Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 79-62 | Njarðvík fékk skell í Vesturbænum Tómas Þór Þórðarson í DHL-Höllinni skrifar 6. apríl 2015 20:30 Stefan Bonneau var stöðvaður í kvöld. Vísir/Valli Íslandsmeistarar KR eru komnir í 1-0 í einvígi sínu gegn Njarðvík í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta eftir stórsigur í fyrstu viðureign liðanna í DHL-höllinni í kvöld, 79-62. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og komist í 11-5. Michael Craion lék lausum hala undir körfunni þar sem Mirko Stefán réð ekkert við tröllið. Njarðvíkingar tvöfölduðu á Craion sem opnaði fyrir skyttur KR. Darri Hilmarsson skoraði þrjá þrista úr þremur skotum í fyrri hálfleik og Helgi Már þrjá úr fjórum skotum. Í stöðunni 19-12 tóku Njarðvíkingar aftur á móti á mikinn sprett. Ólafur Helgi Jónsson og Snorri Hrafnkelsson fóru að spila varnarleikinn eins og höfðingjar undir körfunni, rétt eins og þeir gerðu í einvíginu gegn Stjörnunni. Þeim tókst að tvöfalda vel á Craion sem fór að brenna af skotum, en heimamenn voru aðeins með 37,5 prósent nýtingu úr teignum á móti 80 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik. Lítið jafnvægi en það skiptir engu þegar svona vel gengur fyrir utan teig. Þetta hvatti Njarðvíkinga til dáða og náðu þeir ellefu stiga forskoti, 33-22, á fyrstu sekúndum annars leikhluta. Þarna virtist sem Njarðvík væri búið að finna leiðina til að leggja þetta ógnarsterka KR-lið, en svo var ekki. Síðustu níu mínútur annars leikhluta voru eign KR og rúmlega það. Heimamenn fóru hamförum og skoruðu 28 stig á móti þremur. Staðan í hálfleik 50-36, fjórtán stiga munur. Njarðvíkingar virtust ekki átta sig á hvað var að gerast. Varnarleikurinn molnaði á meðan KR-vörninn datt í gang. Skotin hjá gestunum voru skelfileg og sóknarleikurinn í heild sinni í besta falli kjánalegur. Ekki einu sinni Stefan Bonneau gat bjargað þeim úr klípunni í öðrum leikhluta. Það munaði mikið um að Logi Gunnarsson fékk sína þriðju villu snemma í öðrum leikhluta og sat það sem eftir lifði fyrri hálfleiks á bekknum. Hann er jafnmikilvægur í varnarleiknum og sóknarleiknum fyrir utan hvað hann hefur góð áhrif á leikmennina í kringum sig. Craion fann leiðina framhjá Snorra og Ólafi Helga og þá átti hann í engum vandræðum með að snúa Mirko Stefán af sér sem einnig fékk sína þriðju villu undir lok fyrri hálfleiks. Það skipti engu fyrir KR þó Finnur Atli fengi sína þriðju í fyrri hálfleik. Aðrir gengu í verkin.Vísir/ValliÞeir Njarðvíkingar sem vonuðust eftir alvöru háhlaupi frá sínum mönnum í þriðja leikhluta voru illa sviknir. Njarðvík skoraði aðeins átta stig í þriðja leikhluta rétt eins og í öðrum fjórðung og munurinn fyrir síðustu tíu mínúturnar orðinn 22 stig, 66-44. Ekkert gekk upp hjá Njarðvík sem kristalaðist í slakri spilamennsku Bonneau. Hann hitti varla úr skoti og lét Craion verja frá sér sniðskot. Eftir það var hann settur á bekkinn með aðeins með ellefu stig á 30 mínútum. Þetta er maðurinn sem hefur skorað 35 stig að meðaltali í leik á tímabiilinu. Eina spurningin í síðasta leikhluta var hversu stór sigur KR-inga yrði. Finnur Freyr leyfði sér að byrja að taka sína helstu menn út af þegar fjórar mínútur voru eftir enda ekkert áhlaup í kortunum hjá Njarðvík og leikurinn að fjara út. Logi Gunnarsson reyndi og reyndi, en sá mikli leiðtogi gefst ekkert upp og reyndi að öskra sína menn í gang á sama tíma og hann reyndi að skjóta sig sjálfan í gang. Ekkert gekk hjá honum frekar en öðrum í grænu búningnum. Hann reyndi fimm þriggja stiga skot í seinni hálfleik en hitti aldrei. Hann var þó stigahæstur í liði gestanna með 17 stig. Michael Craion skoraði mest fyrir KR eða 20 stig og tók 15 fráköst. Hann var aðeins stöðvaður í svona fimm mínútur í kvöld. Allt annað átti hann. Helgi Már bætti við 15 stigum og Darri 15 stigum. Þeir voru heitir fyrir utan. KR-ingar gáfu ekkert eftir á síðustu mínútunum og spiluðu varnarleikinn til enda eins og meistaralið. Lokatölur, 79-62. Gríðarlega öruggur og ógnvekjandi sigur KR. Af hverju ógnvekjandi? Jú, þetta KR-lið er ósnertanlegt eins og það spilaði í kvöld. Njarðvík skoraði aðeins 32 stig á síðustu 30 mínútum leiksins eftir að skora 28 stig í fyrsta fjórðung. Þetta eru engin ný tíðindi með KR. Það er ríkjandi Íslands- og deildarmeistari og vann 20 leiki af 22 í deildinni. Því hefur verið haldið fram að KR eigi enn eftir að spila sinn besta leik og kannski var þetta hann. Liðið er úthvílt eftir sóp í átta liða úrslitum með ógnvænlega breidd, reynslu og ótrúlega sterka vörn. Eins og þetta spilaðist í kvöld virðist sem svo að Njarðvík eigi ekkert í KR og öðru Suðurnesjaliði verði sópað í sumarfrí. Friðrik Ingi og Teitur þurfa að gera kraftaverk í sinni vinnu til að koma hausnum í stand hjá sínum mönnum fyrir fimmtudaginn. Ef ekki fer illa.KR-Njarðvík 79-62 (22-28, 28-8, 16-8, 13-18)KR: Michael Craion 20/15 fráköst/4 varin skot, Helgi Már Magnússon 17/5 fráköst, Darri Hilmarsson 15, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 7/7 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 6/6 fráköst, Björn Kristjánsson 5/5 fráköst/3 varin skot, Darri Freyr Atlason 0, Illugi Steingrímsson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0/6 fráköst. Njarðvík: Logi Gunnarsson 17/5 fráköst, Stefan Bonneau 11, Mirko Stefán Virijevic 8/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 6/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 5/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Magnús Már Traustason 4, Ólafur Helgi Jónsson 4/5 fráköst, Ágúst Orrason 2.Vísir/ValliFriðrik Ingi: Fórum í bíltúr með þeim Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, bar sig ágætlega þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn. Hann var eðlilega ekki sáttur við niðurstöðuna. "Svona fljótt á litið held ég að við misstum trúna á það sem við vorum að gera. Eftir að við komumst hressilega inn í leikinn fannst mér við vera að spila frábærlega. Við vorum að gera KR erfitt fyrir," sagði Friðrik Ingi. "Svo þegar þeir skora 3-4 körfur í röð þá missum við dampinn. Við fórum bara í aftursætið og fórum með þeim í bíltúr." "Þetta er gott lið og það er það sem það er því það er gott að refsa. Það þarf að sýna meiri þolinmæði gegn því og meiri aga. Við misstum svolítið fæturnar á kafla og vorum alltaf að elta. " Þjálfarinn var ánægður með stuttan kafla í seinni hálfleik þar sem varnarleikurinn var skárri en skotin bara duttu ekki. "Við náðum góðum kafla í seinni hálfleik þar sem við höldum þeim skorlausum í nokkrar mínútur. Á sama tíma hittum við ekki vel og nýtum ekki tækifærið. Trúna vantaði svolítið þá. Varnarleikurinn var fínn en þegar menn ná ekki að nýta það og skotin vilja ekki detta á sjálfstraustið til að hverfa," sagði Friðrik Ingi, en hvað verður messað yfir strákunum í vikunni fram að næsta leik? "Fyrst og fremst snýst þetta um að við erum ekkert að stressa okkur. Það góða fyrir okkur að hafa spilað svona illa er að við misstum bara einn vinning. Að sama skapi er það vont fyrir KR að fá bara einn vinning þegar það var að spila svona frábærlega," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson.Vísir/ValliBrynjar Þór: Erfitt eftir ellefu daga pásu "Þetta var ekki auðvelt," sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, við Vísi eftir 17 stiga sigurinn á Njarðvík í kvöld. KR var að koma úr ellefu daga pásu en Njarðvík kláraði fimmta leikinn sinn gegn Stjörnunni á Skírdag. "Eftir ellefu daga pásu voru lappirnar þyngri en vanalega. Það er ekkert auðvelt að æfa í ellefu daga pásu þegar maður er að passa sig á að meiðast ekki," sagði Brynjar. "Ég var mjög ánægður með hvernig liðið kom til leiks í öðrum leikhluta. Við vorum allan fyrsta leikhlutann að komast í gang." Stefan Bonneau skoraði aðeins ellefu stig fyrir Njarðvík í kvöld. Hver var lykillinn að því að halda honum niðri? "Vörnin kláraði þetta, alveg eitt, tvö og þrjú. Bonneau er að taka 30 skot í leik og okkar markmið er að láta hann klikka sem oftast. Samkvæmt tölfræðinni á hann eftir að skora yfir 30 stig í leik í þessari rimmu en í dag spiluðum við vel á hann." KR sópaði Grindavík í sumarfrí í átta liða úrslitum og stefnan hjá KR er að gera það sama við Njarðvík. "Auðvitað er stefnan að tapa ekki leik en við sjáum bara til hvernig leikurinn á fimmtudaginn fer. Það er allt annað að vera í Ljónagryfjunni með áhorfendurnar ofan í sér að öskra á sig allan leikinn. Það verður hörku leikur," sagði Brynjar Þór Björnsson.Vísir/ValliFinnur Freyr: Þurfum að vera betri í Ljónagryfjunni "Þetta var gríðarlega sætt," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir stórsigurinn á Njarðvík í kvöld. "Varnarleikurinn var góður en við þurftum að hafa fyrir þessu. Við náðum að þreyta Njarðvíkingana vel, við komandi úr hvíld en þeir úr erfiðri seríu." Finnur sagði KR-liðið ekki vera einbeita sér að því að stoppa bakvarðapar Njarðvíkur, Loga Gunnarsson og Stefan Bonneau, en Stefan skoraði aðeins ellefu stig í kvöld. "Njarðvíkurliðið er hörku gott þannig þú ert ekkert að fara stoppa einn né neinn. Stefan hitti ekki vel í dag en Logi byrjaði geðveikt vel en datt svo í villuvandræði," sagði Finnur. "Þetta datt fyrir okkur í dag. Liðsvinnan og varnarvinnan hjá öllu liðinu var til fyrirmyndar. Það skipti engu máli hverjir komu inn á, allir skiluðu einhverju fyrir liðið." "Við náðum að loka svæðum vel og neyddum þá út úr sínum aðgerðum. Í fyrsta leikhluta náðu þeir að gera það sem þeir vildu á meðan við vorum að bregðast bara við. Eftir það gerðum við heiðarlega tilraun til að beina þeim annað og það hjálpaði til," sagði Finnur Freyr. Þjálfarinn tekur ekkert nema einn vinning úr leiknum í kvöld þó sigurinn hafi verið stór. Hann vill að KR-liðið spili betur í Ljónagryfjunni á fimmtudaginn. "Það skiptir engu hvort maður vinni með einu eða 30 stigum í úrslitakeppninni. Þetta snýst um að vinna leiki. Við erum að fara í gríðarlega erfiðan leik í Ljónagryfjunni. Ég bíð bara spenntur eftir að fá að taka þátt í þeirri veislu sem körfuboltaleikir í úrslitalakeppninni eru í Njarðvík. Við þurfum að vera töluvert betri þar en í dag til að vinna þann leik."[Bein textalýsing]40:00 (79-62) Sautján stiga sigur KR sem er komið í 1-0. Þetta verður erfitt fyrir Njarðvík.38:11 (78-58) Spurningin er hversu stór sigurinn verður.36:14 (76-51) Minni spámenn að koma inn á. Þetta fær bara svona að fjara út...35:00 (75-51) Darri hittir ekki úr þriggja stiga tilraun. Setti þrjá þrista í þremur í fyrri en ekki hitt í seinni. Það skiptir engu máli.33:10 (75-49) Helgi Már hittir ekki fyrir utan en Craion tekur frákastið og skorar. Þetta er áttunda sóknarfrákast Craions og ellefta hjá KR í leiknum.32:30 (71-49) Í þeim töluðu orðum setur Logi niður þrist. Skoppar af hringnum og ofan í. 1 af 4 í seinni hálfleik.31:19 (69-46) Mirko skorar fyrstu stig fjórða leikhlutans. Logi reynir þriggja skot en gengur ekki. Hann er 0 af 3 í seinni hálfleik.30:00 (66-44) Þriðja leikhluta lokið og munurinn 22 stig fyrir síðasta fjórðunginn. Njarðvík þarf að eiga svakalega endurkomu til að vinna þetta. Erfitt að sjá það gerast. Njarðvík skoraði átta stig í leikhlutum tvö og þrjú.28:47 (64-44) Afmælisbarnið Magic með flotta körfu um leið og skotklukkan rennur út. Stekkur til baka og setur niður tvö stig. Munurinn enn 20 stig.27:04 (63-40) Það gengur ekkert hjá Bonneau. Skotin ekki að detta og svo þegar hann heldur að hann sé að fara setja niður einfalt sniðskot birtist Craion og ver skotið með látum.26:16 (63-40) Friðrik Ingi tekur leikhlé. 23 stiga munur.25:45 (61-40) Craion dansar með boltann í teignum óáreittur. Hittir ekki sniðskoti en Finnur tekur frákastið og skutlar boltanum á Brynjar sem setur niður þrist. 21 stigs munur.24:35 (54-40) Logi setur niður sniðskot úr hraðaupphlaupi. Njarðvíkingar þurfa meira en þetta. Virkar eins og KR-liðið sé bara í hlutlausum að rúlla niður brekku. Þetta er svo auðvelt.22:55 (54-36) Njarðvíkingar hitta ekki neitt núna. Craion með einfaldan tvist galopinn undir körfunni.21:15 (52-36) Tvær fyrstu sóknir Njarðvíkur enda með ósköpum. Slakt skot frá Bonneau og svo rennur skotklukkan út. Darri skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Michael Craion er stigahæstur á vellinum og nú þegar kominn með myndarlega tvennu; búinn að skora 15 stig og taka 11 fráköst. Darri er með 14 stig (3 af 3 í þristum) og Helgi Már með 11 stig (3 af 4 í þristum). Hjá Njarðvík er Bonneau stigahæstur með 11 stig og 3 stoðsendingar, en Logi Gunnarsson er með 10 stig. Logi er 2 af 4 í þriggja stiga skotum og Bonneau 2 af 5. KR er búið að hitta úr 8 af 10 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 80 prósent nýtingu en Njarðvík er 5 af 15 sem er 33 prósent nýting. Úr teignum er KR að skjóta 37,5 prósent og Njarðvík 56,2 prósent. KR er að vinna frákastabaráttuna, 22-13. KR er búið að taka 7 sóknarfráköst á móti 4 hjá Njarðvík.20:00 (50-36) Helgi skorar þriggja stiga körfu, hans þriðja í leiknum. Magic býður upp á loftskot hinum megin þegar fimm sekúndur eru eftir. Björn Kristjáns finnur Brynjar Þór undir körfunni um leið og leiktíminn rennur út. KR skoraði 28 stig á móti þremur eftir að Njarðvík komst í 33-22. Svakalegt. Fjórtán stiga munur í hálfleik.19:05 (45-35) Tíu stiga munur. Magni fær sína þriðju villu eftir að keyra niður Snorra í sókninni.17:35 (43-35) Dæmdur ruðningur á Mirko. Þriðja villan hans. Hann og Logi eru báðir með þrjár. Logi er á bekknum hjá Njarðvík þessa stundina. Þetta er ekki gott. Þriggja stiga karfa frá Birni Kristjánssyni. Það rignir þristum hjá KR.16:58 (40-35) Þriðji þristurinn frá Darra úr þremur skotum. Sá er að hitta fyrir utan. Mirko er svo skilinn einn eftir með Craion í næstu sókn og verður að brjóta. Tvö víti og annað niður.16:13 (36-35) Bonneau fær tvö vítaskot og nýtir þau bæði. Heggur á hnútinn fyrir Njarðvík. Sóknarleikur gestanna núna í besta falli vandræðalegur. KR-vörnin flott.15:17 (36-33) Fjórtán stig í röð frá KR. Darri setur niður þriggja stiga skot og Friðrik Ingi tekur leikhlé. Það eru svona sprettir sem gerir KR að besta liði landsins. Það er aldrei sigrað. Ekkert niðri hjá Njarðvík núna.14:30 (33-33) Darri með töfrakörfu eftir fjórfaldan snúning í teignum. Craion bætir við körfu og jafnar leikinn. Ellefu stig í röð frá heimamönnum.12:45 (29-33) Craion aftur farinn að láta til sín taka undir körfunni. Snorri getur ekki stöðvað hann og munurinn fjögur stig allt í einu.11:48 (27-33) Loksins skorar Craion eftir sóknarfrákast og Þórir Þorbjarnar sturtar niður ljúfum þristi. Hvergi smeykur, strákurinn.10:41 (22-33) Magic skorar fyrstu stigin í öðrum leikhluta með skoti úr teignum og Bonneau bætir við þriggja stiga körfu. Frábær varnarleikur í gangi hjá Njarðvík núna.10.00 (22-28) Fyrsti leikhluti búinn. Craion er neyddur í erfitt skot af stuttu færi og hittir ekki þrátt fyrir tvær tilraunir. Bonneau galdrar fram ótrúlega stoðsendingu á Snorra sem kyssir boltann í spjaldið og ofan í um leið og fjórðungurinn er úti. Gestirnir sex stigum yfir.08:58 (22-26) Snotur karfa frá Loga af stuttu færi. Varnarleikur Njarðvíkur flottur. KR-ingar fá bara erfið skot núna. Ólafur Helgi og Snorri halda uppteknum hætti frá rimmunni gegn Stjörnunni.07:32 (21-22) Tvær í röð frá Loga og Njarðvík komið yfir.06:59 (21-19) Þriggja stiga karfa af löngu færi frá Loga og munurinn tvö stig. Vel skotið.05:51 (21-14) Logi brennir af þriggja stiga skoti en flýgur upp í hæstu hæðir sjálfur til að taka frákastið. Friðrik Ingi og Teitur sturlast af gleði á bekknum. Brynjar svarar með sniðskoti hinum megin.05:13 (19-12) Mirko í vandræðum með Craion undir körfunni eins og búast mátti við. Fær sína fyrstu villu og Craion skorar úr báðum vítaskotunum.03:48 (13-10) KR-ingar spila fasta vörn á Bonneau. Hann nær þó með klókindum að koma boltanum út fyrir á Hjört sem skellir niður þriggja stiga skoti.02:40 (11-5) Þriggja stiga karfa frá Darra. Þrjár í röð hjá KR.01:45 (8-3) Helgi Már bætir við þristi fyrir KR en Bonneau svarar með einum slíkum. Helgi fer þá bara aftur upp fyrir utan teig og setur annan þristinn í röð.00:15 (2-0) Craion bakkar með Mirko inn að körfunni og skorar fyrstu stig leiksins.00:01 (0-0) Þetta er byrjað!Fyrir leik: Leikmannakynningin að hefjast. Undanúrslitin í Dominos-deild karla 2015 eru handan við hornið.Fyrir leik: Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, er mættur í húsið. Honum og félögum hans í LF Basket í Svíþjóð var sópað í sumarfrí af Drekunum frá Sundsvall þar sem leika aðrir fjórir landsliðsmenn. Ólafur Björn Loftsson, atvinnukylfingur, er líka mættur í húsið og fleiri þekktir einstaklingar. Það streymir enn inn þó pallarnir séu stappfullir. Þeir sem komu síðastir verða bara að standa.Fyrir leik: Njarðvíkingar koma aftur út á gólfið eftir stutta ferð í klefann og allt verður vitlaust. Stuðningsmenn Njarðvíkur byrja að klappa sína menn í gang og þá taka KR-ingarnir við sér á pöllunum.Fyrir leik: Dómarar leiksins í kvöld eru Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Davíð Kristján Hreiðarsson. Eftirlitsmaður er Rúnar Birgir Gíslason. Kofinn er að fyllast þegar 25 mínútur eru í leik. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, er mættur og situr á VIP-svæðinu með syni sínum, Magnúsi Mána, liðsstjóra knattspyrnuliðs KR.Fyrir leik: Í miðri upphitun Njarðvíkinga standa stuðningsmenn gestanna á fætur og syngja afmælissönginn fyrir Maciej "Magic" Baginski. Hann er tvítugur í dag. Til hamingju, Magic.Fyrir leik: Körfuboltagúrúinn Hörður Túliníus er með nokkra athygliverða tölfræðipunkta á karfan.is sem lesa má hér. Þar kemur meðal annars fram að KR er sterkara liðið þegar kemur að fráköstum en Njarðvík hafi tapað mun færri boltum (10 á móti 15,7) að meðaltali í leik í átta liða úrslitunum. KR tekur færri þriggja stiga skot og nýtir þau betur en Njarðvík. Njarðvíkingar eru með skilvirkari sóknarleik í úrslitakeppninni og skora 1,115 stig að meðaltali í sókn en KR var "aðeins" með 0,998 stig að meðaltali í sókn á móti Grindavík. Skilvirkni varnarleiks KR er þó mun betri en hjá Njarðvík.Fyrir leik: Bóas, hinn grjótharði stuðningsmaður KR, er auðvitað mættur og trommar með SOAD-laginu Chop Suey eins og enginn sé morgundagurinn. Hann er klár, svo mikið er víst!Fyrir leik: Við minnum þá sem ekki eiga heimagengt í kvöld og eru með áskrift að Sportinu hjá 365, að leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Fyrir leik: Eftir að nokkrum herramönnum og goðsögnum úr röðum KR var hleypt inn í salinn voru dyrnar opnaðar 53 mínútum fyrir leik. Inn tóku að streyma fjöldinn allur af Njarðvíkingum sem voru mættir löngu áður. Njarðvíkingar finna lyktina af einhverju ótrúlegu jafnvel þó mótherjinn sé óárennilegur. Stemningin hér í kvöld ætti að vera engu lík.Fyrir leik: Kaninn hjá Njarðvík er auðvitað Stefan Bonneau sem hefur skemmt okkur nánast í hverjum leik síðan hann gekk í raðir liðsins. Hægt er að sjá dæmi um ótrúleg gæði hans hér og hér. Bonneau er að skora 35,7 stig að meðaltali í leik og sumar körfurnar eru ekki úr þessum heimi. Hann skýtur hvaðan sem er af vellinum og setur niður þriggja stiga körfur með menn í andlitinu.Fyrir leik: Michael Craion, miðherji KR, hefur verið frábær á tímabilinu og er stigahæstur með 24,6 stig að meðatali í leik og frákastahæstur með 12,2 stykki í leik að meðaltali. Stóru strákarnir hjá Njarðvík; Mirko Stefán, Ólafur Helgi og Snorri Hrafnkelsson, spiluðu mjög vel á móti Stjörnunni en þar mættu þeim engum í líkingu við Craion. Ólafur Helgi og Snorri þurfa að færa sinn leik upp á næsta þrep ætli þeir að geta hjálpað Mirko með þennan magnaða leikmann.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, verður ekki með í fyrstu leikjum einvígis eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Breiddin í KR-liðinu er svakaleg eins og sást gegn Grindavík þar sem liðið saknaði hans ekkert. Spurning er þó hvernig fer gegn öflugu liði Njarðvíkur sem er með frábæra bakverði í þeim Stefan Bonneau og Loga Gunnarssyni.Fyrir leik: KR er ríkjandi Íslands- og deildarmeistari. Það vann 20 leiki og tapaði aðeins tveimur í Dominos-deildinni en Njarðvík hafnaði í fjórða sæti með 13 sigra og níu töp. KR vann báðar viðureignir liðanna í deildinni með samtals 24 stiga mun og er vitaskuld mun sigurstranglegra.Fyrir leik: KR hefur fengið fína hvíld fyrir þetta einvígi, en það spilaði síðast 26. mars þegar það afgreiddi Grindavík, 3-0, í átta liða úrslitunum. Njarðvík fór alla leið í oddaleik í frábærri rimmu sinni gegn Stjörnunni. Þeir leikir tóku mikið á Njarðvíkurliðið sem spilaði síðast á Skírdag.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í DHL-höllina. Hér verður fylgst með leik KR og Njarðvíkur í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta er fyrsti leikur liðanna. Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira
Íslandsmeistarar KR eru komnir í 1-0 í einvígi sínu gegn Njarðvík í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta eftir stórsigur í fyrstu viðureign liðanna í DHL-höllinni í kvöld, 79-62. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og komist í 11-5. Michael Craion lék lausum hala undir körfunni þar sem Mirko Stefán réð ekkert við tröllið. Njarðvíkingar tvöfölduðu á Craion sem opnaði fyrir skyttur KR. Darri Hilmarsson skoraði þrjá þrista úr þremur skotum í fyrri hálfleik og Helgi Már þrjá úr fjórum skotum. Í stöðunni 19-12 tóku Njarðvíkingar aftur á móti á mikinn sprett. Ólafur Helgi Jónsson og Snorri Hrafnkelsson fóru að spila varnarleikinn eins og höfðingjar undir körfunni, rétt eins og þeir gerðu í einvíginu gegn Stjörnunni. Þeim tókst að tvöfalda vel á Craion sem fór að brenna af skotum, en heimamenn voru aðeins með 37,5 prósent nýtingu úr teignum á móti 80 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik. Lítið jafnvægi en það skiptir engu þegar svona vel gengur fyrir utan teig. Þetta hvatti Njarðvíkinga til dáða og náðu þeir ellefu stiga forskoti, 33-22, á fyrstu sekúndum annars leikhluta. Þarna virtist sem Njarðvík væri búið að finna leiðina til að leggja þetta ógnarsterka KR-lið, en svo var ekki. Síðustu níu mínútur annars leikhluta voru eign KR og rúmlega það. Heimamenn fóru hamförum og skoruðu 28 stig á móti þremur. Staðan í hálfleik 50-36, fjórtán stiga munur. Njarðvíkingar virtust ekki átta sig á hvað var að gerast. Varnarleikurinn molnaði á meðan KR-vörninn datt í gang. Skotin hjá gestunum voru skelfileg og sóknarleikurinn í heild sinni í besta falli kjánalegur. Ekki einu sinni Stefan Bonneau gat bjargað þeim úr klípunni í öðrum leikhluta. Það munaði mikið um að Logi Gunnarsson fékk sína þriðju villu snemma í öðrum leikhluta og sat það sem eftir lifði fyrri hálfleiks á bekknum. Hann er jafnmikilvægur í varnarleiknum og sóknarleiknum fyrir utan hvað hann hefur góð áhrif á leikmennina í kringum sig. Craion fann leiðina framhjá Snorra og Ólafi Helga og þá átti hann í engum vandræðum með að snúa Mirko Stefán af sér sem einnig fékk sína þriðju villu undir lok fyrri hálfleiks. Það skipti engu fyrir KR þó Finnur Atli fengi sína þriðju í fyrri hálfleik. Aðrir gengu í verkin.Vísir/ValliÞeir Njarðvíkingar sem vonuðust eftir alvöru háhlaupi frá sínum mönnum í þriðja leikhluta voru illa sviknir. Njarðvík skoraði aðeins átta stig í þriðja leikhluta rétt eins og í öðrum fjórðung og munurinn fyrir síðustu tíu mínúturnar orðinn 22 stig, 66-44. Ekkert gekk upp hjá Njarðvík sem kristalaðist í slakri spilamennsku Bonneau. Hann hitti varla úr skoti og lét Craion verja frá sér sniðskot. Eftir það var hann settur á bekkinn með aðeins með ellefu stig á 30 mínútum. Þetta er maðurinn sem hefur skorað 35 stig að meðaltali í leik á tímabiilinu. Eina spurningin í síðasta leikhluta var hversu stór sigur KR-inga yrði. Finnur Freyr leyfði sér að byrja að taka sína helstu menn út af þegar fjórar mínútur voru eftir enda ekkert áhlaup í kortunum hjá Njarðvík og leikurinn að fjara út. Logi Gunnarsson reyndi og reyndi, en sá mikli leiðtogi gefst ekkert upp og reyndi að öskra sína menn í gang á sama tíma og hann reyndi að skjóta sig sjálfan í gang. Ekkert gekk hjá honum frekar en öðrum í grænu búningnum. Hann reyndi fimm þriggja stiga skot í seinni hálfleik en hitti aldrei. Hann var þó stigahæstur í liði gestanna með 17 stig. Michael Craion skoraði mest fyrir KR eða 20 stig og tók 15 fráköst. Hann var aðeins stöðvaður í svona fimm mínútur í kvöld. Allt annað átti hann. Helgi Már bætti við 15 stigum og Darri 15 stigum. Þeir voru heitir fyrir utan. KR-ingar gáfu ekkert eftir á síðustu mínútunum og spiluðu varnarleikinn til enda eins og meistaralið. Lokatölur, 79-62. Gríðarlega öruggur og ógnvekjandi sigur KR. Af hverju ógnvekjandi? Jú, þetta KR-lið er ósnertanlegt eins og það spilaði í kvöld. Njarðvík skoraði aðeins 32 stig á síðustu 30 mínútum leiksins eftir að skora 28 stig í fyrsta fjórðung. Þetta eru engin ný tíðindi með KR. Það er ríkjandi Íslands- og deildarmeistari og vann 20 leiki af 22 í deildinni. Því hefur verið haldið fram að KR eigi enn eftir að spila sinn besta leik og kannski var þetta hann. Liðið er úthvílt eftir sóp í átta liða úrslitum með ógnvænlega breidd, reynslu og ótrúlega sterka vörn. Eins og þetta spilaðist í kvöld virðist sem svo að Njarðvík eigi ekkert í KR og öðru Suðurnesjaliði verði sópað í sumarfrí. Friðrik Ingi og Teitur þurfa að gera kraftaverk í sinni vinnu til að koma hausnum í stand hjá sínum mönnum fyrir fimmtudaginn. Ef ekki fer illa.KR-Njarðvík 79-62 (22-28, 28-8, 16-8, 13-18)KR: Michael Craion 20/15 fráköst/4 varin skot, Helgi Már Magnússon 17/5 fráköst, Darri Hilmarsson 15, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 7/7 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 6/6 fráköst, Björn Kristjánsson 5/5 fráköst/3 varin skot, Darri Freyr Atlason 0, Illugi Steingrímsson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0/6 fráköst. Njarðvík: Logi Gunnarsson 17/5 fráköst, Stefan Bonneau 11, Mirko Stefán Virijevic 8/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 6/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 5/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Magnús Már Traustason 4, Ólafur Helgi Jónsson 4/5 fráköst, Ágúst Orrason 2.Vísir/ValliFriðrik Ingi: Fórum í bíltúr með þeim Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, bar sig ágætlega þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn. Hann var eðlilega ekki sáttur við niðurstöðuna. "Svona fljótt á litið held ég að við misstum trúna á það sem við vorum að gera. Eftir að við komumst hressilega inn í leikinn fannst mér við vera að spila frábærlega. Við vorum að gera KR erfitt fyrir," sagði Friðrik Ingi. "Svo þegar þeir skora 3-4 körfur í röð þá missum við dampinn. Við fórum bara í aftursætið og fórum með þeim í bíltúr." "Þetta er gott lið og það er það sem það er því það er gott að refsa. Það þarf að sýna meiri þolinmæði gegn því og meiri aga. Við misstum svolítið fæturnar á kafla og vorum alltaf að elta. " Þjálfarinn var ánægður með stuttan kafla í seinni hálfleik þar sem varnarleikurinn var skárri en skotin bara duttu ekki. "Við náðum góðum kafla í seinni hálfleik þar sem við höldum þeim skorlausum í nokkrar mínútur. Á sama tíma hittum við ekki vel og nýtum ekki tækifærið. Trúna vantaði svolítið þá. Varnarleikurinn var fínn en þegar menn ná ekki að nýta það og skotin vilja ekki detta á sjálfstraustið til að hverfa," sagði Friðrik Ingi, en hvað verður messað yfir strákunum í vikunni fram að næsta leik? "Fyrst og fremst snýst þetta um að við erum ekkert að stressa okkur. Það góða fyrir okkur að hafa spilað svona illa er að við misstum bara einn vinning. Að sama skapi er það vont fyrir KR að fá bara einn vinning þegar það var að spila svona frábærlega," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson.Vísir/ValliBrynjar Þór: Erfitt eftir ellefu daga pásu "Þetta var ekki auðvelt," sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, við Vísi eftir 17 stiga sigurinn á Njarðvík í kvöld. KR var að koma úr ellefu daga pásu en Njarðvík kláraði fimmta leikinn sinn gegn Stjörnunni á Skírdag. "Eftir ellefu daga pásu voru lappirnar þyngri en vanalega. Það er ekkert auðvelt að æfa í ellefu daga pásu þegar maður er að passa sig á að meiðast ekki," sagði Brynjar. "Ég var mjög ánægður með hvernig liðið kom til leiks í öðrum leikhluta. Við vorum allan fyrsta leikhlutann að komast í gang." Stefan Bonneau skoraði aðeins ellefu stig fyrir Njarðvík í kvöld. Hver var lykillinn að því að halda honum niðri? "Vörnin kláraði þetta, alveg eitt, tvö og þrjú. Bonneau er að taka 30 skot í leik og okkar markmið er að láta hann klikka sem oftast. Samkvæmt tölfræðinni á hann eftir að skora yfir 30 stig í leik í þessari rimmu en í dag spiluðum við vel á hann." KR sópaði Grindavík í sumarfrí í átta liða úrslitum og stefnan hjá KR er að gera það sama við Njarðvík. "Auðvitað er stefnan að tapa ekki leik en við sjáum bara til hvernig leikurinn á fimmtudaginn fer. Það er allt annað að vera í Ljónagryfjunni með áhorfendurnar ofan í sér að öskra á sig allan leikinn. Það verður hörku leikur," sagði Brynjar Þór Björnsson.Vísir/ValliFinnur Freyr: Þurfum að vera betri í Ljónagryfjunni "Þetta var gríðarlega sætt," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir stórsigurinn á Njarðvík í kvöld. "Varnarleikurinn var góður en við þurftum að hafa fyrir þessu. Við náðum að þreyta Njarðvíkingana vel, við komandi úr hvíld en þeir úr erfiðri seríu." Finnur sagði KR-liðið ekki vera einbeita sér að því að stoppa bakvarðapar Njarðvíkur, Loga Gunnarsson og Stefan Bonneau, en Stefan skoraði aðeins ellefu stig í kvöld. "Njarðvíkurliðið er hörku gott þannig þú ert ekkert að fara stoppa einn né neinn. Stefan hitti ekki vel í dag en Logi byrjaði geðveikt vel en datt svo í villuvandræði," sagði Finnur. "Þetta datt fyrir okkur í dag. Liðsvinnan og varnarvinnan hjá öllu liðinu var til fyrirmyndar. Það skipti engu máli hverjir komu inn á, allir skiluðu einhverju fyrir liðið." "Við náðum að loka svæðum vel og neyddum þá út úr sínum aðgerðum. Í fyrsta leikhluta náðu þeir að gera það sem þeir vildu á meðan við vorum að bregðast bara við. Eftir það gerðum við heiðarlega tilraun til að beina þeim annað og það hjálpaði til," sagði Finnur Freyr. Þjálfarinn tekur ekkert nema einn vinning úr leiknum í kvöld þó sigurinn hafi verið stór. Hann vill að KR-liðið spili betur í Ljónagryfjunni á fimmtudaginn. "Það skiptir engu hvort maður vinni með einu eða 30 stigum í úrslitakeppninni. Þetta snýst um að vinna leiki. Við erum að fara í gríðarlega erfiðan leik í Ljónagryfjunni. Ég bíð bara spenntur eftir að fá að taka þátt í þeirri veislu sem körfuboltaleikir í úrslitalakeppninni eru í Njarðvík. Við þurfum að vera töluvert betri þar en í dag til að vinna þann leik."[Bein textalýsing]40:00 (79-62) Sautján stiga sigur KR sem er komið í 1-0. Þetta verður erfitt fyrir Njarðvík.38:11 (78-58) Spurningin er hversu stór sigurinn verður.36:14 (76-51) Minni spámenn að koma inn á. Þetta fær bara svona að fjara út...35:00 (75-51) Darri hittir ekki úr þriggja stiga tilraun. Setti þrjá þrista í þremur í fyrri en ekki hitt í seinni. Það skiptir engu máli.33:10 (75-49) Helgi Már hittir ekki fyrir utan en Craion tekur frákastið og skorar. Þetta er áttunda sóknarfrákast Craions og ellefta hjá KR í leiknum.32:30 (71-49) Í þeim töluðu orðum setur Logi niður þrist. Skoppar af hringnum og ofan í. 1 af 4 í seinni hálfleik.31:19 (69-46) Mirko skorar fyrstu stig fjórða leikhlutans. Logi reynir þriggja skot en gengur ekki. Hann er 0 af 3 í seinni hálfleik.30:00 (66-44) Þriðja leikhluta lokið og munurinn 22 stig fyrir síðasta fjórðunginn. Njarðvík þarf að eiga svakalega endurkomu til að vinna þetta. Erfitt að sjá það gerast. Njarðvík skoraði átta stig í leikhlutum tvö og þrjú.28:47 (64-44) Afmælisbarnið Magic með flotta körfu um leið og skotklukkan rennur út. Stekkur til baka og setur niður tvö stig. Munurinn enn 20 stig.27:04 (63-40) Það gengur ekkert hjá Bonneau. Skotin ekki að detta og svo þegar hann heldur að hann sé að fara setja niður einfalt sniðskot birtist Craion og ver skotið með látum.26:16 (63-40) Friðrik Ingi tekur leikhlé. 23 stiga munur.25:45 (61-40) Craion dansar með boltann í teignum óáreittur. Hittir ekki sniðskoti en Finnur tekur frákastið og skutlar boltanum á Brynjar sem setur niður þrist. 21 stigs munur.24:35 (54-40) Logi setur niður sniðskot úr hraðaupphlaupi. Njarðvíkingar þurfa meira en þetta. Virkar eins og KR-liðið sé bara í hlutlausum að rúlla niður brekku. Þetta er svo auðvelt.22:55 (54-36) Njarðvíkingar hitta ekki neitt núna. Craion með einfaldan tvist galopinn undir körfunni.21:15 (52-36) Tvær fyrstu sóknir Njarðvíkur enda með ósköpum. Slakt skot frá Bonneau og svo rennur skotklukkan út. Darri skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Michael Craion er stigahæstur á vellinum og nú þegar kominn með myndarlega tvennu; búinn að skora 15 stig og taka 11 fráköst. Darri er með 14 stig (3 af 3 í þristum) og Helgi Már með 11 stig (3 af 4 í þristum). Hjá Njarðvík er Bonneau stigahæstur með 11 stig og 3 stoðsendingar, en Logi Gunnarsson er með 10 stig. Logi er 2 af 4 í þriggja stiga skotum og Bonneau 2 af 5. KR er búið að hitta úr 8 af 10 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 80 prósent nýtingu en Njarðvík er 5 af 15 sem er 33 prósent nýting. Úr teignum er KR að skjóta 37,5 prósent og Njarðvík 56,2 prósent. KR er að vinna frákastabaráttuna, 22-13. KR er búið að taka 7 sóknarfráköst á móti 4 hjá Njarðvík.20:00 (50-36) Helgi skorar þriggja stiga körfu, hans þriðja í leiknum. Magic býður upp á loftskot hinum megin þegar fimm sekúndur eru eftir. Björn Kristjáns finnur Brynjar Þór undir körfunni um leið og leiktíminn rennur út. KR skoraði 28 stig á móti þremur eftir að Njarðvík komst í 33-22. Svakalegt. Fjórtán stiga munur í hálfleik.19:05 (45-35) Tíu stiga munur. Magni fær sína þriðju villu eftir að keyra niður Snorra í sókninni.17:35 (43-35) Dæmdur ruðningur á Mirko. Þriðja villan hans. Hann og Logi eru báðir með þrjár. Logi er á bekknum hjá Njarðvík þessa stundina. Þetta er ekki gott. Þriggja stiga karfa frá Birni Kristjánssyni. Það rignir þristum hjá KR.16:58 (40-35) Þriðji þristurinn frá Darra úr þremur skotum. Sá er að hitta fyrir utan. Mirko er svo skilinn einn eftir með Craion í næstu sókn og verður að brjóta. Tvö víti og annað niður.16:13 (36-35) Bonneau fær tvö vítaskot og nýtir þau bæði. Heggur á hnútinn fyrir Njarðvík. Sóknarleikur gestanna núna í besta falli vandræðalegur. KR-vörnin flott.15:17 (36-33) Fjórtán stig í röð frá KR. Darri setur niður þriggja stiga skot og Friðrik Ingi tekur leikhlé. Það eru svona sprettir sem gerir KR að besta liði landsins. Það er aldrei sigrað. Ekkert niðri hjá Njarðvík núna.14:30 (33-33) Darri með töfrakörfu eftir fjórfaldan snúning í teignum. Craion bætir við körfu og jafnar leikinn. Ellefu stig í röð frá heimamönnum.12:45 (29-33) Craion aftur farinn að láta til sín taka undir körfunni. Snorri getur ekki stöðvað hann og munurinn fjögur stig allt í einu.11:48 (27-33) Loksins skorar Craion eftir sóknarfrákast og Þórir Þorbjarnar sturtar niður ljúfum þristi. Hvergi smeykur, strákurinn.10:41 (22-33) Magic skorar fyrstu stigin í öðrum leikhluta með skoti úr teignum og Bonneau bætir við þriggja stiga körfu. Frábær varnarleikur í gangi hjá Njarðvík núna.10.00 (22-28) Fyrsti leikhluti búinn. Craion er neyddur í erfitt skot af stuttu færi og hittir ekki þrátt fyrir tvær tilraunir. Bonneau galdrar fram ótrúlega stoðsendingu á Snorra sem kyssir boltann í spjaldið og ofan í um leið og fjórðungurinn er úti. Gestirnir sex stigum yfir.08:58 (22-26) Snotur karfa frá Loga af stuttu færi. Varnarleikur Njarðvíkur flottur. KR-ingar fá bara erfið skot núna. Ólafur Helgi og Snorri halda uppteknum hætti frá rimmunni gegn Stjörnunni.07:32 (21-22) Tvær í röð frá Loga og Njarðvík komið yfir.06:59 (21-19) Þriggja stiga karfa af löngu færi frá Loga og munurinn tvö stig. Vel skotið.05:51 (21-14) Logi brennir af þriggja stiga skoti en flýgur upp í hæstu hæðir sjálfur til að taka frákastið. Friðrik Ingi og Teitur sturlast af gleði á bekknum. Brynjar svarar með sniðskoti hinum megin.05:13 (19-12) Mirko í vandræðum með Craion undir körfunni eins og búast mátti við. Fær sína fyrstu villu og Craion skorar úr báðum vítaskotunum.03:48 (13-10) KR-ingar spila fasta vörn á Bonneau. Hann nær þó með klókindum að koma boltanum út fyrir á Hjört sem skellir niður þriggja stiga skoti.02:40 (11-5) Þriggja stiga karfa frá Darra. Þrjár í röð hjá KR.01:45 (8-3) Helgi Már bætir við þristi fyrir KR en Bonneau svarar með einum slíkum. Helgi fer þá bara aftur upp fyrir utan teig og setur annan þristinn í röð.00:15 (2-0) Craion bakkar með Mirko inn að körfunni og skorar fyrstu stig leiksins.00:01 (0-0) Þetta er byrjað!Fyrir leik: Leikmannakynningin að hefjast. Undanúrslitin í Dominos-deild karla 2015 eru handan við hornið.Fyrir leik: Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, er mættur í húsið. Honum og félögum hans í LF Basket í Svíþjóð var sópað í sumarfrí af Drekunum frá Sundsvall þar sem leika aðrir fjórir landsliðsmenn. Ólafur Björn Loftsson, atvinnukylfingur, er líka mættur í húsið og fleiri þekktir einstaklingar. Það streymir enn inn þó pallarnir séu stappfullir. Þeir sem komu síðastir verða bara að standa.Fyrir leik: Njarðvíkingar koma aftur út á gólfið eftir stutta ferð í klefann og allt verður vitlaust. Stuðningsmenn Njarðvíkur byrja að klappa sína menn í gang og þá taka KR-ingarnir við sér á pöllunum.Fyrir leik: Dómarar leiksins í kvöld eru Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Davíð Kristján Hreiðarsson. Eftirlitsmaður er Rúnar Birgir Gíslason. Kofinn er að fyllast þegar 25 mínútur eru í leik. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, er mættur og situr á VIP-svæðinu með syni sínum, Magnúsi Mána, liðsstjóra knattspyrnuliðs KR.Fyrir leik: Í miðri upphitun Njarðvíkinga standa stuðningsmenn gestanna á fætur og syngja afmælissönginn fyrir Maciej "Magic" Baginski. Hann er tvítugur í dag. Til hamingju, Magic.Fyrir leik: Körfuboltagúrúinn Hörður Túliníus er með nokkra athygliverða tölfræðipunkta á karfan.is sem lesa má hér. Þar kemur meðal annars fram að KR er sterkara liðið þegar kemur að fráköstum en Njarðvík hafi tapað mun færri boltum (10 á móti 15,7) að meðaltali í leik í átta liða úrslitunum. KR tekur færri þriggja stiga skot og nýtir þau betur en Njarðvík. Njarðvíkingar eru með skilvirkari sóknarleik í úrslitakeppninni og skora 1,115 stig að meðaltali í sókn en KR var "aðeins" með 0,998 stig að meðaltali í sókn á móti Grindavík. Skilvirkni varnarleiks KR er þó mun betri en hjá Njarðvík.Fyrir leik: Bóas, hinn grjótharði stuðningsmaður KR, er auðvitað mættur og trommar með SOAD-laginu Chop Suey eins og enginn sé morgundagurinn. Hann er klár, svo mikið er víst!Fyrir leik: Við minnum þá sem ekki eiga heimagengt í kvöld og eru með áskrift að Sportinu hjá 365, að leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Fyrir leik: Eftir að nokkrum herramönnum og goðsögnum úr röðum KR var hleypt inn í salinn voru dyrnar opnaðar 53 mínútum fyrir leik. Inn tóku að streyma fjöldinn allur af Njarðvíkingum sem voru mættir löngu áður. Njarðvíkingar finna lyktina af einhverju ótrúlegu jafnvel þó mótherjinn sé óárennilegur. Stemningin hér í kvöld ætti að vera engu lík.Fyrir leik: Kaninn hjá Njarðvík er auðvitað Stefan Bonneau sem hefur skemmt okkur nánast í hverjum leik síðan hann gekk í raðir liðsins. Hægt er að sjá dæmi um ótrúleg gæði hans hér og hér. Bonneau er að skora 35,7 stig að meðaltali í leik og sumar körfurnar eru ekki úr þessum heimi. Hann skýtur hvaðan sem er af vellinum og setur niður þriggja stiga körfur með menn í andlitinu.Fyrir leik: Michael Craion, miðherji KR, hefur verið frábær á tímabilinu og er stigahæstur með 24,6 stig að meðatali í leik og frákastahæstur með 12,2 stykki í leik að meðaltali. Stóru strákarnir hjá Njarðvík; Mirko Stefán, Ólafur Helgi og Snorri Hrafnkelsson, spiluðu mjög vel á móti Stjörnunni en þar mættu þeim engum í líkingu við Craion. Ólafur Helgi og Snorri þurfa að færa sinn leik upp á næsta þrep ætli þeir að geta hjálpað Mirko með þennan magnaða leikmann.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, verður ekki með í fyrstu leikjum einvígis eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Breiddin í KR-liðinu er svakaleg eins og sást gegn Grindavík þar sem liðið saknaði hans ekkert. Spurning er þó hvernig fer gegn öflugu liði Njarðvíkur sem er með frábæra bakverði í þeim Stefan Bonneau og Loga Gunnarssyni.Fyrir leik: KR er ríkjandi Íslands- og deildarmeistari. Það vann 20 leiki og tapaði aðeins tveimur í Dominos-deildinni en Njarðvík hafnaði í fjórða sæti með 13 sigra og níu töp. KR vann báðar viðureignir liðanna í deildinni með samtals 24 stiga mun og er vitaskuld mun sigurstranglegra.Fyrir leik: KR hefur fengið fína hvíld fyrir þetta einvígi, en það spilaði síðast 26. mars þegar það afgreiddi Grindavík, 3-0, í átta liða úrslitunum. Njarðvík fór alla leið í oddaleik í frábærri rimmu sinni gegn Stjörnunni. Þeir leikir tóku mikið á Njarðvíkurliðið sem spilaði síðast á Skírdag.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í DHL-höllina. Hér verður fylgst með leik KR og Njarðvíkur í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta er fyrsti leikur liðanna.
Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira