Maggi Gun: Þetta er það ömurlegasta í heimi Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, missti af sínum fjórða leik í röð þegar Keflavík vann 97-88 sigur á Þór Þorlákshöfn í TM-Höllinni á fimmtudagskvöldið. Körfubolti 9. nóvember 2013 13:00
Aldrei að vita hvað Útlendingastofnun dettur í hug að gera Grindvíkingar sætta sig ekki við neina meðalmennsku þegar kemur að bandarískum leikmönnum liðsins og hafa þegar sent tvo heim og spilað stóran hluta tímabilsins útlendingalausir. Körfubolti 9. nóvember 2013 08:30
Pavel ekki einn í þrennuklúbbnum Þrennuklúbbur Dominos-deildar karla í körfubolta er alíslenskur eftir leiki fimmtudagskvöldsins en þá tryggði þriðji íslenski leikmaðurinn sér aðild að klúbbnum. Þrenna telst það þegar körfuboltamaður kemst yfir tíu í þremur tölfræðiþáttum sem eru vanalega stig, fráköst og stoðsendingar þótt sumir nái því einnig stundum í stolnum boltum og vörðum skotum. Körfubolti 9. nóvember 2013 08:00
KR með fullt hús | Auðvelt hjá Njarðvík Tveir leikir fóru fram í Dominos-deild karla í kvöld. KR og Njarðvík unnu þá frekar þægilega sigra á andstæðingum sínum. Körfubolti 8. nóvember 2013 14:38
Fjölgar enn í íslenska tuttugu stiga klúbbnum Íslenskir körfuboltamenn hafa fengið meiri ábyrgð í Dominos-deild karla í körfubolta á þessu tímabili eins og Fréttablaðið tók saman á dögunum. Körfubolti 8. nóvember 2013 13:30
Hann var ekki að „fíla“ sig á Íslandi Mychal Green hefur spilað sinn síðasta leik í Dominos-deildinni í körfubolta því bandaríski leikmaður Skallagríms er farinn heim. Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms taldi það best fyrir alla að enda samstarfið enda var kappinn óánægður á Íslandi. Körfubolti 8. nóvember 2013 11:15
Úrslit kvöldsins í Dominos-deild karla Þrír leikir fóru fram í Dominos-deild karla í kvöld. Stjarnan, Keflavík og ÍR unnu leiki sína. Körfubolti 7. nóvember 2013 21:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 94-79 | Stjarnan steig upp Stjörnumenn rifu sig upp í kvöld eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Þá mættu þeir spútnikliði Hauka og unnu afar mikilvægan sigur á nágrönnum sínum. Körfubolti 7. nóvember 2013 17:01
Tvöfaldur slagur Keflavíkur og Grindavíkur Það verður sannkallaður risaslagur í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta þegar Keflavík fær Grindavík í heimsókn. Körfubolti 5. nóvember 2013 14:12
Tvisvar áfram í bikarnum á sama degi Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur og leikmaður b-liðs Keflavíkur komst tvisvar sinnum áfram í 16 liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta gær. Körfubolti 4. nóvember 2013 06:00
Nýliðar Hauka slógu KFÍ út úr bikarnum í Jakanum Nýliðar Hauka komust í kvöld í sextán liða úrslit Powerade-bikars karla í körfubolta eftir fimm stiga sigur á KFÍ, 66-61, í hörkuleik í Jakanum á Ísafirði. Körfubolti 3. nóvember 2013 21:33
Fimm ÍR-ingar yfir tíu stigin í bikarsigri á Blikum ÍR er komið áfram í 16 liða úrslit Powerade-bikar karla í körfubolta eftir tíu stiga sigur á 1. deildarliði Breiðabliks, 85-75, í Smáranum í dag. Körfubolti 3. nóvember 2013 18:04
Morten hefur engu gleymt - bikarleikir körfunnar í dag Dominos-deildarliðin Keflavík og Snæfelli tryggðu sér í dag sæti í 16 liða úrslitum Powerade-bikarkeppni karla í körfubolta en það gerðu líka 1. deildarliðin Tindastóll og Þór. 2. deildarlið ÍG sló hinsvegar út 1. deildarlið Vængja Júpíters. Körfubolti 2. nóvember 2013 18:47
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 91-87 | Njarðvík sló KR út úr bikarnum Leiknum er lokið með sigri Njarðvíkinga, 91-87, en liðið var sterkara á endasprettinum. Körfubolti 1. nóvember 2013 17:30
Stutt á milli stórleikjanna Njarðvík og KR mætast í Ljónagryfjunni kl. 18.00 í kvöld í 32 liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta. Körfubolti 1. nóvember 2013 08:00
Keflvíkingar áfram taplausir í karlakörfunni - úrslit kvöldsins Keflavík og Grindavík unnu örugga sigra í leikjum sínum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík vann 18 stiga sigur á Val, 94-76, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda en kanalausir Grindavíkingar unnu á sama tíma 25 stiga heimasigur á ÍR, 98-73. Körfubolti 31. október 2013 21:09
Stjörnuframmistaða bikarmeistaranna á Egilsstöðum Bikarmeistarar Stjörnunnar eru komnir áfram í 16 liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta eftir 27 stiga sigur á b-deildarliði Hattar, 86-59, en leikurinn fór fram á Egilsstöðum í kvöld. Körfubolti 31. október 2013 20:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 82-77 | Dominos-deild karla Haukar unnu sanngjarnan sigur á Snæfelli í eina leik kvöldsins í Dominos-deild karla. Úrslitin 82-77 í leik þar sem Haukar voru einfaldlega betri og virðast til alls vísir. Körfubolti 30. október 2013 22:00
Haukar og Snæfell mætast tvisvar á fjórum klukkutímum - frítt inn Það verður tvíhöfði í Schenkerhöllinni á Ávöllum í kvöld þegar Haukar og Snæfell mætast bæði í Domnios-deild karla og Domnios-deild kvenna í körfubolta. Það er ekki á hverjum degi sem sömu lið mætast tvisvar á fjórum klukkutímum. Körfubolti 30. október 2013 10:45
Sumum leið eins og þeir kynnu ekki neitt í körfubolta Andy Johnston er með bæði Keflavíkurliðin á toppi Dominos-deildanna í körfubolta. Falur Harðarson og félagar í stjórninni vildu fá ferska vinda inn í körfuboltann í Keflavík og sjá ekki eftir ákvörðun sinni. Körfubolti 30. október 2013 07:30
Teitur Örlygs gaf alla verðlaunapeningana sína Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnumanna í Domnios-deild karla í körfubolta, viðurkenndi það í viðtali við Sverrir Bergmann í þættinum Liðið mitt að þessi einn allra sigursælasti körfuboltamaður Íslands ætti enga hluti til minningar frá mögnuðum ferli sínum. Körfubolti 30. október 2013 06:00
Hvaðan kom hetja Keflvíkinga í gær? Gunnar Ólafsson, tvítugur körfuboltamaður uppalinn í Fjölni, sló heldur betur í gegn í gær þegar hann tryggði Keflavík 88-85 sigur á Njarðvík í frábærum Reykjanesbæjarslag í Domnios-deild karla í körfubolta. Körfubolti 29. október 2013 19:15
Liðið Mitt: Teitur Örlygs og Gullgrafaraæðið í körfunni Teitur Örlygsson er þjálfari Stjörnumanna í Domnios-deild karla í körfubolta og Sverrir Bergmann ræddi við hann í þættinum Liðið Mitt þar sem Garðabæjarliðið átti sviðið. Körfubolti 29. október 2013 17:45
Tuttugu stiga menn blómstra í hverju horni Íslenskir körfuboltamenn hafa verið áberandi í stigaskori í fyrstu umferðum Dominos-deildar karla í körfu og 21 þeirra hefur rofið tuttugu stiga múrinn. Körfubolti 29. október 2013 07:45
Svakaleg sigurkarfa Gunnars í Ljónagryfjunni í kvöld Gunnar Ólafsson var hetja Keflvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfuna í 88-85 sigri á erkifjendunum í Njarðvík. Gunnar setti þá niður þriggja stiga körfu í horninu fyrir framan stuðningsmenn Njarðvíkur þegar aðeins 0,6 sekúndur voru eftir af leiknum. Körfubolti 28. október 2013 22:04
Mike Cook Jr. tryggði Þór sigurinn sekúndu fyrir leikslok Þórsarar eru áfram með fullt hús í Dominos-deild karla í körfubolta eftir 100-98 sigur á KFÍ í frábærum leik í Jakanum á Ísafirði í kvöld en þar var einmitt hægt að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á Vísi í boði KFÍTV. Körfubolti 25. október 2013 18:45
Tólfta þrenna Pavels í úrvalsdeildinni Pavel Ermolinskij átti magnaðan leik með KR í Stykkishólm í gærkvöldi en íslenski leikstjórnandinn var þá með 20 stig, 22 fráköst og 13 stoðsendingar þegar KR vann Snæfell 99-84 í 3. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 25. október 2013 18:00
Liðið mitt: Sverrir Bergmann og Justin Shouse í einn á einn Stjörnumenn eru viðfangsefni vikunnar í þættinum "Liðið mitt" á Stöð 2 Sport en í þættinum í vetur verða öll lið Dominos-deildar karla í körfubolta heimsótt. Þriðji þáttur seríunnar verður sýndur í kvöld. Körfubolti 25. október 2013 17:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 87-113 ÍR-ingar tóku á móti Haukum í 3. umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í Seljaskóla í kvöld. Körfubolti 24. október 2013 21:15
Fyrsti sigur Stjörnumanna - úrslit kvöldsins í körfunni Stjörnumenn unnu sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir unnu sextán stiga sigur á Skallagrími en Valsmenn eru áfram stigalausir á botninum eftir átta stiga tap á móti Kanalausum Íslandsmeisturum Grindavíkur. Körfubolti 24. október 2013 21:09