„Við gefumst aldrei upp“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. janúar 2024 19:21 Mohammed Alhaw og Naji Asar hafa dvalið á Austurvelli í tæpan mánuð. Vísir/Einar Tjald á vegum Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar sem hefur verið uppi fyrir framan Alþingishúsið í tæpan mánuð var tekið niður í dag. Mótmælendur segjast alls ekki vera að gefast upp og ætla að halda dvölinni áfram án tjaldsins. Tjaldbúðirnar voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Fyrst um sinn voru einungis lítil tjöld þar fyrir mótmælendur til þess að sofa í. Skömmu síðar var þetta stóra hvíta tjald reist en það hefur orðið að ákveðnum samkomustað fyrir mótmælendur og stuðningsmenn þeirra. Krafan var sú að stjórnvöld myndu beita sér fyrir því að fylgja eftir fjölskyldusameiningum sem höfðu verið samþykktar. Nú hafa stjórnvöld hins vegar óskað eftir því að tjaldið verði fjarlægt. Tveir þeirra sem hafa dvalið á Austurvelli síðasta tæpa mánuðinn eru Naji og Mohammed. „Við munum aldrei gefast upp. Við virðum þessar reglur Reykjavíkurborgar því borgin sýnir mér virðingu og veitir mér tækifæri til að tala um þessar kröfur. Nú eru 29 dagar liðnir. Ég er þakklátur fyrir tækifærið. Vonandi fæ ég tækifæri til að setja þetta tjald upp aftur,“ segir Mohammed. Klippa: Mótmælendur á Austurvelli pakka saman Þeir segjast ekki ætla að fara neitt og halda áfram að vera á Austurvelli án tjalds „Við verðum hér án tjalds. En hjartahlýtt íslenskt fólk kemur hingað og veitir okkur jákvæða strauma og hlýju. Við gefumst aldrei upp og verðum áfram á götum úti. Við biðjum stjórnvöld um að koma fjölskyldum okkar frá Gasa, láta þeim í té húsnæði og öryggi og styðja palestínska borgara. Við þökkum öllum sem hafa stutt okkur og gefumst aldrei upp. Skilaboðin frá okkar fólki eru að við gefumst aldrei upp. Við berjumst fyrir réttlæti,“ segir Naji. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Tjaldbúðirnar voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Fyrst um sinn voru einungis lítil tjöld þar fyrir mótmælendur til þess að sofa í. Skömmu síðar var þetta stóra hvíta tjald reist en það hefur orðið að ákveðnum samkomustað fyrir mótmælendur og stuðningsmenn þeirra. Krafan var sú að stjórnvöld myndu beita sér fyrir því að fylgja eftir fjölskyldusameiningum sem höfðu verið samþykktar. Nú hafa stjórnvöld hins vegar óskað eftir því að tjaldið verði fjarlægt. Tveir þeirra sem hafa dvalið á Austurvelli síðasta tæpa mánuðinn eru Naji og Mohammed. „Við munum aldrei gefast upp. Við virðum þessar reglur Reykjavíkurborgar því borgin sýnir mér virðingu og veitir mér tækifæri til að tala um þessar kröfur. Nú eru 29 dagar liðnir. Ég er þakklátur fyrir tækifærið. Vonandi fæ ég tækifæri til að setja þetta tjald upp aftur,“ segir Mohammed. Klippa: Mótmælendur á Austurvelli pakka saman Þeir segjast ekki ætla að fara neitt og halda áfram að vera á Austurvelli án tjalds „Við verðum hér án tjalds. En hjartahlýtt íslenskt fólk kemur hingað og veitir okkur jákvæða strauma og hlýju. Við gefumst aldrei upp og verðum áfram á götum úti. Við biðjum stjórnvöld um að koma fjölskyldum okkar frá Gasa, láta þeim í té húsnæði og öryggi og styðja palestínska borgara. Við þökkum öllum sem hafa stutt okkur og gefumst aldrei upp. Skilaboðin frá okkar fólki eru að við gefumst aldrei upp. Við berjumst fyrir réttlæti,“ segir Naji.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira