Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Lilja lofar öllu fögru

Það er þekkt að stjórnmálamenn lofi ýmsu fyrir kosningar. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra líklega sett nýtt Íslandsmet á þessu sviði.

Skoðun
Fréttamynd

Barry Keoghan leikur Bítil

Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Með stór­stjörnum í væntan­legri kvik­mynd Marvel

Jóhannes Haukur Jóhannesson heldur áfram að sanka að sér hlutverkum erlendis en nú hefur leikarinn tilkynnt að hann muni fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Marvel, Captain America: Brave New World, þó að enn sem komið er sé leyndarmál hvaða persónu hann muni glæða lífi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kvik­mynda­gerð á Ís­landi: Næstu skref

Kvikmyndagerð á Íslandi hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum. Markviss skref hafa verið stigin til þess að styrkja umgjörð greinarinnar á grundvelli Kvikmyndastefnu til ársins 2030.

Skoðun
Fréttamynd

Stjörnufans þegar hundruð kíktu á for­sýningu Iceguys 2

Í gær fór fram forsýning á hinum vinsælu þáttum IceGuys en yfir áttahundruð manns mættu í Smárabíó þar sem fyrstu tveir þættirnir voru sýndir í heilum þremur bíósölum. Að sögn framleiðenda var mikil gleði og spenna í loftinu og augljóst að hér var um að ræða viðburð sem enginn vildi missa af.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Snerti taug leik­stjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu

Robert Zemeckis, leikstjóri Forrest Gump og Back to the Future þríleiksins, segist opinn fyrir því að skjóta bíómyndir á Íslandi. Hann hefur áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur á síðustu árum þar sem áherslan hefur færst yfir á framleiðslu sjónvarpsefnis á kostnað bíómynda.

Lífið
Fréttamynd

Kvikmyndagerðarfólk bæn­heyrt og sjóðnum komið til bjargar

Menningar- og viðskiptaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis hafa svarað kalli kvikmyndagerðarfólks sem vöktu athygli á bágri stöðu Kvikmyndasjóðs fyrir helgi. Nú á að auka fjárveitingu í sjóðinn umtalsvert en það var ljóst eftir að meirihluti fjárlaganefndar samþykkti breytingartillögu á fjárlögum á fimmtudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Al­þingi kemur Kvik­mynda­sjóði til bjargar

Fyrir skömmu sendum við þingmönnum bréf vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem Kvikmyndasjóður var kominn í eftir mikinn niðurskurð á síðustu þremur árum. Það stefndi í að sjóðurinn væri kominn á sama stað og hann var fyrir tveimur áratugum.

Skoðun
Fréttamynd

Fáir sáu ís­lenskar bíó­myndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk

Dæmi er um að innan við hundrað manns mæti á frumsýningar íslenskra kvikmynda. Um er að ræða myndir sem hlotið hafa á annað hundrað milljónir í styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands sem rekinn er fyrir opinbert fé. Jón Gnarr hefur velt því upp hvort ekki sé tilefni til að styrkja frekar sjónvarpsþáttagerð hér á landi. Ritstjóri Klapptrés segir aðsókn á íslenskar kvikmyndir heilt yfir góða, veruleikinn sé sá að flestir sjái myndir annars staðar en í bíó.

Lífið
Fréttamynd

Stór­stjarna úr tón­listar­heiminum í nýrri seríu White Lotus

Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars í­vafi

Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Soffía Dögg Garðarsdóttir stjórnandi þáttarins aðstoðaði Evert sem er níu ára að breyta herberginu úr krakkaherbergi yfir í gauraherbergi með Star Wars ívafi.

Lífið
Fréttamynd

Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens

Brynjar Úlfur Morthens mun fara með hlutverk föður síns Bubba Morthens í nýrri leikinni þáttaröð sem ber heitið „Morthens.“ Þáttaröðin byggir á lífi og upphafi ferils tónlistarmannsins sem allir Íslendingar þekkja.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Um á­hrif niður­skurðar á fjár­lögum 2025 til kvik­mynda­gerðar og lista

Íslenskar kvikmyndir, heimildamyndir og leikið sjónvarpsefni eru menningarleg verðmæti sem að spegla samfélagið. Skerðing á stuðningi við þær takmarkar ekki aðeins þróun greinarinnar sjálfrar heldur dregur það einnig úr menningarlegri fjölbreytni á Íslandi og utan landsteinanna. Þá mun það draga úr hlutverki Íslands sem vettvangs alþjóðlegra kvikmynda- og sjónvarpsverkefna.

Skoðun
Fréttamynd

Verkin og vinnusemin tala sínu máli

Ég hef hrifist af þeim fjölmörgu verkum sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur komið til leiða á undanförnum árum til að efla menningu og skapandi greinar á Íslandi, ásamt viðurkenningunni á að um sé að ræða alvöru atvinnugreinar sem skila verulegum efnahagslegum áhrifum til samfélagsins líkt og nýlegar úttektir á hafa staðfest.

Skoðun
Fréttamynd

Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið

Það hefur líkast til ekki farið framhjá neinum að Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í dag með öllu tilheyrandi. Þá er fátt meira viðeigandi en að grípa í eina hryllilega hrekkjavökumynd. Vísir ákvað að heyra í kvikmyndarýninum og hlaðvarpsþáttastjórnandanum Þórarni Þórarinssyni sem tók sig til og setti saman lista yfir tíu ómissandi hryllingsmyndir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ulf Pilgaard er látinn

Danski leikarinn Ulf Pilgaard er látinn, 83 ára að aldri, eftir snörp veikindi. Hann gerði garðinn helst frægan fyrir leik í kvikmyndaflokknum Næturvaktinni og fyrir þátttöku í Sirkusrevíunni í fjóra áratugi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sjálf­bær kvik­mynda­gerð á Ís­landi

Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn hefur tekið mikilvægum framförum í sjálfbærari framleiðslu með fyrstu Green Film vottuninni hérlendis og hlaut kvikmyndin Fjallið fyrstu vottunina. Er það fyrsti vísirinn að sjálfbærari framtíð iðnaðarins þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra framleiðsluhætti. Helst það í hendur við leiðarljós Kvikmyndastefnu um að styrkja tengsl kvikmyndagerðar við markmið Íslands á sviði sjálfbærni.

Skoðun