Brynjar: Man ekki eftir að hafa mætt jafn öflugum íþróttamanni og Bonneau Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. apríl 2015 06:30 Það er pressa á Brynjari og félögum á heimavelli í kvöld. fréttablaðið/stefán „Nei, ég get ekki sagt að við séum að fara á taugum. Ég finn ekki fyrir neinu aukaálagi,“ segir Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, yfirvegaður er Fréttablaðið heyrði í honum í gær. KR tekur á móti Njarðvík í kvöld í oddaleik í undanúrslitum Domino's-deildar karla. KR vann fyrstu tvo leikina en Njarðvík hefur svarað fyrir sig og tók KR í bakaríið í síðasta leik. „Það hefur gerst áður að lið detti niður á milli leikja og Njarðvík hitti á frábæran leik síðast á meðan við fundum okkur ekki. Njarðvík er líka með frábæran heimavöll. Við höfum verið of hægir og einfaldir í varnarleiknum í síðustu leikjum. Við vitum vel hvað þarf að laga og ef það tekst þá er ég bjartsýnn á að við klárum dæmið.“ Brynjar segir að KR hafi alltaf vitað að það væri ekkert hægt að labba í gegnum Njarðvíkurliðið. „Þetta er hörkulið og stemning í kringum liðið. Svo er liðið með listamann í Stefan Bonneau. Ég man ekki eftir að hafa spilað gegn svona öflugum íþróttamanni. Hann er með sprengikraft og getur eiginlega allt. Það er magnað að fylgjast með honum.“ Fyrirliðinn segir að það hafi eðlilega haft áhrif á KR að Pavel Ermolinskij hafi ekki getað beitt sér eðlilega í þessum leikjum. „Taktu Stefan úr Njarðvík og Darrel Lewis úr Stólunum. Þá veikjast liðin mikið og það er sama hjá okkur. Það riðlast allt hjá okkur og brenglast hlutverkaskipan sem er búin að þróast í allan vetur. Ég er stoltur af liðinu og hvernig það hefur brugðist við. Við kláruðum Grindavík sannfærandi og erum komnir í fimmta leik gegn flottu liði Njarðvíkur þó svo að Pavel sé ekki í sínu eðlilega hlutverki,“ segir Brynjar Þór sem elskar að spila leiki þar sem allt er undir. „Það er pressa og bara titill eða „böst“ hjá okkur. Ég vil komast í úrslit og pressan lætur mann spila betur. Mér finnst langskemmtilegast að spila þessa leiki. Þetta er rjóminn sem maður er að leita að.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
„Nei, ég get ekki sagt að við séum að fara á taugum. Ég finn ekki fyrir neinu aukaálagi,“ segir Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, yfirvegaður er Fréttablaðið heyrði í honum í gær. KR tekur á móti Njarðvík í kvöld í oddaleik í undanúrslitum Domino's-deildar karla. KR vann fyrstu tvo leikina en Njarðvík hefur svarað fyrir sig og tók KR í bakaríið í síðasta leik. „Það hefur gerst áður að lið detti niður á milli leikja og Njarðvík hitti á frábæran leik síðast á meðan við fundum okkur ekki. Njarðvík er líka með frábæran heimavöll. Við höfum verið of hægir og einfaldir í varnarleiknum í síðustu leikjum. Við vitum vel hvað þarf að laga og ef það tekst þá er ég bjartsýnn á að við klárum dæmið.“ Brynjar segir að KR hafi alltaf vitað að það væri ekkert hægt að labba í gegnum Njarðvíkurliðið. „Þetta er hörkulið og stemning í kringum liðið. Svo er liðið með listamann í Stefan Bonneau. Ég man ekki eftir að hafa spilað gegn svona öflugum íþróttamanni. Hann er með sprengikraft og getur eiginlega allt. Það er magnað að fylgjast með honum.“ Fyrirliðinn segir að það hafi eðlilega haft áhrif á KR að Pavel Ermolinskij hafi ekki getað beitt sér eðlilega í þessum leikjum. „Taktu Stefan úr Njarðvík og Darrel Lewis úr Stólunum. Þá veikjast liðin mikið og það er sama hjá okkur. Það riðlast allt hjá okkur og brenglast hlutverkaskipan sem er búin að þróast í allan vetur. Ég er stoltur af liðinu og hvernig það hefur brugðist við. Við kláruðum Grindavík sannfærandi og erum komnir í fimmta leik gegn flottu liði Njarðvíkur þó svo að Pavel sé ekki í sínu eðlilega hlutverki,“ segir Brynjar Þór sem elskar að spila leiki þar sem allt er undir. „Það er pressa og bara titill eða „böst“ hjá okkur. Ég vil komast í úrslit og pressan lætur mann spila betur. Mér finnst langskemmtilegast að spila þessa leiki. Þetta er rjóminn sem maður er að leita að.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira