Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 22:36 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Arnar Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. Átta Palestínumenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ konunni. Ásmundur gerði ákæruna að umtalsefni á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins, og sagði að fólk með þá lífsskoðun að feðraveldið eigi að drottna yfir lífi fólks sé ný áskorun fyrir samfélagið. „Birtingarmynd þess er fótum troðin réttindi kvenna og hinsegin fólks sem býr við hrottalega meðferð og ógn í lífi sínu,“ segir Ásmundur. Hann geti ekki ímyndað sér hvaða hrottalegu meðferð konur og börn megi þola á heimilum sínum, eins og fram kom í ákærunni sem birt var á Vísi. „Virðulegi forseti. Fyrir átta árum steig ég fram og varaði við fjölgun hælisleitenda í landinu og hvatti til bakgrunnsskoðunar þeirra,“ sagði Ásmundur. „Viðvörunarorðum mínum var afar fálega tekið og ég fordæmdur, jafnvel smáður.“ „Virðulegi forseti. Þetta er bara ein saga sem kemst í dómsmál og fjölmiðla af hælisleitendum sem búa í Reykjanesbæ. Það er ekki langt síðan þingmaður Samfylkingarinnar sagði mig ljúga um ógn sem íbúar Reykjanesbæjar búa við. Þau ósannindi eru eins og ásakanir í minn garð fyrir átta árum; standast enga skoðun, eins og tíminn hefur leitt í ljós,“ sagði Ásmundur, og lauk máli sínu í ræðustól Alþingis. Hann birti ræðuna einnig á Facebook-síðu sinni, þar sem hann sagðist hafa fengið hroll við lestur fréttarinnar á Vísi, og að lesturinn hefði vakið upp óhug. Hann segir mikilvægt að standa vörð um lögregluna og störf hennar. Hælisleitendur Reykjanesbær Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. 31. maí 2024 13:06 „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. 31. maí 2024 22:00 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Átta Palestínumenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ konunni. Ásmundur gerði ákæruna að umtalsefni á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins, og sagði að fólk með þá lífsskoðun að feðraveldið eigi að drottna yfir lífi fólks sé ný áskorun fyrir samfélagið. „Birtingarmynd þess er fótum troðin réttindi kvenna og hinsegin fólks sem býr við hrottalega meðferð og ógn í lífi sínu,“ segir Ásmundur. Hann geti ekki ímyndað sér hvaða hrottalegu meðferð konur og börn megi þola á heimilum sínum, eins og fram kom í ákærunni sem birt var á Vísi. „Virðulegi forseti. Fyrir átta árum steig ég fram og varaði við fjölgun hælisleitenda í landinu og hvatti til bakgrunnsskoðunar þeirra,“ sagði Ásmundur. „Viðvörunarorðum mínum var afar fálega tekið og ég fordæmdur, jafnvel smáður.“ „Virðulegi forseti. Þetta er bara ein saga sem kemst í dómsmál og fjölmiðla af hælisleitendum sem búa í Reykjanesbæ. Það er ekki langt síðan þingmaður Samfylkingarinnar sagði mig ljúga um ógn sem íbúar Reykjanesbæjar búa við. Þau ósannindi eru eins og ásakanir í minn garð fyrir átta árum; standast enga skoðun, eins og tíminn hefur leitt í ljós,“ sagði Ásmundur, og lauk máli sínu í ræðustól Alþingis. Hann birti ræðuna einnig á Facebook-síðu sinni, þar sem hann sagðist hafa fengið hroll við lestur fréttarinnar á Vísi, og að lesturinn hefði vakið upp óhug. Hann segir mikilvægt að standa vörð um lögregluna og störf hennar.
Hælisleitendur Reykjanesbær Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. 31. maí 2024 13:06 „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. 31. maí 2024 22:00 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. 31. maí 2024 13:06
„Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. 31. maí 2024 22:00
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14