Björn Bjarnason gefur ekkert fyrir meintar vinsældir Kristrúnar Björn Bjarnason bloggari, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins með meiru, telur kannanir sem leiða í ljós að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar njóti meira trausts en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, út í bláinn. Innlent 18. nóvember 2022 13:28
Áform ráðherra leiði til þess að frumkvöðlar stofni fyrirtæki erlendis Margir af máttarstólpum nýsköpunargeirans telja að ef lagafrumvarp um innleiðingu á rýni á erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis verði að lögum í óbreyttri mynd muni íslenskir frumkvöðlar í auknum mæli kjósa að stofna fyrirtæki erlendis um starfsemina til að komast hjá íþyngjandi áhrifum þess. Frumkvöðlar og fjárfestar í nýsköpun telja að frumvarpið muni hafa „verulega íþyngjandi áhrif á íslensk nýsköpunarfyrirtæki“ og dragi úr möguleikum þess að verða sér úti um alþjóðlegt fjármagn en lítið sé um sérhæfða fjárfesta sökum smæðar landsins. Innherji 18. nóvember 2022 11:42
Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun. Innlent 18. nóvember 2022 07:43
Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. Innlent 17. nóvember 2022 18:30
Bændur vilja þrengri skilyrði vegna erlendrar fjárfestingar í jörðum Bændasamtök Íslands vilja að erlendri fjárfestingu í jörðum á íslenskri grundu verði þrengri skorður settar en fram koma í nýju frumvarpi til laga um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu. Innherji 17. nóvember 2022 16:58
Þorbjörg segir „innanhúsmet í meðvirkni“ hafa fallið á Alþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ósátt með þann farveg sem umræðan um Íslandsbankasölumálið er farin í á Alþingi. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ástæðu til að vekja máls á þeim leka sem varð á skýrslu ríkisendurskoðunar til fjölmiðla. Trúnaður átti að ríkja um skýrsluna í sólarhring til að gefa nefndarmönnum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis ráðrúm til að gaumgæfa hana áður en fjölmiðlar inntu þá eftir svörum um efni hennar. Innlent 17. nóvember 2022 14:54
Athugasemdir Bankasýslunnar „allrar athygli verðar“ og varpi mögulega ljósi á að vinna Ríkisendurskoðunar þarfnist skoðunar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef athugasemdir Bankasýslu ríkisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reynist réttar hafi ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur ekki ástæðu til að efast um fagleg vinnubrögð ríkisendurskoðunar. Innlent 17. nóvember 2022 12:02
Tekist á um bælingarfrumvarp Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður Vinstri grænna saka nýstofnuð samtök samkynhneigðra um hatur á transfólki og að þau tengist erlendum haturssamtökum sem deili sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Formaður hinna nýju samtaka hefur kvartað undan ummælum varaþingmannsins til forseta Alþingis. Innlent 17. nóvember 2022 11:55
Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. Innlent 17. nóvember 2022 11:52
Vonar að rangt sé haft eftir Katrínu og Lilju því viðbrögð þeirra eru óskiljanleg Svo virðist vera sem skilningur á merkingu hugtaksins „pólitísk ábyrgð“ sé út og suður. Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki, segir það alvarlegt mál þegar ráðamenn vísi til hugtaksins án þess að nokkur skilningur á merkingu þess sé fyrir hendi. Innlent 17. nóvember 2022 11:34
Rannsóknarnefnd strax Það hefur verið áhugavert að fylgja með viðbrögðum Bankasýslunnar við skýrslu Ríkisendurskoðanda. Bæði formaður og forstjóri hafa brugðist við og virðast ekki sjá neitt athugavert við leið sem valin var, hina svokölluðu tilboðsleið. Er Ríkisendurskoðandi m.a. sakaður um vanþekkingu á viðfangsefninu og seinagang. Skoðun 17. nóvember 2022 10:30
Afruglun á umræðu um brottvísanir Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini. Skoðun 17. nóvember 2022 08:30
Flestir umsagnaraðilar fylgjandi banni við blóðmerahaldi Fimmtán umsagnir bárust um endurflutt frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi en umsagnarfresturinn rann út í gær. Langflestir sem sendu inn umsögn eru fylgjandi banninu og fordæma meðferð hrossanna, meðal annars hversu mikið blóð sé tekið á skömmum tíma. Innlent 17. nóvember 2022 07:34
Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. Innlent 16. nóvember 2022 11:26
Íslenskan er okkar allra Íslensk tunga er dýrmæt auðlind sem á stóran þátt í að móta okkar sterka samfélag. Tungumálið er tenging við söguna og mikilvægur hluti af menningarlegu fullveldi þjóðarinnar. Upp er runnin dagur íslenskrar tungu þar sem við minnum okkur á það grundvallarhlutverk sem tungumálið okkar gegnir fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar. Skoðun 16. nóvember 2022 06:30
„Eitt stórt klúður frá upphafi til enda“ „Tilfinning þjóðarinnar reyndist rétt, það er staðfest í þessari skýrslu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún flutti ræðu í sérstakri umræðu á Alþingi fyrr í kvöld þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra var til andsvara. Innlent 15. nóvember 2022 22:14
„Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. Innlent 15. nóvember 2022 18:42
Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. Innlent 15. nóvember 2022 17:26
Hvað svo? Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka. Skoðun 15. nóvember 2022 16:30
Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. Innlent 15. nóvember 2022 15:26
Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. Viðskipti innlent 15. nóvember 2022 07:00
Hefðu ekki náð öllum markmiðum sölunnar á hærra verði Ríkið hefði ekki getað náð öllum markmiðum sínum með sölu á hlut í Íslandsbanka og fengið hærra verð fyrir, að sögn fjármálaráðherra. Hann segist ekki sjá orsakasamhengi á milli mistaka sem gerð voru í söluferlinu og þess að rangar ákvarðanir hafi verið teknar. Innlent 14. nóvember 2022 22:05
Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. Viðskipti innlent 14. nóvember 2022 20:09
Segir Bjarna ekki þora að mæta sér í Kastljósi Formaður Samfylkingarinnar segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra ekki þora að mæta sér í Kastljósi í kvöld til þess að ræða Íslandsbankaskýrsluna. Hún segir málinu engan veginn vera lokið. Innlent 14. nóvember 2022 18:08
Katrín aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf Björk Guðmundsdóttur, söngkonu, aldrei fyrirheit um að gefa út formlega yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum, þvert á fullyrðingar Bjarkar. Þá var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg sem Björk sagði að hefði verið með í ráðum. Erlent 14. nóvember 2022 17:58
Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu. Innlent 14. nóvember 2022 16:25
Sér engar alvarlegar ábendingar um lögbrot Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni. Innlent 14. nóvember 2022 15:34
Vinstri græn vilji bara vera inni í herberginu þegar góssinu sé skipt Greina má mikil viðbrögð og hörð á samfélagsmiðlum vegna efnis skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 14. nóvember 2022 14:09
Fyrir liggi algjör falleinkunn og ríkisstjórnin verði að kannast við ábyrgð sína Fulltrúar stjórnarandstöðu segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Kallað er eftir að rannsóknarnefnd Alþingis verði stofnuð. Fjármálaráðherra beri alla ábyrgð. Viðskipti innlent 14. nóvember 2022 12:15
Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. Viðskipti innlent 14. nóvember 2022 12:05