Innlent

Sam­fylkingin með öll spil á hendi í stjórnar­myndun

Heimir Már Pétursson skrifar
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á þingi í þjóðarpúlsi Gallup
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á þingi í þjóðarpúlsi Gallup Ívar Fannar

Samfylkingin gæti myndað að minnsta kosti fjórar útgáfur af ríkisstjórn ef kosið yrði í dag samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups sem birtur var í dag.

Samkvæmt þessu yrði aðeins hægt að mynda eina tveggja flokka ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks með 33 þingmenn. Miðað við málflutning Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, væri það ekki fyrsta val Samfylkingarinnar að fara í samstarf með Sjálfstæðisflokki. 

Pólitískt séð gæti Samfylkingin einnig myndað þrjár útgáfur af þriggja flokka stjórn. Ríkisstjórn hennar Pírata og Viðreisnar hefði 32 þingmenn samkvæmt þessari könnun, sem er lágmarks meirihluti. Samstarf Samfylkingarinnar með Framsóknarflokki og Viðreisn hefði einnig 32 þingmenn.

Ríkisstjórn Samfylkingar, Framsóknar og Pírata hefði hins vegar 33 þingmenn. Það gæti orðið erfitt að mynda þessa útgáfu þar sem Framsóknarflokkurinn treysti sér ekki í samstarf með Pírötum í stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningarnar 2017 þegar niðurstaðan varð núverandi stjórnarsamstarf í fyrra ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.


Tengdar fréttir

VG mælist aðeins með þrjú prósent

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×