddaleikur í Hólminum Njarðvíkingar sigruðu Snæfell, 105-90 og jöfnuðu einvígið í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Suðurnesjapiltar voru komnir með bakið upp við vegg og urðu að vinna til þess knýja fram oddaleik í Stykkishólmi. Körfubolti 25. mars 2013 14:53
Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. Körfubolti 25. mars 2013 14:38
Yfirlýsing frá Jovan: Það ósanngjarnasta á ferlinum Jovan Zdravevski, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar, hefur sent karfan.is yfirlýsingu vegna brottrekstrarvillunnar sem var dæmd á hann í gær í öðrum leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 25. mars 2013 13:44
Flake ekki með gott sigurhlutfall í úrslitakeppninni Darrell Flake og félagar í Þór Þorlákshöfn eru komnir í sumarfrí eftir að KR-ingar sópuðu þeim út úr úrslitakeppni Dominos-deild karla í gær. Flake hefur spilað hér með hléum frá 2002 en hefur aldrei komist upp úr átta liða úrslitunum á Íslandi. Körfubolti 25. mars 2013 11:15
Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið. Körfubolti 25. mars 2013 09:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87. Körfubolti 24. mars 2013 00:01
Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór 93-83 | KR komið í undanúrslit KR sigraði Þór frá Þorlákshöfn 93-83 og er komið í undanúrslit Dominosdeildar karla í körfubolta. KR lagði grunninn að sigrinum strax í upphafi en liðið var með forystuna allan leikinn. Körfubolti 24. mars 2013 00:01
Martin átti metið bara í sólarhring - Elvar nú sá yngsti Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Martin Hermannsson hafi sett nýtt met á fimmtudagskvöldið með því að vera yngsti leikmaðurinn sem nær að skora yfir 30 stig í einum í leik í úrslitakeppni karla í körfubolta. Körfubolti 23. mars 2013 10:00
Tók metið af liðsfélaga sínum KR-ingurinn Martin Hermannsson varð á fimmtudagskvöldið yngsti leikmaðurinn í sögu úrslitakeppninnar í körfubolta til að rjúfa 30 stiga múrinn. Hann bætti sex ára met liðsfélaga síns, Brynjars Þórs Björnssonar, þegar hann skoraði 33 stig í sigri á Þór í Þ Körfubolti 23. mars 2013 06:00
Snæfell skoraði sjö síðustu stigin og vann með minnsta mun Snæfellingar eru komnir í 1-0 í einvígi sínu á móti Njarðvík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla eftir dramatískan 79-78 sigur í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 22. mars 2013 21:42
Haukar tryggðu sér sæti í Dominos-deildinni Haukar endurheimtu sæti sitt í úrvalsdeild karla eftir 28 stiga sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld, 98-70. Haukar tryggðu sér þar með efsta sætið í 1. deildinni en það sæti skilar sæti í Dominos-deildinni á næsta tímabili. Körfubolti 22. mars 2013 20:12
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 103-86 Grindvíkingar eru komnir yfir í einvígi sínu gegn Skallagrími í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Domino's deildarinnar. Grindvíkingar höfðu betur í Röstinni í kvöld, 103-86 í kaflaskiptum leik. Körfubolti 22. mars 2013 18:30
Upphitun: Grindavík - Skallagrímur Úrslitakeppni Dominos-deildar karla heldur áfram í kvöld. Íslandsmeistarar Grindavíkur hefja sína atlögu að titlinum á heimavelli í kvöld þar sem Skallagrimur kemur í heimsókn. Körfubolti 22. mars 2013 13:00
Upphitun: Snæfell - Njarðvík Úrslitakeppni Dominos-deildar karla heldur áfram í kvöld. Sannkallaður stórleikur fer fram í Fjárhúsinu í Stykkishólmi klukkan 20.00 er Snæfell tekur á móti Njarðvík. Körfubolti 22. mars 2013 10:00
Yngstur í góðum hópi Hinn 18 ára gamli Elvar Már Friðriksson varð fimmti Íslendingurinn í sögunni sem skorar yfir 19 stig að meðaltali fyrir Njarðvík á einu tímabili. Körfubolti 22. mars 2013 06:00
Ingi Þór verður með Snæfell til ársins 2016 Ingi Þór Steinþórsson hefur gert nýjan samning við Snæfell og mun því starfa í Stykkishólmi í það minnsta til ársins 2016. Ingi Þór gerði Snæfell að Íslandsmeisturum og bikarmeisturum karla vorið 2010 og stelpurnar hafa náð sínum besta árangri undir hans stjórn. Þetta kemur fram á karfan.is. Körfubolti 21. mars 2013 22:57
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 102-86 Stjarnan vann Keflavík, 102-86, í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn fór fram í Ásgarði. Þetta var fyrsti leikur liðanna í einvíginu en liðið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í undanúrslitin. Jovan Zdravevski, Justin Shouse og Jarrid Frye voru allir frábærir í liði Stjörnunnar og leiddu lið sitt til sigurs. Körfubolti 21. mars 2013 18:15
30. úrslitakeppnin hefst í kvöld - tölurnar tala Átta liða úrslit úrslitakeppni Dominos-deildar karla hefjast í kvöld með tveimur leikjum en þetta er 30. úrslitakeppnin frá upphafi. Sú fyrsta fór fram 1984 og innihélt þá bara fjögur lið en nú keppa átta lið um Íslandsmeistarabikarinn í sautjánda sinn. Körfubolti 21. mars 2013 14:12
Upphitun fyrir úrslitakeppnina: Stjarnan - Keflavík Úrslitakeppnin í Dominos-deild karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Þór tekur þá á móti KR á sama tíma og Keflavík sækir Stjörnuna heim. Körfubolti 21. mars 2013 13:45
Umfjöllun og viðtöl: Þór - KR 83 - 121 KR-ingar sendu sterk skilaboð með 38 stiga sigri sínum í Þorlákshöfn í úrslitakeppni Dominos deild karla í kvöld. Allt frá fyrstu sekúndum leiksins voru gestirnir mun sterkari og þeir einfaldlega gengu frá leiknum í öðrum leikhluta. Körfubolti 21. mars 2013 10:53
Upphitun fyrir úrslitakeppnina: Þór - KR Úrslitakeppnin í Dominos-deild karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Þór tekur þá á móti KR á sama tíma og Keflavík sækir Stjörnuna heim. Körfubolti 21. mars 2013 10:45
Sjö ára eltingarleik lokið? Justin Shouse ætlar sér að verða Íslandsmeistari í körfubolta. Nú er lag því hann telur Stjörnuliðið í dag það besta síðan hann mætti í Garðabæinn árið 2008. Vonbrigði síðasta tímabils munu ekki endurtaka sig. Körfubolti 21. mars 2013 08:00
Hvaða fjögur lið fara áfram í undanúrslitin? Fréttablaðið fékk fulltrúa KFÍ, ÍR, Tindastóls og Fjölnis til að spá hvaða lið vinni einvígin í 8 liða úrslitunum. Körfubolti 21. mars 2013 07:00
Skref og aftur skref Í körfubolta eru sett takmörk á hve mörg skref leikmaður má taka þegar hann er kominn með vald á boltanum. Óli Geir Jónsson, leikmaður Reynis í Sandgerði sem leikur í 1. deildinni, lét reyna á regluna í leik liðsins gegn ÍA í janúar. Körfubolti 20. mars 2013 14:28
Svona vann Grindavík titilinn Grindvíkingar unnu dramatískan sigur á Þór í Þorlákshöfn í lokaleik Íslandsmótsins í körfuknattleik karla á síðustu leiktíð. Leikurinn var rifjaður upp í upphitunarþætti fyrir úrslitakeppnina á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Körfubolti 20. mars 2013 12:05
Frábær á réttum tíma Stjörnuframmistaða Guðmundur Jónssonar var öðru fremur til þess að Þór úr Þorlákshöfn tryggði sér annað sætið í Dominos-deild karla. Körfubolti 20. mars 2013 06:00