Katrín segir kerfið orðið viðskila við réttlætið Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2016 19:29 Formaður Vinstri grænna segir almenning í landinu upplifa að kerfið hafi orð viðskila við réttlætið, þegar fyrirtæki skili milljarða arði en á sama tíma sé ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu og menntun. Tryggja verði réttláta tekjuöflun ríkissjóðs til að standa undir grunnþjónustunni. Þingmenn eru nýkomnir úr kjördæmaviku þar sem þeir funda með íbúum kjördæma sinna, flokksbundnum sem örðum. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að flestir hafi rætt þann vanda sem uppi er í húsnæðismálum á þeim fundum sem hann sótti og brýnt væri að frumvörp félagsmálaráðherra í þeim efnum verði afgreidd sem fyrst og tryggja meira framboð á litlum, ódýrum íbúðum. „Það er því sama hvernig á er litið, lögmál framboðs og eftirspurnar gildir í þessu. Þess vegna er svo mikilvægt að frumvarpið um almennar íbúðir svo brýnt að klára. Því þar er áformað að að auka framboð á slíku húsnæði og það er sannarlega áskorun sem við verðum að mæta,“ segir Willum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna tók undir það að húsnæðismálin væru ofarlega í umræðunni á meðal fólks. En það væru heilbrigðismálin líka, vegna aukins kostnaðar sjúklinga, álags á heilsugæsluna og sjúkrahúsin. „En áhyggjurnar tengjast líka reiði. Réttlátri reiði yfir því að á sama tíma berast fregnir af milljarða arði. Hvort sem er í fjármálakerfinu eða sjávarútveginum. Það berast fregnir af því frá ríkisskattstjóra um að hér séu skattaundanskot á hverju ári um 80 milljarðar,“ sagði Katrín. Það mætti ýmislegt gera fyrir slíka fjárhæð til að bæta stöðuna í húsnæðis- og heilbrigðismálum. „Það er á svona stundum sem almenningur upplifir það að kerfið hafi orðið viðskila við réttlætið. Kerfið sem við höfum byggt upp saman og á að snúast um að tryggja jafnt aðgengi allra í heilbrigðisþjónustu, menntun og innviðum; að þetta kerfi hafi orðið viðskila við réttlætið,“ sagði Katrín. Stjórnmálamenn verði svara ákalli hátt í 80 þúsund landsmanna um bætta heilbrigðisþjónustu en geti það ekki án þess að endurskoða tekjuöflun ríkissjóðs. „Það skiptir máli að afla hér aukinna tekna og gera það með réttlátum hætti. Þannig að þeir sem eigi peningana leggi meira að mörkum til samfélagsins. Því við vitum og almenningur veit að þessir peningar eru til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir almenning í landinu upplifa að kerfið hafi orð viðskila við réttlætið, þegar fyrirtæki skili milljarða arði en á sama tíma sé ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu og menntun. Tryggja verði réttláta tekjuöflun ríkissjóðs til að standa undir grunnþjónustunni. Þingmenn eru nýkomnir úr kjördæmaviku þar sem þeir funda með íbúum kjördæma sinna, flokksbundnum sem örðum. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að flestir hafi rætt þann vanda sem uppi er í húsnæðismálum á þeim fundum sem hann sótti og brýnt væri að frumvörp félagsmálaráðherra í þeim efnum verði afgreidd sem fyrst og tryggja meira framboð á litlum, ódýrum íbúðum. „Það er því sama hvernig á er litið, lögmál framboðs og eftirspurnar gildir í þessu. Þess vegna er svo mikilvægt að frumvarpið um almennar íbúðir svo brýnt að klára. Því þar er áformað að að auka framboð á slíku húsnæði og það er sannarlega áskorun sem við verðum að mæta,“ segir Willum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna tók undir það að húsnæðismálin væru ofarlega í umræðunni á meðal fólks. En það væru heilbrigðismálin líka, vegna aukins kostnaðar sjúklinga, álags á heilsugæsluna og sjúkrahúsin. „En áhyggjurnar tengjast líka reiði. Réttlátri reiði yfir því að á sama tíma berast fregnir af milljarða arði. Hvort sem er í fjármálakerfinu eða sjávarútveginum. Það berast fregnir af því frá ríkisskattstjóra um að hér séu skattaundanskot á hverju ári um 80 milljarðar,“ sagði Katrín. Það mætti ýmislegt gera fyrir slíka fjárhæð til að bæta stöðuna í húsnæðis- og heilbrigðismálum. „Það er á svona stundum sem almenningur upplifir það að kerfið hafi orðið viðskila við réttlætið. Kerfið sem við höfum byggt upp saman og á að snúast um að tryggja jafnt aðgengi allra í heilbrigðisþjónustu, menntun og innviðum; að þetta kerfi hafi orðið viðskila við réttlætið,“ sagði Katrín. Stjórnmálamenn verði svara ákalli hátt í 80 þúsund landsmanna um bætta heilbrigðisþjónustu en geti það ekki án þess að endurskoða tekjuöflun ríkissjóðs. „Það skiptir máli að afla hér aukinna tekna og gera það með réttlátum hætti. Þannig að þeir sem eigi peningana leggi meira að mörkum til samfélagsins. Því við vitum og almenningur veit að þessir peningar eru til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira