Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Agnar Már Másson skrifar 10. júlí 2025 22:55 Donald Trump skömmu eftir að hann var skotinn í eyrað. Getty Sex starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar er vikið tímabundið úr starfi í tengslum við banatilræði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í júlí í fyrra. Þetta tilkynnti bandaríska öryggisþjónustan í dag en starfsmennirnir komu allir að öryggisgæslu á kosningafundi þar sem vopnaður maður reyndi að myrða Donald Trump fyrir rétt tæpu ári. New York Times hefur eftir yfirlýsingu frá stofnuninni að starfsmönnunum verði vikið úr starfi í um 10 til 42 daga án launa. Ekki er gefin upp tímasetning á brottvikningunum eða nöfn fulltrúanna sem vikið er tímabundið úr starfi, með vísan til persónuverndarlaga. Allir sex hafi verið settir í takmörkuð störf eftir skotárásina meðan stofnunin framkvæmdi innri skoðun. Ungur lágtsettur fulltrúi sem var í öryggisteymi Trumps fær lengstu brottvísunina, samkvæmt heimildarmönnum Times. Sá fulltrúi sé einnig sá eini í þeirri öryggissveit sem vikið var úr starfi. Stofnunin hefur sætt mikilli gagnrýni síðan 20 ára gömlum manni tókst að skjóta nokkrum skotum að Trump er hann stóð við ræðuhöld á sviði á kosningafundi 13. júlí 2024 í Butler í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna. Þetta var fyrsta banatilræðið síðan 1981 þar sem sitjandi eða fyrrverandi forseti særist en kúla strauk eyra Trumps. Slökkviliðsmaðurinn Corey Comperatore lést í árásinni og tveir aðrir viðstaddir særðust. Árásarmaðurinn var felldur af öryggisþjónumönnum. Yfirmaður stofnunarinnar á þeim tíma, Kimberly A. Cheatle, sagði af sér skömmu síðar. Þingmenn hafa kallað eftir því að leiðtogar stofnunarinnar dragi þá til ábyrgðar sem hana bera. Annað banatilræði beindist að Trump í september, þegar hann var að spila golf í Flórídaríki. „Reynsla mín frá 13. júní hefur verið mér efst í huga,“ er haft eftir Sean M. Curran, forstjóra öryggisþjónustunnar, í yfirlýsingunni en hann var einmitt einn þeirra lífvarða sem stökku fyrir framan forsetann þegar skotárásin var gerð. Trump gerði Curran að forstjóra stofnunarinnar þegar hann steig aftur í embætti forseta. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Þetta tilkynnti bandaríska öryggisþjónustan í dag en starfsmennirnir komu allir að öryggisgæslu á kosningafundi þar sem vopnaður maður reyndi að myrða Donald Trump fyrir rétt tæpu ári. New York Times hefur eftir yfirlýsingu frá stofnuninni að starfsmönnunum verði vikið úr starfi í um 10 til 42 daga án launa. Ekki er gefin upp tímasetning á brottvikningunum eða nöfn fulltrúanna sem vikið er tímabundið úr starfi, með vísan til persónuverndarlaga. Allir sex hafi verið settir í takmörkuð störf eftir skotárásina meðan stofnunin framkvæmdi innri skoðun. Ungur lágtsettur fulltrúi sem var í öryggisteymi Trumps fær lengstu brottvísunina, samkvæmt heimildarmönnum Times. Sá fulltrúi sé einnig sá eini í þeirri öryggissveit sem vikið var úr starfi. Stofnunin hefur sætt mikilli gagnrýni síðan 20 ára gömlum manni tókst að skjóta nokkrum skotum að Trump er hann stóð við ræðuhöld á sviði á kosningafundi 13. júlí 2024 í Butler í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna. Þetta var fyrsta banatilræðið síðan 1981 þar sem sitjandi eða fyrrverandi forseti særist en kúla strauk eyra Trumps. Slökkviliðsmaðurinn Corey Comperatore lést í árásinni og tveir aðrir viðstaddir særðust. Árásarmaðurinn var felldur af öryggisþjónumönnum. Yfirmaður stofnunarinnar á þeim tíma, Kimberly A. Cheatle, sagði af sér skömmu síðar. Þingmenn hafa kallað eftir því að leiðtogar stofnunarinnar dragi þá til ábyrgðar sem hana bera. Annað banatilræði beindist að Trump í september, þegar hann var að spila golf í Flórídaríki. „Reynsla mín frá 13. júní hefur verið mér efst í huga,“ er haft eftir Sean M. Curran, forstjóra öryggisþjónustunnar, í yfirlýsingunni en hann var einmitt einn þeirra lífvarða sem stökku fyrir framan forsetann þegar skotárásin var gerð. Trump gerði Curran að forstjóra stofnunarinnar þegar hann steig aftur í embætti forseta.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira