Frestur forsætisráðuneytis til að skila hugmyndum um Hafnartorg framlengdur um viku 9. febrúar 2016 14:06 Landstólpar þróunarfélag hafa veitt forsætisráðuneytinu viku framlengingu til að koma með hugmyndir að nýtingu á hluta húsnæðis sem félagið ætlar byggja á Hafnartorgi í Reykjavík. Stjórnarformaður Landstólpa segir ekki verið að ræða möguleg makaskipti á lóðum Hafnartorgs og lóð ríkisins við Skúlagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit og magn bygginga sem Landstólpi þróunarfélag hefur í hyggju að byggja á Hafnartorgi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö hinn 22. janúar staðfesti forsætisráðherra að viðræður væri hafnar við félagið um að forsætisráðuneytið leigði hluta húsnæðisins eða færi jafnvel í makaskipti á lóðunum við Hafnartorg og stórri lóð ríkisins við Skúlagötu. Menn ætluðu að skoða málið nánar fram til 12. febrúar. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir félagið hafa gefið forsætisráðuneytinu lengri frest, eða til 19. febrúar til að skoða málið. „Það helgast nú bara af því að menn eru mikið í burtu. Þannig að það er sjálfsagt að gefa þessu góðan tíma,“ segir Gísli Steinar. En menn hafa væntanlega notað tímann til að skoða málin og fara yfir þau? „Boltinn er kannski meira hjá þeim þannig að þeir eru held ég að nota tímann vel og eru að móta einhverjar tillögur í þessu. Þetta snýst í raun og veru um þarfagreiningu fyrir starfsemina þeirra. Svo erum við tilbúnir að skoða hugmyndir þeirra um einhvers konar útlit. Það á bara eftir að koma fram hjá þeim,“ segir Gísli Steinar. Verið sé að skoða þarfir forsætisráðuneytisins og annarra ráðuneyta fyrir skrifstofuhúsnæði en tvö af sjö húsum sem stendur til að byggja á lóðinni verða skrifstofuhúsnæði og fimm íbúðabyggingar og verslunarhúsnæði á öllum jarðhæðum. Ekki sé verið að skoða makaskipti á lóðum. „Það hefur í raun ekki verið rætt en ég held að það sé kannski svolítið erfitt í þessari stöðu. Við erum bara í þessu stóra verkefni og höldum áfram með það. Þannig að makaskipti eru ekki uppi á borðinu, alla vegan ennþá,“ segir Gísli Steinar. Þá komi til greina að skoða byggingarmagnið á Hafnartorgi. „Við viljum bara sjá þessar tillögur sem þeir eru að vinna og tökum afstöðu í framhaldinu af því. Það er sjálfsagt að staldra við og sjá hvað skoðun menn hafa á málum,“En ykkur langar ekkert í þessa stóru lóð við Skúlagötuna? „Við erum bara tilbúnir til að taka hana líka,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Alþingi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Landstólpar þróunarfélag hafa veitt forsætisráðuneytinu viku framlengingu til að koma með hugmyndir að nýtingu á hluta húsnæðis sem félagið ætlar byggja á Hafnartorgi í Reykjavík. Stjórnarformaður Landstólpa segir ekki verið að ræða möguleg makaskipti á lóðum Hafnartorgs og lóð ríkisins við Skúlagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit og magn bygginga sem Landstólpi þróunarfélag hefur í hyggju að byggja á Hafnartorgi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö hinn 22. janúar staðfesti forsætisráðherra að viðræður væri hafnar við félagið um að forsætisráðuneytið leigði hluta húsnæðisins eða færi jafnvel í makaskipti á lóðunum við Hafnartorg og stórri lóð ríkisins við Skúlagötu. Menn ætluðu að skoða málið nánar fram til 12. febrúar. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir félagið hafa gefið forsætisráðuneytinu lengri frest, eða til 19. febrúar til að skoða málið. „Það helgast nú bara af því að menn eru mikið í burtu. Þannig að það er sjálfsagt að gefa þessu góðan tíma,“ segir Gísli Steinar. En menn hafa væntanlega notað tímann til að skoða málin og fara yfir þau? „Boltinn er kannski meira hjá þeim þannig að þeir eru held ég að nota tímann vel og eru að móta einhverjar tillögur í þessu. Þetta snýst í raun og veru um þarfagreiningu fyrir starfsemina þeirra. Svo erum við tilbúnir að skoða hugmyndir þeirra um einhvers konar útlit. Það á bara eftir að koma fram hjá þeim,“ segir Gísli Steinar. Verið sé að skoða þarfir forsætisráðuneytisins og annarra ráðuneyta fyrir skrifstofuhúsnæði en tvö af sjö húsum sem stendur til að byggja á lóðinni verða skrifstofuhúsnæði og fimm íbúðabyggingar og verslunarhúsnæði á öllum jarðhæðum. Ekki sé verið að skoða makaskipti á lóðum. „Það hefur í raun ekki verið rætt en ég held að það sé kannski svolítið erfitt í þessari stöðu. Við erum bara í þessu stóra verkefni og höldum áfram með það. Þannig að makaskipti eru ekki uppi á borðinu, alla vegan ennþá,“ segir Gísli Steinar. Þá komi til greina að skoða byggingarmagnið á Hafnartorgi. „Við viljum bara sjá þessar tillögur sem þeir eru að vinna og tökum afstöðu í framhaldinu af því. Það er sjálfsagt að staldra við og sjá hvað skoðun menn hafa á málum,“En ykkur langar ekkert í þessa stóru lóð við Skúlagötuna? „Við erum bara tilbúnir til að taka hana líka,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Alþingi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira