Marserað fram á við Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 28. mars 2012 00:01 HönnunarMars hinn fjórði fór fram um síðustu helgi. Reykjavík iðaði öll af lífi en yfir fimm hundruð hönnuðir tóku þátt og sýndu verk sín um allan bæ. Augljóslega vantar ekkert upp á sköpunarhæfileika íslenskra hönnuða. Gestir höfðu úr yfir 100 viðburðum að velja á 60 stöðum víðsvegar um borgina; tískusýningum, húsgagnasýningum, arkitektúr, vöruhönnun, matarhönnun og fyrirlestrum og svo mætti lengi telja. Það var enda langþráður vorilmur í lofti. Þó Reykvíkingar hafi reyndar ekki getað grillað úti á stuttermabol þessa helgi eins og Akureyringar, var hitinn hærri en hann hefur verið lengi. Smá rok. Smá rigning. En samt eins og vorið væri að koma og lundin því létt. Ég heldlíka að gestir HönnunarMars hafi almennt verið hrifnir. Fólk dreif sig í bæinn og þræddi sýningar. Fékk sér kaffi, smakkaði hrísgrjónaís og skyrkonfekt, nýjar landbúnaðarafurðir sem þróuðust í samstarfi íslenskra hönnuða og bænda. Heyra mátti á spjalli fólks að því fannst æðislega gaman, ótrúlega margt að sjá. Krafturinn í íslenskum hönnuðum væri einstakur, sérstaklega núna síðustu misseri. Hrunið hefði greinilega virkað eins og vítamínsprauta á skapandi fólk og nýsköpun mætti sjá á hverju strái. Fólk talaði um hvað íslenska hönnunarsenan væri ung og kraumandi, fullkomlega samkeppnishæf við erlendu senuna. Það væri eitthvað „séríslenskt“ við hana, eitthvað sem ekki væri að finna annars staðar í heiminum. Gott ef ekki örlaði á léttri rembu! Því þetta er alveg satt. Það er magnað að árleg hönnunarhátíð pínulítillar þjóðar geri ekkert nema vaxa milli ára. Að erlendir blaðamenn flykkist til Reykjavíkur til að fylgjast með og fokfrægir fyrirlesarar tali fyrir fullu húsi og íslenskir hönnuðir, búsettir í útlöndum, geri sér sérstaklega far um að taka þátt í hinum íslenska HönnunarMars. En hvað svo? Orð eins og „kraumandi“ og „kraftur“ og „nýsköpun“ heyrðust einnig á HönnunarMars í fyrra og þar áður og þarþar áður. Og fyrir tíu árum þegar kennsla hófst í hönnunargreinum í LHÍ. En er einhver tilbúinn að veðja á íslenska hönnun? Leggja peninga í rannsóknir? Leggja peninga í vöruþróun? Fjárfesta í kraumandi nýsköpunarfyrirtækjum? Kaupa íslenska hönnun? Ráða hönnuð í vinnu? Ég vona að gestir hafi meint hvert orð. Að HönnunarMars sé kominn til að vera og að nú verði marserað fram á við á fullu gasi. Einn, tveir, einn, tveir og ekkert staðar nem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
HönnunarMars hinn fjórði fór fram um síðustu helgi. Reykjavík iðaði öll af lífi en yfir fimm hundruð hönnuðir tóku þátt og sýndu verk sín um allan bæ. Augljóslega vantar ekkert upp á sköpunarhæfileika íslenskra hönnuða. Gestir höfðu úr yfir 100 viðburðum að velja á 60 stöðum víðsvegar um borgina; tískusýningum, húsgagnasýningum, arkitektúr, vöruhönnun, matarhönnun og fyrirlestrum og svo mætti lengi telja. Það var enda langþráður vorilmur í lofti. Þó Reykvíkingar hafi reyndar ekki getað grillað úti á stuttermabol þessa helgi eins og Akureyringar, var hitinn hærri en hann hefur verið lengi. Smá rok. Smá rigning. En samt eins og vorið væri að koma og lundin því létt. Ég heldlíka að gestir HönnunarMars hafi almennt verið hrifnir. Fólk dreif sig í bæinn og þræddi sýningar. Fékk sér kaffi, smakkaði hrísgrjónaís og skyrkonfekt, nýjar landbúnaðarafurðir sem þróuðust í samstarfi íslenskra hönnuða og bænda. Heyra mátti á spjalli fólks að því fannst æðislega gaman, ótrúlega margt að sjá. Krafturinn í íslenskum hönnuðum væri einstakur, sérstaklega núna síðustu misseri. Hrunið hefði greinilega virkað eins og vítamínsprauta á skapandi fólk og nýsköpun mætti sjá á hverju strái. Fólk talaði um hvað íslenska hönnunarsenan væri ung og kraumandi, fullkomlega samkeppnishæf við erlendu senuna. Það væri eitthvað „séríslenskt“ við hana, eitthvað sem ekki væri að finna annars staðar í heiminum. Gott ef ekki örlaði á léttri rembu! Því þetta er alveg satt. Það er magnað að árleg hönnunarhátíð pínulítillar þjóðar geri ekkert nema vaxa milli ára. Að erlendir blaðamenn flykkist til Reykjavíkur til að fylgjast með og fokfrægir fyrirlesarar tali fyrir fullu húsi og íslenskir hönnuðir, búsettir í útlöndum, geri sér sérstaklega far um að taka þátt í hinum íslenska HönnunarMars. En hvað svo? Orð eins og „kraumandi“ og „kraftur“ og „nýsköpun“ heyrðust einnig á HönnunarMars í fyrra og þar áður og þarþar áður. Og fyrir tíu árum þegar kennsla hófst í hönnunargreinum í LHÍ. En er einhver tilbúinn að veðja á íslenska hönnun? Leggja peninga í rannsóknir? Leggja peninga í vöruþróun? Fjárfesta í kraumandi nýsköpunarfyrirtækjum? Kaupa íslenska hönnun? Ráða hönnuð í vinnu? Ég vona að gestir hafi meint hvert orð. Að HönnunarMars sé kominn til að vera og að nú verði marserað fram á við á fullu gasi. Einn, tveir, einn, tveir og ekkert staðar nem.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun