Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Rannsóknarskýrslan rædd í fræðilegu ljósi

Háskóli Íslands mun bjóða stúdentum sérstakt fjölfræðilegt námskeið í sumar þar sem fjallað verður um hrunið í fræðilegu ljósi. Um er að ræða tvö 6 eininga námskeið á BA stigi, sem haldin eru í samfellu. Hið fyrra verður frá 20. maí til 8. júní og hið síðara frá 10. júní til 29. júní. Nemendur geta tekið hvort sem er 6 eða 12 einingar, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá HÍ.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumenn leiða hvor sinn listann

Oddvitar framboðslistanna tveggja í Skaftárhreppi eru lögregluþjónarnir tveir sem starfa í hreppnum, Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri og Þorsteinn Kristinsson lögreglustjóri. „Við erum fagmenn á okkar sviði, það er langt því frá að þessi staða trufli okkur," sagði Þorsteinn þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um málið.

Innlent
Fréttamynd

Ágreiningur um fréttamat: Sagði upp á Morgunblaðinu

Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis var birt. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Fékk 800 milljóna yfirdrátt fyrir skíðaskála í júlí 2008

Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tölur um styrki til flokka stemma ekki

Tölur sem rannsóknarnefnd Alþingis birtir í skýrslu sinni, um styrki frá Kaupþingi og Landsbanka til stjórnmálaflokka árin 2004 til og með 2008, stemma ekki við þær tölur sem stjórnmálaflokkarnir sjálfir létu Ríkisendurskoðun í té.

Innlent
Fréttamynd

Forðuðust að spilla sök

Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis setji fram mikið af upplýsingum um vafasama viðskiptahætti aðaleigenda bankanna og eignarhaldsfélaga þeirra lagði nefndin litla áherslu á að taka skýrslur af þessum sömu aðilum. Þó var áhersla lögð á að ræða við þá um samskipti þeirra við stjórnvöld þar sem störf stjórnvalda voru í brennidepli nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægar vísbendingar um refsiverða háttsemi

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis má finna mikilvægar vísbendingar um umfangsmikla refsiverða háttsemi í rekstri fjármálastofnana og tengdra aðila. Þetta kom meðal annars fram í erindi Sigurðar Tómasar Magnússonar, prófessors við Háskólann í Reykjavík, á ráðstefnu um rannsóknarskýrsluna sem fram fór í HR í dag.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka þarf sparisjóðina

Rannsóknar­nefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld.

Innlent
Fréttamynd

Hindruðu viðtöl FME við starfsfólk

„Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fasteignalánin voru „tómt rugl“

Fasteignalán bankanna voru „tómt rugl“ að mati Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir hann lánin hafa verið á alltof lágum vöxtum og að hann hafi verið hissa að erlend matsfyrirtæki tækju ekki í taumana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framkvæmdin önnur en í Noregi

Álitaefni er hvort bankarnir hefðu ekki betur dregið frá skráðu eiginfé lán sem veitt voru með veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að skort hafi á umræðu um þetta mál í tengslum við endurskoðun reikninga fjármálafyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Íhugar að hætta sem varaformaður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnir í dag um hvort hún bregst sérstaklega við vegna lántöku eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar. Það mun hún gera á flokksráðsfundi sem hefst klukkan 9.30 í Reykjanesbæ.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir horfði fram hjá feðgatengslum

Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra fundaði með Joly

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra átti fund með Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara, í dag til að heyra hennar viðhorf um stöðu mála og nauðsynlegar aðgerðir við rannsókn efnahagsbrota í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Illugi víkur sæti á Alþingi tímabundið

Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að taka sér leyfi frá störfum á Alþingi í ljósi þess að rannsóknarnefnd Alþingis hefur vísað málum peningamarkaðssjóða til athugunar hjá sérstökum saksóknara. Illugi sat í stjórn Sjóðs 9 hjá Glitni á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoðun tekin fyrir ári of seint

Ekki kemur í ljós fyrr en að afloknum fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í dag hvort náðst hefur að tryggja fjármögnun á framgangi efnahagsáætlunar Íslands og AGS.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarskýrslan bókmenntaverk

"Það væri að minnsta kosti fróðlegt að leggja hana fram til bókmenntaverðlaunanna, segir Andri Snær Magnason rithöfundur um rannsóknarskýrslu Alþingis. Andri segir skýrsluna vel skrifaða og yfirgripsmikla og færi umræðuna á nýtt plan.

Innlent
Fréttamynd

Gáfu bönkum meira frelsi en EES krafðist

Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhættuna og gerði bankana vanbúna að mæta kreppu.

Innlent