Körfubolti

„Pabbi, það er auðvelt að taka eitt skref“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Teitur ræðir við Stefan Bonneau í kvöld.
Teitur ræðir við Stefan Bonneau í kvöld. Vísir/Stefán
Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur og margfaldur Íslandsmeistari, fékk góðan stuðning eftir tapið gegn KR í kvöld.

KR sló Njarðvík úr leik í oddaleik undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildarinnar. Leikurinn var æsispennandi og þurfti tvær framlengingar til að knýja fram úrslit.

„Aron, 11 ára sonur minn leiddi mig særðan og niðurlútann útur DHL höllinni í kvöld eftir sárt tap,“ skrifaði Teitur á Facebook-síðuna sína í kvöld.

„Eftir 5 mínútna labb að bílnum braut hann ísinn. „pabbi, það er auðvelt að taka eitt skref" ég svaraði strax, ha? „Já, síðan tökum við annað skref og svo annað, þá erum við komnir aftur af stað." Ég stoppaði til að faðma hann og kyssa. Það þurfti ekki meir. Hann er fæddur Njarðvíkingur í báðar ættir. Við komum sterkari til baka.

“Takk UMFN fyrir veturinn og til hamingju KR.“

Aron, 11 ára sonur minn leiddi mig særðan og niðurlútann útur DHL höllinni í kvöld eftir sárt tap. Eftir 5 mínútna labb...

Posted by Teitur Örlygsson on Friday, April 17, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×