Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Sögu­legt minni megi hvetja okkur til dáða

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi.

Innlent
Fréttamynd

Leggja til breytingu á nafni Sam­fylkingarinnar

Tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar munu leggja fram tillögu á komandi landsfundi Samfylkingarinnar í næsta mánuði sem felur í sér að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarflokkurinn. Þeir segja að tími sé kominn til að nafn flokksins vísi beint til stefnu hans.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Setning Al­þingis

Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Telur óvíst að heimila eigi flutning barna með valdi

Alþingi þarf að taka alvarlega umræðu um hvort aðfararheimild í forsjármálum sé réttlætanleg og börnum fyrir bestu, að mati þingmanns Samfylkingar. Hann gagnrýnir skoðanaleysi barnamálaráðherra á máli þar sem barn var flutt með valdi milli foreldra á barnaspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Hækka lág­mark bif­reiða- og vöru­gjalda

Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár.

Bílar
Fréttamynd

Hækka gjald á á­fengi og tóbak

Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna.

Neytendur
Fréttamynd

Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs.

Innlent
Fréttamynd

Lauf­ey hættir hjá Sjálf­stæðis­flokknum

Laufey Rún Ketilsdóttir hefur sagt upp sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur gegnt starfinu undanfarin þrjú ár en hún segir tímann leiða í ljós hver næstu skref verða.

Innlent
Fréttamynd

Staða Íslands sterk í orkumálum

Við bæði sjáum og finnum á eigin skinni að hagkerfi heimsins eiga nú við ramman reip að draga í baráttunni við háa verðbólgu. Orkuverð í Evrópu hefur sjaldan verið hærra og ógnar það fjármálastöðugleika í álfunni. Verðbólguspár í Evrópu fara hækkandi og er því eins farið á Íslandi þar sem hátt húsnæðisverð og einkaneysla hafa drifið verðbólguna áfram. Þrátt fyrir að hafa séð örlitla verðbólgulækkun hér á landi í lok ágústmánaðar, er full snemmt að lýsa yfir sigri.

Skoðun
Fréttamynd

Telur rétt að menningar­mála­ráð­herra rök­styðji skipanina

Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál.

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún tekur annan hring

Kristrún Frostadóttir, alþingismaður og frambjóðandi til formanns Samfylkingarinnar, hefur ferð kringum landið á Akranesi á morgun. Hún segist vilja eiga opið samtal við fólkið í landinu og svara spurningum þess.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar því að Jón Baldvin hafi skipt um skoðun og klárað dæmið

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segist fyrstur stjórnmálamanna hér á landi hafa lagt til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna frá Sovétríkjunum. Hann segir tillögur sínar hafa fengið dræm viðbrögð til að byrja með. Meðal annars frá þáverandi utanríkisráðherra Jóni Baldvin Hannibalssyni sem þó hafi klárað málið með sóma.

Innlent
Fréttamynd

Fækkun sýslu­manna – stöldrum við

Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíalistar hástökkvarar í nýrri könnun

Fylgi Sósíalista hefur nær aldrei mælst hærra og hækkar mesta allra flokka í nýrri könnun Maskínu. Í júlí mældist flokkurinn með um fimm prósenta fylgi en nú með 7,3 prósent. Flokkurinn hefur hæst farið í 7,6 prósent í könnun Maskínu í desember í fyrra.

Innlent