Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sóknarmaðurinn Þorleifur Úlfarsson, sem var á mála hjá Breiðabliki á síðustu leiktíð, hefur ákveðið að halda aftur til Bandaríkjanna og spila þar með liði Loudoun United. Hann ætlar sömuleiðis að fá þar áfram útrás fyrir áhuga sinn á tískufötum. Fótbolti 19.1.2026 10:29
Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Guðmundur Þórarinsson er kominn heim til Íslands eftir fimmtán ár í atvinnumennsku og hefur skrifað undir samning við Bestu deildar lið ÍA til næstu tveggja ára. Íslenski boltinn 18.1.2026 18:09
Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og skellti KR 5-1 í leik liðanna í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta á KR-vellinum í dag. Íslenski boltinn 17.1.2026 17:30
Tveir ungir varnarmenn til FH FH hefur fengið tvo unga varnarmenn, Aron Jónsson og Kristján Snæ Frostason. Sá fyrrnefndi kemur frá Aftureldingu og sá síðarnefndi frá HK. Íslenski boltinn 13. janúar 2026 13:08
Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Þjálfaraleit Eyjamanna er á enda en serbneski knattspyrnuþjálfarinn Aleksandar Linta hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV og stýrir Eyjaliðinu í Bestu deild karla í sumar. Íslenski boltinn 12. janúar 2026 10:11
Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Nýliðar Keflavíkur í Bestu deildinni í fótbolta geta nú teflt fram króatískum bræðrum sem spilað hafa landsleiki fyrir Palestínu. Íslenski boltinn 9. janúar 2026 20:31
Bikarhetjan til KA Danski knattspyrnumaðurinn Jeppe Pedersen hefur skrifað undir samning við KA og mun spila með liðinu í Bestu deildinni á komandi leiktíð. Íslenski boltinn 9. janúar 2026 17:29
Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Jón Guðni Fjóluson mun aðstoða Ólaf Inga Skúlason við þjálfun karlaliðs Breiðabliks í fótbolta. Íslenski boltinn 9. janúar 2026 16:23
Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Júlíus Mar Júlíusson er genginn til liðs við norska félagið Kristiansund. Miðvörðurinn kom til KR frá Fjölni fyrir síðasta tímabil og segir sitt plan í Vesturbænum hafa gengið vel eftir. Fótbolti 9. janúar 2026 08:02
Júlíus Mar seldur til Kristiansund Júlíus Mar Júlíusson er genginn til liðs við Kristiansund í Noregi eftir eitt tímabil sem leikmaður KR. Íslenski boltinn 8. janúar 2026 16:01
Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Breiðablik ætlar heldur betur að bæta aðstöðuna fyrir meistaraflokka félagsins í fótboltanum fyrir næsta sumar. Íslenski boltinn 8. janúar 2026 12:00
Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Elías Már Ómarsson varð fljótt þreyttur á því að vera vakandi á nóttunni í kínversku fátækrahverfi og samdi við Víking í von um að vinna fyrsta meistaratitilinn á ferlinum. Íslenski boltinn 8. janúar 2026 08:32
Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Þjálfarinn ungi Aron Baldvin Þórðarson segist ekki ætla að erfa það við Víkinga að hafa komið í veg fyrir að hann tæki að sér sitt fyrsta aðalþjálfarastarf, sem þjálfari karlaliðs ÍBV í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 7. janúar 2026 23:21
Alfreð hættur hjá Breiðabliki Alfreð Finnbogason hefur látið af störfum sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks og mun vitja nýrra ævintýra hjá Rosenborg í Noregi. Íslenski boltinn 7. janúar 2026 16:13
Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Útlit er fyrir að KR muni selja miðvörðinn Júlíus Mar Júlíusson til norska knattspyrnufélagsins Kristiansund og að hann verði þar með annar íslenski leikmaðurinn sem fer til félagsins úr Bestu deildinni í vetur. Íslenski boltinn 6. janúar 2026 14:01
Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Valsmenn hafa nú fullmótað þjálfarateymi sín fyrir karla- og kvennaliðin í fótbolta með ráðningu á dönskum markmannsþjálfara. Íslenski boltinn 5. janúar 2026 09:01
Ingimar Stöle semur við Val Ingimar Torbjörnsson Stöle er genginn til liðs við Val í Bestu deild karla í fótbolta en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá KA. Íslenski boltinn 4. janúar 2026 15:39
„Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Damir Muminovic sá öðruvísi endalok fyrir sér á ferlinum hjá Breiðabliki en skilur sáttur við félagið sem hann elskar af öllu sínu hjarta. Hann var líka snöggur að finna sér nýjan samastað. Íslenski boltinn 31. desember 2025 10:31
Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Stuðningsmenn Víkings ættu að stilla inn á Sýn Sport Ísland í kvöld en þá verður farið yfir Íslandsmeistaratímabil karlaliðs félagsins. Íslenski boltinn 28. desember 2025 12:47
Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Alexander Helgi Sigurðarson er nýr þjálfari 2. flokks KR í fótbolta. Félagið greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær. Íslenski boltinn 27. desember 2025 10:30
Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Arnór Ingvi Traustason segist átta sig á því að landsliðsferli hans með Íslandi gæti verið lokið vegna skipta hans heim til KR frá Norrköping í Svíþjóð. Hann sé þó ávallt klár, komi kallið. Íslenski boltinn 25. desember 2025 10:01
Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Arnór Ingvi Traustason segist hafa heyrt frá einhverjum íslenskum liðum áður en hann samdi við KR en þó hvorki Breiðabliki né Víkingi. Íslenski boltinn 24. desember 2025 16:01
„Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Arnór Ingvi Traustason hefur bundið enda á tólf ára atvinnumannaferil og er snúinn heim til Íslands til að spila með KR. Hann hefur tengingu við félagið og ætlar sér stóra hluti. Íslenski boltinn 24. desember 2025 08:01
Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Arnór Ingvi Traustason segir ekkert til í sögum um að hann og Elías Már Ómarsson hafi viljað fara saman heim til Keflavíkur og spila með liðinu í Bestu deild karla í sumar. Arnór samdi við KR en Elías við Víking. Íslenski boltinn 23. desember 2025 13:33