Engin hlutdeildarlán fyrr en þingið afgreiðir fjáraukalög Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2024 20:01 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikla ásókn í hlutdeildarlánin merki um að þörf sé á þeim. Vísir/Egill Enn hefur ekki borist meira fjármagn frá stjórnvöldum til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að veita í hlutdeildarlán. Aðeins hefur verið úthlutað þrisvar sinnum á þessu ári en miðað er við að það gerist mánaðarlega. Engar breytingar verða þar á fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt á Alþingi. Ómögulegt hefur verið að sækja um hlutdeildarlán hjá HMS síðan í mars. Miðað er að því að sex úthlutanir fari fram frá 1. janúar til 30. júní og gert ráð fyrir einu úthlutunartímabili í hverjum mánuði. Hlutdeildarlán eru hugsuð fyrir fyrstu kaupendur eða tekjulága og stendur þeim til boða að fá allt að 20 prósent kaupverðs í íbúð lánuð hjá HMS. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar sagði í viðtali í byrjun apríl að búið væri að lána það fé sem hún hefði til umráða. Sagði hún þá óvíst hvenær næsta úthlutun yrði en það yrði í apríl. En ekkert varð úr því. Þetta hefur komið mörgum illa, þar á meðal ungri fjölskyldu sem hafði samband við fréttastofu. Sú fékk staðfest kauptilboð í íbúð í lok mars og gerði ráð fyrir að geta sótt um hlutdeildarlán í apríl. Enn hefur ekki opnað fyrir umsóknir síðan kauptilboðið var samþykkt og þau fylgst vel með, sent tölvupósta og hringt nánast daglega. Fyrstu svör voru að opnað yrði aftur fyrir umsóknir eftir páska, svo breyttust svörin í „á næstu vikum“ og nú eru svörin þau að það sé ófyrirséð hvenær tekið verði aftur á móti umsóknum sökum fjárskorts. Tíminn er nú á þrotum fyrir fjölskylduna og íbúðina á nú að setja aftur á sölu. „Við getum voðalega lítið brugðist við. Heimildirnar okkar eru á þrotum og við verðum að bíða,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. HMS fær þrjá milljarða á ári til að úthluta í hlutdeildarlán, sem kláruðust strax í mars. Ekki verður opnað aftur fyrir úthlutanir fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt, vonandi á næstu vikum, og stofnuninni tryggður milljarður í viðbót. Hvers vegna heldurðu að þetta hafi klárast svona fljótt núna? „Eftirspurnin var meiri núna en við bjuggumst við. Ég held að það sé vegna þess að þetta er gott úrræði. Það er að virka vel og hjálpa ungu fólki og efnaminni að komast inn á fasteignamarkaðinn. Nú hafa verið keypt 840 heimili með þessum lánum og þetta er að reynast vel,“ segir Anna. Húsnæðismál Alþingi Tengdar fréttir Stuðningur við langtímakjarasamninga Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. 8. maí 2024 11:31 Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 5. apríl 2024 08:46 Dökk ský á leigumarkaði Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. 8. mars 2024 10:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ómögulegt hefur verið að sækja um hlutdeildarlán hjá HMS síðan í mars. Miðað er að því að sex úthlutanir fari fram frá 1. janúar til 30. júní og gert ráð fyrir einu úthlutunartímabili í hverjum mánuði. Hlutdeildarlán eru hugsuð fyrir fyrstu kaupendur eða tekjulága og stendur þeim til boða að fá allt að 20 prósent kaupverðs í íbúð lánuð hjá HMS. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar sagði í viðtali í byrjun apríl að búið væri að lána það fé sem hún hefði til umráða. Sagði hún þá óvíst hvenær næsta úthlutun yrði en það yrði í apríl. En ekkert varð úr því. Þetta hefur komið mörgum illa, þar á meðal ungri fjölskyldu sem hafði samband við fréttastofu. Sú fékk staðfest kauptilboð í íbúð í lok mars og gerði ráð fyrir að geta sótt um hlutdeildarlán í apríl. Enn hefur ekki opnað fyrir umsóknir síðan kauptilboðið var samþykkt og þau fylgst vel með, sent tölvupósta og hringt nánast daglega. Fyrstu svör voru að opnað yrði aftur fyrir umsóknir eftir páska, svo breyttust svörin í „á næstu vikum“ og nú eru svörin þau að það sé ófyrirséð hvenær tekið verði aftur á móti umsóknum sökum fjárskorts. Tíminn er nú á þrotum fyrir fjölskylduna og íbúðina á nú að setja aftur á sölu. „Við getum voðalega lítið brugðist við. Heimildirnar okkar eru á þrotum og við verðum að bíða,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. HMS fær þrjá milljarða á ári til að úthluta í hlutdeildarlán, sem kláruðust strax í mars. Ekki verður opnað aftur fyrir úthlutanir fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt, vonandi á næstu vikum, og stofnuninni tryggður milljarður í viðbót. Hvers vegna heldurðu að þetta hafi klárast svona fljótt núna? „Eftirspurnin var meiri núna en við bjuggumst við. Ég held að það sé vegna þess að þetta er gott úrræði. Það er að virka vel og hjálpa ungu fólki og efnaminni að komast inn á fasteignamarkaðinn. Nú hafa verið keypt 840 heimili með þessum lánum og þetta er að reynast vel,“ segir Anna.
Húsnæðismál Alþingi Tengdar fréttir Stuðningur við langtímakjarasamninga Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. 8. maí 2024 11:31 Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 5. apríl 2024 08:46 Dökk ský á leigumarkaði Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. 8. mars 2024 10:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Stuðningur við langtímakjarasamninga Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. 8. maí 2024 11:31
Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 5. apríl 2024 08:46
Dökk ský á leigumarkaði Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. 8. mars 2024 10:15