

Framarar hafa fengið sprettharðan, danskan framherja fyrir komandi átök í Bestu deildinni í fótbolta þar sem Fram kemur inn sem nýliði eftir að hafa síðast leikið í efstu deild árið 2014.
Keflavík er í óðaönn að leita að leikmönnum fyrir komandi átök í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tímabilið hefst þann 18. apríl en þjálfari Keflavíkur telur að það vanti allavega tvo leikmenn til viðbótar í leikmannahóp liðsins.
Markvörðurinn Anton Ari Einarsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik. Nýi samningurinn gildir til þriggja ára.
FH lagði ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Ástbjörn Þórðarson skoraði sigurmark leiksins með síðasta skoti leiksins undir lok uppbótartíma, lokatölur 2-1 Hafnfirðingum í vil.
Knattspyrnumaðurinn Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Eftir gríðarlega erfið meiðsli undanfarin fimm ár hefur Haukur Heiðar ákveðið að kalla þetta gott. Hann greindi sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni í dag.
Norska B-deildarliðið Sogndal hefur keypt Jónatan Inga Jónsson frá FH. Samningur kantmannsins við Sogndal gildir til loka tímabilsins 2024.
KA spilar væntanlega fyrstu heimaleiki sína í Bestu deild karla á Dalvík. Enn á eftir að leggja gervigras á nýjan framtíðarvöll KA.
Þegar þrjár vikur eru í fyrsta leik KA í Bestu deild karla er staðan á leikmannahópi liðsins ekkert sérstök og meiðslalistinn þar á bæ nokkuð langur.
Norska B-deildarfélagið Sogndal hefur mikinn áhuga á leikmönnum FH þessa dagana. Ekki er langt síðan bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson gekk í raðir félagsins og nú gæti vængmaðurinn Jónatan Ingi Jónsson farið sömu leið.
Adam Örn Arnarson er genginn í raðir Breiðabliks. Félagið greindi frá þessu nú rétt í þessu.
Heiðursstúkan er þáttur sem verður einu sinni í viku á Vísi en sjötti þátturinn er nú kominn inn á vefinn.
Leikjahæsti markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, hefur lagt hanskana á hilluna og mun ekki spila knattspyrnu aftur. Hannes fór stuttlega yfir ferilinn með Svövu Kristínu Grétarsdóttur.
Hannes Þór Halldórsson, sá markvörður sem leikið hefur flesta landsleiki fyrir Ísland, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna.
Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi.
Leikmenn eru oftast mjög kátir þegar þeir skora annað og þriðja mark sitt í leik en það leit ekki út fyrir það hjá einum efnilegum leikmanni Blika.
Pétur Viðarsson er aftur búinn að setja fótboltaboltaskóna upp á hillu og nú endanlega. Gaupi hitti kappann og fór yfir ferilinn og ákvörðunina um að hætta.
ÍBV tilkynnti í dag að tveir leikmenn hefðu skrifað undir samning hjá félaginu og munu leika með liðinu í Bestu deild kvenna í sumar. Um að ræða þær Kristínu Ernu Sigurlásdóttur og Þórhildi Ólafsdóttur. Þær eru báðar uppaldar hjá félaginu.
Breiðablik hefur fengið gambíska framherjann Omar Sowe á láni frá New York Red Bulls. Hann kom til landsins í morgun.
Hilmar Árni Halldórsson, lykilmaður í knattspyrnuliði Stjörnunnar, mun ekki spila meira með liðinu á þessu ári.
Rigningin á höfuðborgarsvæðinu í dag er vatn á myllu þeirra sem telja að hægt verði að spila á grasvöllum þegar Íslandsmótið í fótbolta hefst í næsta mánuði.
Knattspyrnumaðurinn Guðjón Baldvinsson hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna, 36 ára gamall, og verður því ekki með KR-ingum í Bestu deildinni í sumar.
Farið var yfir hvaða fimm leikmenn ættu að vera bestir í Bestu deildinni í síðasta þætti af Lengjubikarsmörkunum. Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis í Lengjudeildinni, setti listann saman og athygli vakti að tveir af nýjum leikmönnum Vals voru þar efstir á blaði.
Í liðinni viku seldi Breiðablik tvo unga og efnilega drengi til stórliða á Norðurlöndunum. Báðir leikmenn komu við sögu í einum leik Breiðabliks á síðasta tímabili og spurning hvort hlutverk þeirra hefði verið enn stærra í ár.
Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Breiðablik rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð, markmið sumarsins er því einkar einfalt: landa báðum titlunum sem í boði eru.
Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés „Manga“ Escobar, sem lék með Leikni R. á síðasta tímabili var dæmdur fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði.
Ástbjörn Þórðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH en Hafnfirðingar hafa nú staðfest kaup á þessum fjölhæfa leikmanni sem lék með Keflavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á síðustu leiktíð.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkinga segir félagið ekki aðeins hafa verið að leita að góðum fótboltamanna heldur einnig leiðtoga en félagið samdi við hinn sænska Oliver Ekroth í gærdag.
„Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag.
Frá og með næsta tímabili munu efstu deildir karla og kvenna bera nafnið Besta deildin. Þetta kom fram á kynningarfundi Íslensks toppfótbolta (ÍTF) í Bæjarbíói í dag.
Besta deildin er nýtt nafn á efstu deildum karla og kvenna í fótbolta. Þetta kom fram á kynningarfundi Íslensks toppfótbolta í Bæjarbíói í dag.