Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2025 14:54 Bragi Þór segir að betra sé að fara varlega með það sem hann hugsar. En tveimur dögum eftir jómfrúarræðu hans, sem fjallaði um ófremdarástand undir Súðavíkurhlíð, þá lenti sonur hans þar í bílslysi. vísir/vilhelm Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. „Ég fékk símtal í morgun,“ segir Bragi Þór í samtali við Vísi. Hann telur þetta gráglettni örlaganna, furðulega tilviljun en þó ekki. Hann segist geta brosað út í annað vegna þessa núna en honum hafi sannarlega ekki verið hlátur í huga í morgun þegar hann fékk símtal þess efnis að sonur hans hafi lent í slysi - vegna grjóthruns í Súðavíkurhlíð. Hlíðin alveg sér á parti „Já, þetta var bara núna í morgun. Ég bý í Súðavík með fjölskyldu, tvo syni sem eru í menntaskólanum á Ísafirði. Þeir keyra þar af leiðandi á milli, fara að jafnaði tvisvar til fjórum sinnum milli Ísafjarðar og Súðavíkur daglega.“ Bragi segir þessa hlíð alveg sér á parti. Þarna séu snjóflóð á veturna, grjóthrun að sumarlagi og klakabunkar þess á milli. „Ég flutti mína fyrstu ræðu á þriðjudaginn um Súðavíkurhlíðina. Og svo gerist það í morgun að þá lenti lenti sonur minn í bílslysi undir þessari sömu hlíð, hann keyrði á grjót á veginum.“ Drengurinn slapp heill við illan leik Bragi Þór segir að þá hafi verið yfirstandandi grjóthrun á svona 150 metra kafla. Strákurinn er óbrotinn og heill, Bragi Þór þakkar forsjóninni það, en drengurinn var sjokkaraður og bíllinn að sjálfsögðu ónýtur. „Það er áhugavert að fjölskyldan á þrjá bíla og þeir hafa allir tjónast á þessari leið á fimm árum, vegna grjóthruns. Ég þakka Guði fyrir að hann var á Benz-jepplingnum en ekki Ford Fiestunni sem hann er yfirleitt á.“ Bragi Þór segist hafa leitt hugann að því hvort hann hafi kallað þetta yfir sig með ræðunni. „Maður verður að fara varlega með það sem maður hugsar,“ segir hann sposkur. Spurður um hvort búast megi við úrbótum á veginum þarna segir hann Vestfirði ekki fyrsta í röðinni eins og jarðgangnaáætlun var sett upp. „Það eru þessi stóru göng fyrir austan sem hafa verið í forgruni. Sem kosta hvítuna úr augunum á fullt af fólki og það veldur ákveðinni kyrrstöðu.“ Súðavíkurhreppur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Ég fékk símtal í morgun,“ segir Bragi Þór í samtali við Vísi. Hann telur þetta gráglettni örlaganna, furðulega tilviljun en þó ekki. Hann segist geta brosað út í annað vegna þessa núna en honum hafi sannarlega ekki verið hlátur í huga í morgun þegar hann fékk símtal þess efnis að sonur hans hafi lent í slysi - vegna grjóthruns í Súðavíkurhlíð. Hlíðin alveg sér á parti „Já, þetta var bara núna í morgun. Ég bý í Súðavík með fjölskyldu, tvo syni sem eru í menntaskólanum á Ísafirði. Þeir keyra þar af leiðandi á milli, fara að jafnaði tvisvar til fjórum sinnum milli Ísafjarðar og Súðavíkur daglega.“ Bragi segir þessa hlíð alveg sér á parti. Þarna séu snjóflóð á veturna, grjóthrun að sumarlagi og klakabunkar þess á milli. „Ég flutti mína fyrstu ræðu á þriðjudaginn um Súðavíkurhlíðina. Og svo gerist það í morgun að þá lenti lenti sonur minn í bílslysi undir þessari sömu hlíð, hann keyrði á grjót á veginum.“ Drengurinn slapp heill við illan leik Bragi Þór segir að þá hafi verið yfirstandandi grjóthrun á svona 150 metra kafla. Strákurinn er óbrotinn og heill, Bragi Þór þakkar forsjóninni það, en drengurinn var sjokkaraður og bíllinn að sjálfsögðu ónýtur. „Það er áhugavert að fjölskyldan á þrjá bíla og þeir hafa allir tjónast á þessari leið á fimm árum, vegna grjóthruns. Ég þakka Guði fyrir að hann var á Benz-jepplingnum en ekki Ford Fiestunni sem hann er yfirleitt á.“ Bragi Þór segist hafa leitt hugann að því hvort hann hafi kallað þetta yfir sig með ræðunni. „Maður verður að fara varlega með það sem maður hugsar,“ segir hann sposkur. Spurður um hvort búast megi við úrbótum á veginum þarna segir hann Vestfirði ekki fyrsta í röðinni eins og jarðgangnaáætlun var sett upp. „Það eru þessi stóru göng fyrir austan sem hafa verið í forgruni. Sem kosta hvítuna úr augunum á fullt af fólki og það veldur ákveðinni kyrrstöðu.“
Súðavíkurhreppur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41