Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti vestanhafs mun heimsækja nokkra kjörstaði í dag og meðal annars fylgjast með að afhending kjörgagna fari rétt fram. Hún segir hlutverkið þó ekki síst að veita aðhald enda hafi skapast mikill styr um framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum. Erlent 5.11.2024 12:31
Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Komið er að ögurstundu í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og munu annað hvort kjósa Kamölu Harris eða Donald Trump sem forseta. Engin leið er að spá fyrir um úrslit kosninganna, aldrei hefur verið mjórra á munum. Við förum yfir stöðuna á lokasprettinum í Baráttunni um Bandaríkin í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Erlent 5.11.2024 12:17
Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. Erlent 5.11.2024 11:07
Á lokametrunum í kosningabaráttu Forsetaframbjóðendurnir bandarísku, þau Kamala Harris og Donald Trump eru nú á lokametrunum í kosningabaráttu sinni en á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu. Í gær þeyttust þau á milli sveifluríkjanna svokölluðu og komu fram á fjölmörgum viðburðum. Erlent 4. nóvember 2024 06:48
Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Bandaríska leikkonan Chloë Grace Moretz, sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndunum Kick-Ass og Let Me In, stökk út úr skápnum þegar hún lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á Instagram. Lífið 4. nóvember 2024 00:07
Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Kamala Harris mælist með óvænt forskot á Donald Trump í ríki sem hann hefur hingað til unnið örugglega í forsetakosningum. Sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum telur að úrslit kosninganna gætu sveiflast afgerandi í aðra hvora áttina. Óvænt atriði með Harris í skemmtiþætti hefur reitt repúblikana til reiði. Erlent 3. nóvember 2024 20:02
Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. Erlent 3. nóvember 2024 12:16
Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Spennan magnast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ný skoðanakönnun á fylgi frambjóðendanna í Iowa hefur vakið athygli; niðurstöður hennar benda til þess að Kamala Harris sé þar með þriggja stiga forskot á Donald Trump. Erlent 3. nóvember 2024 10:40
„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. Erlent 2. nóvember 2024 15:03
„Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Donald Trump er ákaflega óvinsæll meðal Bandaríkjamanna sem fréttastofa tók tali í miðborg Reykjavíkur í fyrradag. Einn sagðist frekar myndu stökkva fram af kletti en að kjósa hann. Flestir sögðust kvíða niðurstöðum kosninganna. Erlent 2. nóvember 2024 10:38
Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. Erlent 1. nóvember 2024 10:59
Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. Erlent 1. nóvember 2024 07:26
Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. Erlent 31. október 2024 14:15
Eyddi Youtube síðu sonarins Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti. Lífið 31. október 2024 12:03
Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. Erlent 31. október 2024 07:15
Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Kamala Harris hét því í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar í næstu viku að hún myndi verða forseti allra Bandaríkjamanna. Á sama tíma sagði hún að Donald Trump, mótframbjóðandi sinn, væri heltekinn hefndarvilja og eigin hagsmuna. Erlent 30. október 2024 08:58
Biden í bobba eftir ummæli um rusl Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu. Erlent 30. október 2024 07:12
Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi Demókrata til forseta og Donald Trump frambjóðandi Repúblikana og fyrrverandi forseti mælast hnífjöfn í könnunum. Silja Bára Ómarsdóttir, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, segir stöðuna ekki hafa verið svo jafna áður. Innlent 29. október 2024 23:43
Misskilningur að einræðisríki séu skilvirkari en lýðræðisríki Einræðisríki eru ekki skilvirkari en lýðræðisríki þrátt fyrir að óþol gagnvart lýðræðinu hafi gripið um sig sums staðar, að sögn sagnfræðings. Tjáningarfrelsi sem íbúar lýðræðisríkja njóta valdi því að meiri gagnrýni heyrist á þau en einræðisríki. Innlent 29. október 2024 10:50
Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. Erlent 28. október 2024 07:15
Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. Erlent 26. október 2024 13:24
Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. Erlent 26. október 2024 13:01
Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. Erlent 25. október 2024 15:06
Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Í Bandaríkjunum eru þau Donald Trump og Kamala Harris á fullu í sinni kosningabaráttu enda styttist óðfluga í forsetakosningarnar vestanhafs, þann fimmta nóvember næstkomandi. Erlent 25. október 2024 08:16