Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Vill taka þrjá­tíu milljarða lán vegna jarð­hræringa

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu fjárlaga sem snúa að allt að þrjátíu milljarða lántöku í erlendri mynt. Á það að mæta mögulegri fjárþörf vegna jarðhræringa á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi þing­maður á­minntur fyrir lögmannsstörf

Höskuldur Þór Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins um árabil, var á dögunum áminntur fyrir störf sín sem lögmaður. Hann hélt eftir fjármunum erfingja í dánarbúi og reyndi að villa um fyrir úrskurðarnefnd lögmannafélagisns.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að frum­varp um húsakaup fljúgi í gegn

Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Ræða kaup á húsum Grind­víkinga á morgun

Frumvarp til laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík liggur fyrir. Það verður tekið fyrir á þingfundi á morgun og er eina málið sem er á dagskrá þann daginn. Fundurinn hefst klukkan 13:30.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki að Ís­land skeri sig úr í hælis­leit­enda­málum

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði.

Innlent
Fréttamynd

Vilja leggja niður RÚV ohf.

Níu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum sem snerta fjölmiðla, þar á meðal. Ríkisútvarpið. Leggja þeir til að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Það sé ekkert samræmi fólgið í því að RÚV auki tekjur sínar í hlutfalli við aukna fólksfjölgun vegna útvarpsgjaldsins. Beinir styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði einnig felldir niður.

Innlent
Fréttamynd

Keyrum á þetta fyrir vorið

Stjórnlaus málaflokkur. Þannig lýsa dómsmálaráðherra og aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins stöðu innflytjendamála.

Skoðun
Fréttamynd

Ás­geir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðla­bankanum

Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans.

Innlent
Fréttamynd

Lifir lýð­ræðið gervi­greindina af?

Systkini sitja saman við morgunverðarborðið og skrolla á sitthvoru tækinu á samfélagsmiðlum. Algrím samfélagsmiðlana mata þau með svo ólíkum upplýsingum um heiminn að þau gætu allt eins búið í sitthvoru stjörnukerfinu en ekki á sama heimili.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers eiga aldraðir að gjalda?

Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það þarf að byggja 700 hjúkrunarrými til þess að taka á biðlistanum sem þegar hefur myndast. Ef litið er til næstu fimm ára er ljóst að þörfin eftir hjúkrunarrýmum mun aðeins aukast.

Skoðun
Fréttamynd

Tákn­mál í hjarta mínu

11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Bjóðast til að kaupa hús­næði Grind­víkinga

Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt.

Innlent
Fréttamynd

Grindavíkurfrumvarp í samráðsgátt

Frumvarp um stuðning til handa Grindvíkingum verður birt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag. Búist er við að það fái þinglega meðferð í næstu viku. Forsætisráðherra segir vel fylgst með stöðunni á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Tölum um hvalrekaskatt

Hvalrekaskattar á banka hafa verið lagðir á í ýmsum ríkjum Evrópu að undanförnu og áform um slíkt hefur víða komið til tals. En hvað er hvalrekaskattur?

Skoðun
Fréttamynd

Núna!

Átta hundruð eldri borgarar eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð á biðlista eftir hjúkrunarrými í Reykjavík. Til þess að leysa þennan vanda þarf að byggja átta hundruð ný hjúkrunarrými á næstu árum. Ef ekkert er gert mun biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum vaxa á hverju ári.

Skoðun
Fréttamynd

Frum­varp vegna húsnæðis í Grinda­vík væntan­legt síðar í vikunni

Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík verði kynnt síðar í vikunni. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að koma sér fyrir á nýjum stað, óháð því hvort hús þeirra hafi verið metin sem tjónuð af Náttúruhamfaratryggingu eða ekki.  

Innlent
Fréttamynd

Tveir drengir hand­teknir á mót­mælum barna

Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 

Innlent
Fréttamynd

Gengið of nærri björgunar­sveitum

Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag.

Innlent