Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 14:53 Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco. Aðsend Sérfræðingur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco með meistaragráðu í skattarétti frá Oxford-háskóla og Háskóla Íslands, segir tillögu ríkisstjórnarinnar varðandi samsköttun í fjármálaáætlun vekja upp ýmis álitaefni í grein í tímaritinu Lögréttu. Rétt að skoða hvort afnema ætti ábyrgð hjóna Lagt er til að afnema að hluta skattalega ívilnun sem samskattaðir einstaklingar njóta, þannig ekki verði heimilt að færa ónýtt skattþrep maka á milli. Þ.e.a.s. ef annar makinn hefur tekjur í skattþrepi þrjú verði ekki lengur hægt að deila öðru skattþrepi með maka. Gerður segir það sérstakt álitamál að aukin skattaleg ábyrgð haldist sú sama á meðan ívilnanir og hagræðingar eru afnumin við hjúskap og samsköttun í sambúð. „Það er fyrirhugað að afnema þessa reglu og þá finnst manni rétt að skoða hvort að það sé þá rétt að líta til þess hvort afnema ætti ábyrgð hjóna á skattaskuldum hvors annars. Það getur verið mjög íþyngjandi og það gildir í rauninni á þeim tíma sem aðilarnir eru samskattaðir. Þannig að þetta getur komið upp eftir að fólk hefur skilið eða slítur samvistum.“ Mikilvægt að finna jafnvægi Það ætti að hennar mati að skoða skattalegar ívilnanir og ábyrgð samhliða. „Það þarf að finna eitthvað jafnvægi þarna. Hvort það sé rétt að hafa svona íþyngjandi ábyrgð þegar ívilnunin er þeim mun minni.“ Stefni mögulega í hjúskaparvíti Ósanngjarnara verði að bera óskipta ábyrgð því eftir því sem að dregur úr ívilnunum. Áform ríkisstjórnarinnar veki upp spurningar út frá jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Eftir því sem skattlagning hjóna og sambúðarfólks verður líkari stöðu þeirra sem eru ekki samskattaðir, þá er erfiðara að segja að þau eigi að bera ábyrgð á skattaskuldum hvors annars á meðan hinir gera það ekki. Þetta hefur oft verið kallað hjúskaparvíti, þegar lögin eru farin að hafa áhrif á það hvort fólk ætli að giftast eða ekki,“ segir Gerður. „Hins vegar verður erfiðara að halda því fram að málefnaleg og nægilega þungvær rök réttlæti engu að síður að fara með ábyrgð á skattskuldum annarra á ólíka vegu þegar lítill munur er í reynd á skattlagningu þeirra,“ segir í grein Gerðar. Samsköttun dragi almennt úr atvinnuþátttöku kvenna Gerður tekur þó fram að umrædd breyting á samsköttun gæti komið til með að hafa jákvæð áhrif á kynjajafnrétti enda karlmenn almennt tekjuhærri. „Þegar heimili nýtur góðs af einhverri svona skattareglu þá hallar oft á annan aðilann. Þá er ekkert endilega hvetjandi fyrir konur að fara að vinna, úr því að heimilið nýtur lægri skattlagningar. Þetta á líka við um samsköttun almennt með persónuafslátt. Rannsóknir hafa sýnt að konur eru líklegri til að vera meira heima og taka minna þátt í atvinnulífinu, safna minni lífeyrisréttindum.“ Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Gerður Guðmundsdóttir, lögmaður á skattasviði BBA//Fjeldco með meistaragráðu í skattarétti frá Oxford-háskóla og Háskóla Íslands, segir tillögu ríkisstjórnarinnar varðandi samsköttun í fjármálaáætlun vekja upp ýmis álitaefni í grein í tímaritinu Lögréttu. Rétt að skoða hvort afnema ætti ábyrgð hjóna Lagt er til að afnema að hluta skattalega ívilnun sem samskattaðir einstaklingar njóta, þannig ekki verði heimilt að færa ónýtt skattþrep maka á milli. Þ.e.a.s. ef annar makinn hefur tekjur í skattþrepi þrjú verði ekki lengur hægt að deila öðru skattþrepi með maka. Gerður segir það sérstakt álitamál að aukin skattaleg ábyrgð haldist sú sama á meðan ívilnanir og hagræðingar eru afnumin við hjúskap og samsköttun í sambúð. „Það er fyrirhugað að afnema þessa reglu og þá finnst manni rétt að skoða hvort að það sé þá rétt að líta til þess hvort afnema ætti ábyrgð hjóna á skattaskuldum hvors annars. Það getur verið mjög íþyngjandi og það gildir í rauninni á þeim tíma sem aðilarnir eru samskattaðir. Þannig að þetta getur komið upp eftir að fólk hefur skilið eða slítur samvistum.“ Mikilvægt að finna jafnvægi Það ætti að hennar mati að skoða skattalegar ívilnanir og ábyrgð samhliða. „Það þarf að finna eitthvað jafnvægi þarna. Hvort það sé rétt að hafa svona íþyngjandi ábyrgð þegar ívilnunin er þeim mun minni.“ Stefni mögulega í hjúskaparvíti Ósanngjarnara verði að bera óskipta ábyrgð því eftir því sem að dregur úr ívilnunum. Áform ríkisstjórnarinnar veki upp spurningar út frá jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Eftir því sem skattlagning hjóna og sambúðarfólks verður líkari stöðu þeirra sem eru ekki samskattaðir, þá er erfiðara að segja að þau eigi að bera ábyrgð á skattaskuldum hvors annars á meðan hinir gera það ekki. Þetta hefur oft verið kallað hjúskaparvíti, þegar lögin eru farin að hafa áhrif á það hvort fólk ætli að giftast eða ekki,“ segir Gerður. „Hins vegar verður erfiðara að halda því fram að málefnaleg og nægilega þungvær rök réttlæti engu að síður að fara með ábyrgð á skattskuldum annarra á ólíka vegu þegar lítill munur er í reynd á skattlagningu þeirra,“ segir í grein Gerðar. Samsköttun dragi almennt úr atvinnuþátttöku kvenna Gerður tekur þó fram að umrædd breyting á samsköttun gæti komið til með að hafa jákvæð áhrif á kynjajafnrétti enda karlmenn almennt tekjuhærri. „Þegar heimili nýtur góðs af einhverri svona skattareglu þá hallar oft á annan aðilann. Þá er ekkert endilega hvetjandi fyrir konur að fara að vinna, úr því að heimilið nýtur lægri skattlagningar. Þetta á líka við um samsköttun almennt með persónuafslátt. Rannsóknir hafa sýnt að konur eru líklegri til að vera meira heima og taka minna þátt í atvinnulífinu, safna minni lífeyrisréttindum.“
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Gerður ráðin til BBA//Fjeldco Gerður Guðmundsdóttir lögmaður hefur verið ráðin til starfa hjá BBA//Fjeldco þar sem hún verður hluti af skattateymi stofunnar. 22. maí 2024 11:09