Tjaldið tekið niður Jón Þór Stefánsson skrifar 24. janúar 2024 14:00 Tjaldið hefur staðið við Alþingishúsið í tæpan mánuð. Vísir/Einar Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. „Mótmælabúðir okkar hafa verið friðsælar með öllu og fylgt öllum lagalegum viðmiðum. Lögreglan og fulltrúar borgarinnar hafa lýst því að mótmæli okkar hafi verið til fyrirmyndar og án nokkurra vandræða,“ segir í yfirlýsingu sem mótmælendurnir sendu á fréttastofu. Þar er fullyrt að Reykjavíkurborg, sem hefur hingað til veitt leyfi fyrir mótmælunum, hafi beðið mótmælendurna um að fjarlægja það eina tjald sem eftir var fyrir framan Alþingishúsið. „Ef borgin leyfir okkur ekki að hafa tjald yfir höfðinu, á meðan við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma fjölskyldum okkar frá Gasasvæðinu og koma í vef fyrir frekari brottflutning Palestínumanna, munum við dvelja hér áfram án tjalds. Ábyrgð okkar fer ekki með tjaldinu.“ Mótmælendurnir gefa til kynna að ákvörðun borgarinnar sé tekin vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum. Umræða um tjaldbúðirnar hefur farið hátt undanfarna daga, þá sérstaklega í kjölfar Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem sagði að dvöl palestínumannanna í tjaldinu hefði ekkert með mótmæli að gera. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifaði Bjarni á Facebook í síðustu viku, en í kjölfar hennar hefur hann birt tvær færslur til viðbótar sem tengjast mótmælunum eða málefni flóttafólks. Í samtali við fréttastofu í dag greindi einn mótmælandi frá því í dag að þeir ætluðu sér ekki að taka niður palestínska fána sem hafa verið flaggað á Austurvelli. Bjarni hefur minnst á fánanna, en hann hefur sagt óásættanlegt að öðrum þjóðfána en íslenska fánanum hafi verið flaggað við Alþingi Íslendinga dögum saman. Í yfirlýsingu sinni gagnrýna mótmælendurnir framferði Bjarna í málinu. Því er haldið fram að Bjarni og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi bæði hafnað að funda með mótmælendum. „Þess í stað hafa þau niðurlægt okkur á opinberum vettvangi og tjáð, bæði í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum, að við séum óvelkomin á Íslandi.“ Í síðustu viku voru mótmælendunum settar meiri skorður enn áður hafði verið. Þeim var gert að vera bara með eitt tjald og þau máttu ekki gista í því. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
„Mótmælabúðir okkar hafa verið friðsælar með öllu og fylgt öllum lagalegum viðmiðum. Lögreglan og fulltrúar borgarinnar hafa lýst því að mótmæli okkar hafi verið til fyrirmyndar og án nokkurra vandræða,“ segir í yfirlýsingu sem mótmælendurnir sendu á fréttastofu. Þar er fullyrt að Reykjavíkurborg, sem hefur hingað til veitt leyfi fyrir mótmælunum, hafi beðið mótmælendurna um að fjarlægja það eina tjald sem eftir var fyrir framan Alþingishúsið. „Ef borgin leyfir okkur ekki að hafa tjald yfir höfðinu, á meðan við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma fjölskyldum okkar frá Gasasvæðinu og koma í vef fyrir frekari brottflutning Palestínumanna, munum við dvelja hér áfram án tjalds. Ábyrgð okkar fer ekki með tjaldinu.“ Mótmælendurnir gefa til kynna að ákvörðun borgarinnar sé tekin vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum. Umræða um tjaldbúðirnar hefur farið hátt undanfarna daga, þá sérstaklega í kjölfar Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem sagði að dvöl palestínumannanna í tjaldinu hefði ekkert með mótmæli að gera. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifaði Bjarni á Facebook í síðustu viku, en í kjölfar hennar hefur hann birt tvær færslur til viðbótar sem tengjast mótmælunum eða málefni flóttafólks. Í samtali við fréttastofu í dag greindi einn mótmælandi frá því í dag að þeir ætluðu sér ekki að taka niður palestínska fána sem hafa verið flaggað á Austurvelli. Bjarni hefur minnst á fánanna, en hann hefur sagt óásættanlegt að öðrum þjóðfána en íslenska fánanum hafi verið flaggað við Alþingi Íslendinga dögum saman. Í yfirlýsingu sinni gagnrýna mótmælendurnir framferði Bjarna í málinu. Því er haldið fram að Bjarni og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi bæði hafnað að funda með mótmælendum. „Þess í stað hafa þau niðurlægt okkur á opinberum vettvangi og tjáð, bæði í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum, að við séum óvelkomin á Íslandi.“ Í síðustu viku voru mótmælendunum settar meiri skorður enn áður hafði verið. Þeim var gert að vera bara með eitt tjald og þau máttu ekki gista í því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15
Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40