Fimmtán ára rútína hjá Loga á leikdegi Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2015 08:00 Logi Gunnarsson spilaði frábærlega til að byrja með á móti KR í fyrsta leiknum en lenti snemma í villuvandræðum. Vísir/Stefán „Við erum bara brattir,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, við Fréttablaðið, aðspurður hvernig andinn sé í herbúðum Njarðvíkinga eftir skellinn sem liðið fékk í fyrsta leiknum gegn Íslands- og deildarmeisturum KR í undanúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta. Annar leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld. „Við förum bara á æfingar á milli þessara leikja og reynum að fínpússa þá hluti sem miður fóru. Við reynum að breyta einhverju hjá okkur en stressum okkur ekkert yfir því hversu slakir við vorum í sóknarleiknum,“ segir Logi.Verðum að halda áfram Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leiknum með 17 stigum og skoruðu aðeins 32 stig í þremur síðustu leikhlutunum eftir að skora 28 í þeim fyrsta og vera ellefu stigum yfir, 33-22, í byrjun annars leikhluta. „Þetta hrundi allt hjá okkur,“ segir Logi. „Mér fannst við verða ragir þegar þeir komu með þetta áhlaup og jöfnuðu leikinn. Þeir sýndu meiri grimmd í varnarleiknum og við vorum ekki eins ákveðnir og þegar við komumst í þessa góðu forystu.“ Logi byrjaði leikinn frábærlega og skoraði 17 stig á fyrstu tólf mínútunum áður en hann þurfti frá að hverfa úr fyrri hálfleikinn eftir að fá sína þriðju villu. „Það hafði auðvitað sitt að segja. Við náðum bara aldrei taktinum aftur og vorum fljótlega komnir út úr því sem við ætluðum að gera. Þetta gerðist hjá KR líka í byrjun leiks en þeir héldu áfram og það verðum við að gera líka,“ segir Logi sem hefur ekki áhyggjur af Njarðvík þó liðið hafi spilað illa í einum leik í úrslitakeppninni. „Ég held að ef við spilum eins og á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum verði þetta allt í lagi. Þó það komi vondar sóknir inn á milli megum við ekki hætta að gera það sem við ætlum að gera. Nú höfum við átt einn slakan leik af sex í úrslitakeppninni en það kostaði þó ekki meira en það.“ Logi segir engan ótta í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir stórtapið í DHL-höllinni: „Alls ekki. Menn töluðu um það inni í klefa eftir leikinn í Vesturbænum að þeir gætu ekki beðið eftir næsta leik,“ segir Logi sem telur KR er ekki ósigrandi. „KR er flott lið og við berum virðingu fyrir því. En það eru mörg önnur góð lið í deildinni og ég tel okkur vera eitt af þeim. KR hefur tapað í vetur og það sýndi að það er hægt að vinna það. Við þurfum bara að spila eins og við gerðum í byrjun leiks og halda út,“ segir Logi Gunnarsson. Stemningin í kringum Njarðvíkurliðið hefur verið góð í úrslitakeppninni og í raun allt tímabilið. Stuðningsmenn þess fylltu Ásgarð tvívegis og fylltu sitt svæði í DHL-höllinni löngu fyrir leik. „Þetta var líka svona í fyrra þegar við vorum einum leik frá því að komast í lokaúrslitin. Það var uppselt á leik í deildinni gegn Keflavík í ár og í fyrra. Við eigum stuðningsfólk sem mætir þó við spilum einn lélegan leik. Við erum mjög heppnir með stuðningsmenn. Ég býst fastlega við því að það verði fullt á móti KR og það þurfi að vísa fólki frá eins og gegn Stjörnunni,“ segir Logi. Á löngum ferli hefur Logi komið sér upp rútínu á leikdegi sem hann víkur ekki frá. „Ég vandist því að fara á morgunæfingar og skjóta þegar ég var í atvinnumennsku og ég hef haldið því áfram hérna heima. Eftir það er svo bara hádegismatur og hvíld. Ég set 160 körfur á leikdegi af ákveðnum mörgum stöðum á vellinum. Þetta hef ég gert í fimmtán ár og er því ekkert að fara að hætta því,“ segir Logi Gunnarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Sjá meira
„Við erum bara brattir,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, við Fréttablaðið, aðspurður hvernig andinn sé í herbúðum Njarðvíkinga eftir skellinn sem liðið fékk í fyrsta leiknum gegn Íslands- og deildarmeisturum KR í undanúrslitum Domino's-deildar karla í körfubolta. Annar leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld. „Við förum bara á æfingar á milli þessara leikja og reynum að fínpússa þá hluti sem miður fóru. Við reynum að breyta einhverju hjá okkur en stressum okkur ekkert yfir því hversu slakir við vorum í sóknarleiknum,“ segir Logi.Verðum að halda áfram Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leiknum með 17 stigum og skoruðu aðeins 32 stig í þremur síðustu leikhlutunum eftir að skora 28 í þeim fyrsta og vera ellefu stigum yfir, 33-22, í byrjun annars leikhluta. „Þetta hrundi allt hjá okkur,“ segir Logi. „Mér fannst við verða ragir þegar þeir komu með þetta áhlaup og jöfnuðu leikinn. Þeir sýndu meiri grimmd í varnarleiknum og við vorum ekki eins ákveðnir og þegar við komumst í þessa góðu forystu.“ Logi byrjaði leikinn frábærlega og skoraði 17 stig á fyrstu tólf mínútunum áður en hann þurfti frá að hverfa úr fyrri hálfleikinn eftir að fá sína þriðju villu. „Það hafði auðvitað sitt að segja. Við náðum bara aldrei taktinum aftur og vorum fljótlega komnir út úr því sem við ætluðum að gera. Þetta gerðist hjá KR líka í byrjun leiks en þeir héldu áfram og það verðum við að gera líka,“ segir Logi sem hefur ekki áhyggjur af Njarðvík þó liðið hafi spilað illa í einum leik í úrslitakeppninni. „Ég held að ef við spilum eins og á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum verði þetta allt í lagi. Þó það komi vondar sóknir inn á milli megum við ekki hætta að gera það sem við ætlum að gera. Nú höfum við átt einn slakan leik af sex í úrslitakeppninni en það kostaði þó ekki meira en það.“ Logi segir engan ótta í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir stórtapið í DHL-höllinni: „Alls ekki. Menn töluðu um það inni í klefa eftir leikinn í Vesturbænum að þeir gætu ekki beðið eftir næsta leik,“ segir Logi sem telur KR er ekki ósigrandi. „KR er flott lið og við berum virðingu fyrir því. En það eru mörg önnur góð lið í deildinni og ég tel okkur vera eitt af þeim. KR hefur tapað í vetur og það sýndi að það er hægt að vinna það. Við þurfum bara að spila eins og við gerðum í byrjun leiks og halda út,“ segir Logi Gunnarsson. Stemningin í kringum Njarðvíkurliðið hefur verið góð í úrslitakeppninni og í raun allt tímabilið. Stuðningsmenn þess fylltu Ásgarð tvívegis og fylltu sitt svæði í DHL-höllinni löngu fyrir leik. „Þetta var líka svona í fyrra þegar við vorum einum leik frá því að komast í lokaúrslitin. Það var uppselt á leik í deildinni gegn Keflavík í ár og í fyrra. Við eigum stuðningsfólk sem mætir þó við spilum einn lélegan leik. Við erum mjög heppnir með stuðningsmenn. Ég býst fastlega við því að það verði fullt á móti KR og það þurfi að vísa fólki frá eins og gegn Stjörnunni,“ segir Logi. Á löngum ferli hefur Logi komið sér upp rútínu á leikdegi sem hann víkur ekki frá. „Ég vandist því að fara á morgunæfingar og skjóta þegar ég var í atvinnumennsku og ég hef haldið því áfram hérna heima. Eftir það er svo bara hádegismatur og hvíld. Ég set 160 körfur á leikdegi af ákveðnum mörgum stöðum á vellinum. Þetta hef ég gert í fimmtán ár og er því ekkert að fara að hætta því,“ segir Logi Gunnarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Sjá meira