Mikilvæg mál föst vegna „störukeppni“ ríkisstjórnarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 22:25 Sigmar vill að þingviljinn fái að ráða ef ríkisstjórninn nær ekki að komast að samkomulagi. Vísir/Arnar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið. Sigmar segir í ræðu sinni á Alþingi í dag að augljóst væri að VG tækju sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann segir það ekki vera sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gangi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna. Líklega sé meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum á þingi. „Við höfum séð það auðvitað núna eftir að VG fór ða hefja þessa naflaskoðun sína um það hvort þau væru vinstri flokkur. Þeir hafa verið að gefa það í skyn að þeir væru að fara að stoppa lögreglulögin. Það hefur síðan auðvitað keðjuverkandi áhrif á önnur lög,“ segir Sigmar. „Við erum með stór mál undir í þinginu, mikilvæg fyrir þjóðarheill og við viljum ekki að þetta sé allt stopp bara vegna þess að menn eru fastir í því að stjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Það er allt í lagi að láta þingviljann ráða ef það er meirihluti fyrir einhverjum málum. Eins og ég tel að það sé í lögreglulögunum, mannréttindastofnun og fleiri slíkum málum,“ bætir hann við. Ólíkir flokkar með ólíkar skoðanir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gott mál að Viðreisnarliðar vilji „greiða fyrir góðum málum“ en tekur ekki undir með Sigmari um störukeppnina svokölluðu. Ríkisstjórnarflokkarnir séu með sterkar og ólíkar skoðanir á hlutunum. „Það auðvitað ekki að koma neinum á óvart að svo ólíkir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn þurfi á þessum tímapúnkti að setjast niður og sjá hvar mál eru stödd í nefnd. Og hversu langt þau eru komin og hvað er raunhæft að klára. Það er hlutverk okkar í ríkisstjórn og inni á þingi að ná lendingu í því,“ segir Hildur. Þá segir Hildur að athugasemdir Sigmars komi úr nokkuð harðri átt þar sem þingmenn Viðreisnar hafi ekki náð að koma sér saman innbyrðis um atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið á dögunum. „Þingmenn Viðreisnar voru tvist og bast á gulum, rauðum og grænum í einstaka greinum í því frumvarpi. Og það var þó innan sama þingflokks. Þannig ég myndi kannski ráðleggja Sigmari að einbeita sér að eigin þingflokki. Það á ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórnin er núna bara í þeirri vegferð að reyna að ná lendingu í hvernig þinglokin geta litið út,“ segir Hildur. Sama hvaðan gott kemur Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum Hildar segir Sigmar að það sé sama hvaðan gott kemur. Þriðja umræða um útlendingamálin sé ekki búin og enn eigi eftir að greiða atkvæði um frumvarpið í heild sinni. „Við erum ofureinfaldlega að benda á það að það gerist of oft hér í þinginu að mál stöðvast sem þingmeirihluti er fyrir bara vegna þess að einhver einn flokkur í ríkisstjórninni notar neitunarvald á hina flokkana. Okkur finnst að það eigi ekki að vinna þannig þegar svona mörg mikilvæg mál eru undir,“ segir Sigmar. „Við eigum bara að koma góðum málum í gegn í þágu fólksins í landinu og láta það vera útgangspúnktinn en ekki einhverjar krytur innan stjórnarsamstarfsins,“ bætir hann við. Stefna á að ljúka þingi fjórtánda Hvenær stefnið þið á að ljúka þinginu? „Hérna eru 63 einstaklingar í þessu húsi með miklar skoðanir og ólíkar. Þannig að núna er bara verkefnið að ná saman. Við stefnum á fjórtánda og með góðu samstarfi á það að vera hægt. En ef ekki þá er okkur ekkert að vanbúnaði í stjórnarmeirihlutanum að vera hér eins lengi og þarf til að koma góðum málum áfram fyrir samfélagið,“ segir Hildur. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sigmar segir í ræðu sinni á Alþingi í dag að augljóst væri að VG tækju sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann segir það ekki vera sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gangi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna. Líklega sé meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum á þingi. „Við höfum séð það auðvitað núna eftir að VG fór ða hefja þessa naflaskoðun sína um það hvort þau væru vinstri flokkur. Þeir hafa verið að gefa það í skyn að þeir væru að fara að stoppa lögreglulögin. Það hefur síðan auðvitað keðjuverkandi áhrif á önnur lög,“ segir Sigmar. „Við erum með stór mál undir í þinginu, mikilvæg fyrir þjóðarheill og við viljum ekki að þetta sé allt stopp bara vegna þess að menn eru fastir í því að stjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Það er allt í lagi að láta þingviljann ráða ef það er meirihluti fyrir einhverjum málum. Eins og ég tel að það sé í lögreglulögunum, mannréttindastofnun og fleiri slíkum málum,“ bætir hann við. Ólíkir flokkar með ólíkar skoðanir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gott mál að Viðreisnarliðar vilji „greiða fyrir góðum málum“ en tekur ekki undir með Sigmari um störukeppnina svokölluðu. Ríkisstjórnarflokkarnir séu með sterkar og ólíkar skoðanir á hlutunum. „Það auðvitað ekki að koma neinum á óvart að svo ólíkir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn þurfi á þessum tímapúnkti að setjast niður og sjá hvar mál eru stödd í nefnd. Og hversu langt þau eru komin og hvað er raunhæft að klára. Það er hlutverk okkar í ríkisstjórn og inni á þingi að ná lendingu í því,“ segir Hildur. Þá segir Hildur að athugasemdir Sigmars komi úr nokkuð harðri átt þar sem þingmenn Viðreisnar hafi ekki náð að koma sér saman innbyrðis um atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið á dögunum. „Þingmenn Viðreisnar voru tvist og bast á gulum, rauðum og grænum í einstaka greinum í því frumvarpi. Og það var þó innan sama þingflokks. Þannig ég myndi kannski ráðleggja Sigmari að einbeita sér að eigin þingflokki. Það á ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórnin er núna bara í þeirri vegferð að reyna að ná lendingu í hvernig þinglokin geta litið út,“ segir Hildur. Sama hvaðan gott kemur Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum Hildar segir Sigmar að það sé sama hvaðan gott kemur. Þriðja umræða um útlendingamálin sé ekki búin og enn eigi eftir að greiða atkvæði um frumvarpið í heild sinni. „Við erum ofureinfaldlega að benda á það að það gerist of oft hér í þinginu að mál stöðvast sem þingmeirihluti er fyrir bara vegna þess að einhver einn flokkur í ríkisstjórninni notar neitunarvald á hina flokkana. Okkur finnst að það eigi ekki að vinna þannig þegar svona mörg mikilvæg mál eru undir,“ segir Sigmar. „Við eigum bara að koma góðum málum í gegn í þágu fólksins í landinu og láta það vera útgangspúnktinn en ekki einhverjar krytur innan stjórnarsamstarfsins,“ bætir hann við. Stefna á að ljúka þingi fjórtánda Hvenær stefnið þið á að ljúka þinginu? „Hérna eru 63 einstaklingar í þessu húsi með miklar skoðanir og ólíkar. Þannig að núna er bara verkefnið að ná saman. Við stefnum á fjórtánda og með góðu samstarfi á það að vera hægt. En ef ekki þá er okkur ekkert að vanbúnaði í stjórnarmeirihlutanum að vera hér eins lengi og þarf til að koma góðum málum áfram fyrir samfélagið,“ segir Hildur.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira