„Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2025 14:42 Donald Trump á leið upp í flugvél forsetaembættisins í gær. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar. „Margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump í samtali við blaðamenn NBC News. „En, ég meina, ég segi þeim að við eigum svo mikið eftir.“ Vísaði hann þar til þess að um tveir mánuðir væru liðnir af kjörtímabilinu. „Mér finnst gaman að vinna,“ sagði Trump svo og beðinn um að útskýra nánar sagði hann: „Ég er ekki að grínast. En ég er ekki, það er of snemmt að hugsa um það.“ Forsetinn sagði að það yrði í raun fjórða kjörtímabilið hans, þar sem hann hefði í raun sigrað í þar síðustu kosningum. Það er rangt hjá honum. Joe Biden sigraði í þeim kosningum en Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur. Sjá einnig: Trump „mjög reiður“ út í Pútín Trump var einnig spurður hvort honum hefði verið sýndar áætlanir um hvernig hann gæti setið þriðja kjörtímabilið, sagði hann nei en bætti við að hægt væri að finna leiðir til þess. Ein leið gæti samkvæmt Trump verið að JD Vance, varaforseti hans, yrði forseti og hann varaforseti og þannig gæti Vance fært valdið til Trumps. „En það eru aðrar leiðir líka,“ sagði Trump og neitaði að fara nánar út í það. Bannað samkvæmt stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil en það var Franklin D. Roosevelt. Hann sinnti embætta forseta frá 1933 til 1945, þegar hann dó þá á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil. Þetta er 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja af þremur ríkjum Bandaríkjanna boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið en þar bætist við óvissa vegna 12. viðauka stjórnarskrárinnar sem segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta. Það hefur af mörgum verið túlkað á þann veg að þeir sem hafa setið tvo kjörtímabil sem forseti, og megi þar með ekki bjóða sig fram aftur, megi heldur ekki bjóða sig fram til varaforseta. Hefur lengi talað um fleiri kjörtímabil Trump hefur áður talað um að sitja fleiri kjörtímabil en þó flestir innan Repúblikanaflokksins hafi talað um það sem grín, hefur einn þingmaður þó lagt fram frumvarp þess eðlis að gera Trump kleift að bjóða sig fram til nýs kjörtímabils. Steve Bannon, bandamaður Trumps, sagði nýverið í viðtali að hann væri viss um að Trump myndi bjóða sig aftur fram og sigra í kosningum árið 2028. Þá talaði hann einnig um að hægt væri að finna leiðir hjá 22. viðaukanum. Þá hefur Hvíta húsið ýtt undir ummæli Trumps þar sem hann hefur líkt sjálfum sér við konung. Samkvæmt New York Times er þetta í fyrsta sinn sem Trump segir fullum fetum að honum sé alvara um að vilja mögulega þriðja kjörtímabilið, þó hann hafi ítrekað talað um það áður. Í viðtalinu í gær var hann sérstaklega spurður út í þessa brandara sína að undanförnu og þá tók hann fram að hann væri ekki að grínast. Trump fer oft fögrum orðum um einræðisherra og alræðisstjórnir í heiminum og hefur verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum vikum. Eftir viðtalið í gær ítrekaði talsmaður Trumps að forsetinn væri upptekinn við núverandi kjörtímabil og of snemmt væri að segja til um það þriðja. Steven Cheung, talsmaðurinn, sagði yfirgnæfandi meirihluta kjósenda þó styðja Trump og stefnumál hans. Trump var spurður út í ummælin í forstaflugvél hans í gærkvöldi. Þá sagðist hann ekki vilja tala um það en staðhæfði að mjög margir héldu því fram að hann yrði að bjóða sig aftur fram. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
„Margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump í samtali við blaðamenn NBC News. „En, ég meina, ég segi þeim að við eigum svo mikið eftir.“ Vísaði hann þar til þess að um tveir mánuðir væru liðnir af kjörtímabilinu. „Mér finnst gaman að vinna,“ sagði Trump svo og beðinn um að útskýra nánar sagði hann: „Ég er ekki að grínast. En ég er ekki, það er of snemmt að hugsa um það.“ Forsetinn sagði að það yrði í raun fjórða kjörtímabilið hans, þar sem hann hefði í raun sigrað í þar síðustu kosningum. Það er rangt hjá honum. Joe Biden sigraði í þeim kosningum en Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur. Sjá einnig: Trump „mjög reiður“ út í Pútín Trump var einnig spurður hvort honum hefði verið sýndar áætlanir um hvernig hann gæti setið þriðja kjörtímabilið, sagði hann nei en bætti við að hægt væri að finna leiðir til þess. Ein leið gæti samkvæmt Trump verið að JD Vance, varaforseti hans, yrði forseti og hann varaforseti og þannig gæti Vance fært valdið til Trumps. „En það eru aðrar leiðir líka,“ sagði Trump og neitaði að fara nánar út í það. Bannað samkvæmt stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil en það var Franklin D. Roosevelt. Hann sinnti embætta forseta frá 1933 til 1945, þegar hann dó þá á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil. Þetta er 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja af þremur ríkjum Bandaríkjanna boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið en þar bætist við óvissa vegna 12. viðauka stjórnarskrárinnar sem segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta. Það hefur af mörgum verið túlkað á þann veg að þeir sem hafa setið tvo kjörtímabil sem forseti, og megi þar með ekki bjóða sig fram aftur, megi heldur ekki bjóða sig fram til varaforseta. Hefur lengi talað um fleiri kjörtímabil Trump hefur áður talað um að sitja fleiri kjörtímabil en þó flestir innan Repúblikanaflokksins hafi talað um það sem grín, hefur einn þingmaður þó lagt fram frumvarp þess eðlis að gera Trump kleift að bjóða sig fram til nýs kjörtímabils. Steve Bannon, bandamaður Trumps, sagði nýverið í viðtali að hann væri viss um að Trump myndi bjóða sig aftur fram og sigra í kosningum árið 2028. Þá talaði hann einnig um að hægt væri að finna leiðir hjá 22. viðaukanum. Þá hefur Hvíta húsið ýtt undir ummæli Trumps þar sem hann hefur líkt sjálfum sér við konung. Samkvæmt New York Times er þetta í fyrsta sinn sem Trump segir fullum fetum að honum sé alvara um að vilja mögulega þriðja kjörtímabilið, þó hann hafi ítrekað talað um það áður. Í viðtalinu í gær var hann sérstaklega spurður út í þessa brandara sína að undanförnu og þá tók hann fram að hann væri ekki að grínast. Trump fer oft fögrum orðum um einræðisherra og alræðisstjórnir í heiminum og hefur verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum vikum. Eftir viðtalið í gær ítrekaði talsmaður Trumps að forsetinn væri upptekinn við núverandi kjörtímabil og of snemmt væri að segja til um það þriðja. Steven Cheung, talsmaðurinn, sagði yfirgnæfandi meirihluta kjósenda þó styðja Trump og stefnumál hans. Trump var spurður út í ummælin í forstaflugvél hans í gærkvöldi. Þá sagðist hann ekki vilja tala um það en staðhæfði að mjög margir héldu því fram að hann yrði að bjóða sig aftur fram.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira