Rasismi Fyrir okkur sem ekki erum útlærð í rasismafræðum og veltum þeim málaflokki ekki fyrir okkur dagsdaglega er þátttaka í samræðum um þau eins og að fara yfir mýri. Við vonumst til að komast yfir þokkalega þurrum fótum en eigum á hættu að sökkva í drulluna. Bara eitt rangt skref/orð getur haft í för með sér skelfilegar afleiðingar. Bakþankar 29. mars 2012 06:00
Hegðun til hliðsjónar Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga sem felur í sér að lögum um líffæragjafir verði breytt þannig að gert sé ráð fyrir "ætluðu samþykki“ við líffæragjafir í stað "ætlaðrar neitunar“. Nái tillagan fram að ganga verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hinn látni hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða þótt einnig sé kveðið á um að taka skuli tillit til óska aðstandenda. Er það markmið þeirra þingmanna sem að tillögunni standa að fjölga líffæragjöfum á Íslandi. Bakþankar 27. mars 2012 04:00
Einnar bókar bullur Þegar ég geng um miðbæ Kordóvu og horfi á gömlu moskuna fyllist ég andagift. Það sem ljær vitund minni vængi er tilhugsunin um að hér sátu múslímar, gyðingar og kristnir á miðöldum og lásu sér til á sama bókasafninu og rökræddu síðan hugmyndir sínar þó ólíkar væru. Bakþankar 26. mars 2012 11:15
Öfgafemínismi Ummæli sem frú Vigdís Finnbogadóttir lét hafa eftir sér í vikublaðinu Monitor á fimmtudaginn hafa farið öfugt ofan í marga. Spurning um öfgafemínisma vakti hörðustu viðbrögðin, þó Vigdís hafi svarað henni á mjög yfirvegaðan hátt. Hún varar við öfgum, sem hún segir geta eyðilagt góðan málstað. Það er hárrétt hjá Vigdísi, þó hvergi hafi verið gerð tilraun til að útskýra meintar öfgar. Bakþankar 24. mars 2012 06:00
Er vorið endanlega komið? Þessi spurning var lögð fyrir lesendur Vísis í vikunni, í kjörkassanum góðkunna. Einhver kynni að spyrja sig hvort hægt væri að spyrja með svo afdráttarlausum hætti. En greinilega eru nógu margir sem hafa trú á mætti viljans og/eða eigin brjóstviti til að svara. Og niðurstöðurnar voru afdráttarlausar. Já sögðu 25% og nei sögðu 75%. Þrátt fyrir góðan vilja og bjartsýni 25% prósenta þess hluta þjóðarinnar sem lagði atkvæði sitt í kjörkassann er vorið því ekki endanlega komið. Bakþankar 23. mars 2012 06:00
Bókmenntafræði hversdagsins Leitið og þér munuð finna.“ Stutt og laggott svar eins kennaranna í almennri bókmenntafræði í denn við spurningu eins nemandans um það hvert viðfangsefni bókmenntafræðinnar væri. Þessi kennari taldi sem sé að túlka mætti hvaða texta sem væri út frá fyrirframgefnum hugmyndum lesandans og heimfæra hverja þá kenningu sem lesandanum væri kærust upp á alla texta sem skrifaðir hafa verið. Textinn öðlaðist ekki merkingu fyrr en í huga lesandans. Bakþankar 22. mars 2012 06:00
Samfélag tómu tunnanna Á dögunum fór ég í sjálfskipað frí frá fjölmiðlaumræðunni. Dvaldi fjarri dægurþrasinu um hríð og vissi ekkert hvaða þingmaður ásakaði kollega sinn í það skiptið fyrir það að vinna markvisst að tortímingu Íslands, eða eitthvað þaðan af verra. En það er allt í lagi, allt þetta beið mín þegar ég sneri á ný til hins siðaða samfélags samfélagsumræðunnar. Bakþankar 21. mars 2012 06:00
Ekki bara dós af þorsklifur Innan um fallega steina á stofuhillunni minni – nokkrar fjölskyldumyndir og fleiri persónulega muni – má finna dós af niðursoðinni þorsklifur. Dósina fékk ég að gjöf frá Igor Katerinitsjev sem ég kynntist nýlega á ferðalagi um eyjuna Senja, sem liggur úti fyrir strönd Norður-Noregs. Bakþankar 20. mars 2012 06:00
Sæta, spæta! Stundum brýtur kona bara allar reglur sem hún hefur sett sér. "Rosalega leistu vel út,“ sagði ég, eins og ekkert væri eðlilegra, við vinkonu mína sem á dögunum mætti í virðulegan umræðuþátt til að ræða alvarleg málefni. Eftir á gerði ég mér grein fyrir að ég hafði ekki sagt orð við hana um hvernig hún stóð sig, hversu vel hún komst að orði og að hún hefði verið afar fagmannleg. Eða fagkvenleg. Bakþankar 19. mars 2012 06:00
Mig langar ekki í pungbindi Angan af nýslegnu grasi fyllir vitin þar sem ég sit undir berum himni og skrifa þessi orð með ylhýra golu í nýlögðu hárinu og hrímað glas af silkimjúku Chardonney við höndina. Djók. Ég sit við eldhúsborðið klædd flannelnáttfötum með saumsprettu í klofinu. Cheerios-ið er sokkið gegnsósa til botns í morgunverðarskálinni og herbergið fyllir rammur þefur af gömlu fiskroði og kaffikorgi því ég nenni ekki út með ruslið. Í miðri baráttu við ritstíflu reikar hugurinn að ísskápnum. Í ávalri flösku liggja dreggjar hvítvíns síðustu helgar. Mig langar í þær. Ástæðurnar eru margar. Lyktin er eins og af grasi, ferskleikinn er eins og gola og eftir nokkra sopa stæði mér á sama um að hárið á mér lítur út eins og gjörningur eftir Ragnar Kjartansson sem gæti heitið Medúsa safnar í dredda. Ein er þó sú ástæða sem myndi ekki liggja til grundvallar ákvörðun um að láta freistast í flöskuna. Bakþankar 16. mars 2012 06:00
Áfram veginn Það var ekkert sérstaklega upplýsandi að fylgjast með réttarhöldunum í málinu gegn Geir H. Haarde. Flest sem þar var sagt kemur fram í 2.400 blaðsíðna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þeir sem áttu von á glænýjum upplýsingum sem varpa myndu nýju ljósi á hrunið og draga fram sannleikann eina í málinu urðu fyrir vonbrigðum. Kynt var undir væntingum, til dæmis, þegar afturköllunartillagan var rædd í þinginu. Hana mátti ekki samþykkja því þá fengjum við ekki yfirheyrslurnar yfir öllu lykilfólkinu í Landsdómi. Látið var eins og allir myndu loksins segja satt í Þjóðmenningarhúsinu enda eiðsvarnir. Þá hentaði ekki að geta þess að þegar sama fólk kom fyrir rannsóknarnefndina bar því að segja satt ellegar ætti það yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. Bakþankar 15. mars 2012 06:00
Samhengi hlutanna Ef ég ætti fyrirtæki mundi ég aldrei ráða konu í vinnu,“ sagði sextán ára bekkjarfélagi minn í félagsfræði 101 án þess að blikna. Verið var að ræða stöðu kynjanna í kennslustund og spruttu af þessu hressilegar umræður. Drengurinn lét þó ekki haggast enda fannst honum einfaldlega liggja í augum uppi að konur væru verri starfskraftur en karlar. Það fylgdi þeim vesen og þá aðallega "vesen í kringum börn“ með tilheyrandi fjarveru frá vinnu. Hann lét það ekki slá sig út af laginu að kennarinn var útivinnandi kona og móðir, né að sjálfur var hann barn konu. Bakþankar 14. mars 2012 06:00
Ný kynslóð láti í sér heyra Sú hefð hefur myndast á Íslandi að ekki hefur þótt til siðs að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Tvívegis hefur þessi hefð verið rofin, árin 1988 og 2004, en með fullri virðingu fyrir frambjóðendunum sem buðu sig fram gegn forseta í hvort skipti áttu þeir svo til enga möguleika á kjöri. Að teknu tilliti til þess má því segja sem svo að hingað til hafi einu sinni kjörnir forsetar getað setið í embættinu að vild. Bakþankar 13. mars 2012 06:00
Úr hlekkjum launaleyndar Það var einhvern tímann á blautvoðungs tímabilinu mínu hér á Suður-Spáni að ég sat með nokkrum félögum á krá og sötraði öl. Allt var eins og best var á kosið uns einn félagi minn snýr sér að mér og spyr án nokkurra vafninga: "Hvað þénar þú mikið á mánuði, Jón?“ Mig rak í rogastans. Bakþankar 12. mars 2012 06:00
Stóra bensínsamsærið Bíllinn minn er á verkstæði og ég hef því neyðst til að reiða mig á velviljaða samstarfsfélaga til að koma mér í og úr vinnu. Í einni af þessum ferðum trúði vinnufélagi minn mér fyrir því að hann brysti í grát í hvert skipti sem hann tæki bensín. Titrandi röddin og tárvot augun gáfu til kynna að honum var alvara, en mér tókst því miður ekki að hughreysta hann vegna þess að ég veit að bensínverð lækkar aldrei. Bakþankar 10. mars 2012 13:00
Of feit fyrir þig? Ég heiti Brynhildur og ég er ekki óhamingjusöm. Ég lifi góðu lífi, er í skemmtilegu og gefandi starfi, á yndislega fjölskyldu og frábæra vini. Ég er heilsuhraust, stunda afar skemmtilega líkamsrækt þrisvar í viku, nýt þess að lesa góðar bækur og fara í leikhús, hef ekki teljandi fjárhagsáhyggjur og á fullt af flottum fötum. Já, ég er fegurðardrottning. Bakþankar 9. mars 2012 09:00
Sætustu stelpuna á Bessastaðaballið Efnt hefur verið til nokkurs konar raunveruleikaþáttar þar sem ræddir eru kostir og lestir hugsanlegra forsetaframbjóðenda. Enginn af kandídötunum hefur reyndar skráð sig til leiks í þættinum, en þeir eru engu að síður vegnir og metnir, gefnar einkunnir og stimplaðir hæfir eða óhæfir. Helsta niðurstaða dómara þáttarins hingað til er að það sé kominn tími á að fá konu í forsetaembættið. Bakþankar 8. mars 2012 11:00
Nýtt og endurnýtt Það er í tísku að endurnýta og endurvinna. Gera upp hús á sniðugan og hagkvæman hátt, jafnvel lífrænan. Það er í tísku að leggja bílnum og ganga eða hjóla. Sumir ganga svo langt að selja bílinn og tala um frelsun frá oki bensínreikningsins. Þetta sé ekkert mál, maður þurfi bara að skipuleggja sig, leggja tímanlega af stað. Þeir sem frelsast hvað harðast breiða út boðskapinn og verður mikið í mun að frelsa fleiri. Bíllaus dagur, tökum strætó, hjólum í vinnuna og brennum kaloríum í leiðinni. Bakþankar 7. mars 2012 07:00
Ekkert hefur breyst Þegar ég flosnaði upp úr námi á sínum tíma hafði ég ekki klárað helminginn af þeim einingum sem mér bar að skila til stúdentsprófs á félagsfræðibraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Hafði ég þó "stundað námið“ í fjögur ár í það heila. Eftir nokkur ár á togara settist ég svo aftur veturlangt á skólabekk á Selfossi og kláraði það sem ég átti eftir, enda hafði ég þá nýlega fengið þá flugu í höfuðið að Háskóli Íslands væri eitthvað fyrir mig. Ég hafði því skýrt markmið og ég lagði mig fram. Þann vetur komst ég að því að það kemur sér vel í prófum að mæta í tíma og frumlesa ekki námsefnið nóttina áður. Þýska er gott dæmi, í þessu samhengi. Stærðfræði er annað. Bakþankar 6. mars 2012 06:00
Pitsan – samsímasaga - Pizza Pöpull, góðan dag! Hvernig get ég aðstoðað? - Við Dóra höfum ákveðið að íhuga að panta hjá ykkur pitsu. Á síðustu 16 árum hef ég fjórum sinnum pantað mér pitsu með skinku og ananas. Það hefur veitt mér mikla gleði. Bakþankar 5. mars 2012 07:00
Hneykslanleg hneykslunarárátta Fátt fer meira í taugarnar á mér en hneykslunarárátta. Þess vegna hneykslast ég mjög gjarnan á því hvað mér finnst fólk hneykslunargjarnt. Þess á milli hneykslast ég á því að fólk skuli ekki hneykslast á því sem mér finnst sannarlega hneykslunarvert. Eftir að ég tók að temja mér þann leiða ósið að dvelja langdvölum á Facebook hefur þessi innri Bakþankar 3. mars 2012 06:00
Árið 1996 Árið 1996 hófst á mánudegi. Íslendingar voru 267.958 að tölu. Bíómiði kostaði 550 krónur. Mánaðaráskrift að Morgunblaðinu kostaði 1.700 krónur. Fréttablaðið var ekki til. Árið 1996 átti Davíð Oddsson eftir að vera forsætisráðherra í átta ár. Ólafur Skúlason var biskup. Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir Þjóðvaka. Það var herstöð á Miðnesheiði. Enn voru sex ár í einkavæðingu bankanna. Tólf ár í Hrunið. Bakþankar 2. mars 2012 06:00
Asnarnir á Alþingi Það vefst ekki fyrir okkur almenningnum að úthúða alþingismönnum. Þeir eru asnar og fífl sem ganga erinda einhverra annarra en okkar, taka sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni og hugsa allra helst um eigin rass. Þetta á við um þingmenn allra flokka. Allt eru þetta sömu sveppirnir sem gleymdu hástemmdu loforðunum í sigurvímunni á kosninganótt og settust á þing óbundnir af öllu og öllum og þiggja launin sín og svo eftirlaunin þegar þar að kemur hlæjandi að okkur sem kusum þá í þeirri trú að þeir ætluðu að láta gott af sér leiða. Við vorum tekin. Bakþankar 1. mars 2012 06:00
Rödd þjóðarinnar Árið 1996 vildi ég, þrátt fyrir að finnast forsetaembættið óþarft, að róttæki vinstri maðurinn Ólafur Ragnar Grímsson yrði kjörinn. Aðallega þar sem það var gegn vilja hins pólitíska valdakerfis. Já, æskan er oft bláeyg. Bakþankar 29. febrúar 2012 10:00
Sleppt og haldið Maður einn er á leið á áfangastað og má engan tíma missa. Eftir stutta för kemur hann að gatnamótum þar sem hann þarf að velja á milli tveggja vega. Annar liggur í vestur og hinn í austur en báðir hlykkjast þeir með tíð og tíma til norðurs í átt að áfangastaðnum. Maðurinn er ekki kunnugur vegunum, lætur kylfu ráða kasti og fer í vestur. Nokkrum tímum síðar er hann kominn á áfangastað en hann er seinn og verður því pirraður. Nú gæti maðurinn eftir þetta langa ferðalag bölsótast út í vegvalið. Þær skammir eiga þó aðeins rétt á sér ef hinn vegurinn var styttri. Hafi hann verið lengri getur maðurinn skammast út í það eitt að hafa ekki lagt fyrr af stað. Bakþankar 28. febrúar 2012 11:00
Sveindómssaga þaggar í þeim gamla Á leiðinni frá Priego til háskólans í Kordóbu kem ég venjulega við í þorpinu Cabra og tek þar upp í ungan mann sem einnig stundar nám við skólann. Með þessu móti má spara drjúganbensíneyri og svo gefst þarna gamla Bílddælingnum tækifæri til að segja ungum spanjóla sögur að vestan. Hann er reyndar um tvítugt en hefur aldrei á sinni lífsfæddri ævi heyrt af fólki eins og Ödda, Hannesi, Áka eða Agnari. Bakþankar 27. febrúar 2012 07:00
Með skítinn upp að hárlínu Einu sinni var það regla frekar en undantekning að fólk ritaði skoðanir sínar á vefsíður undir dulnefni. Það voru ömurlegir tímar. Svo kom Facebook til sögunnar og kynnti sérstaka tengingu við vefsíður, sem gerir fólki kleift að nota aðgang sinn að samskiptasíðunni til að rita ummæli undir fullu nafni. Vissulega var það mikið framfaraskref, en þegar ummælakerfi fréttasíða eru skoðuð sést að þau eru lítið annað en sorglegur vitnisburður um tilraun sem mistókst. Bakþankar 25. febrúar 2012 06:00
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun