Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra

Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis.

Innlent
Fréttamynd

Flokkarnir fimm funda eftir hádegi

Það skýrist í dag hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með formönnum flokkanna klukkan eitt í Alþingishúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýni ríkir eftir fundarhöld flokkanna fimm

Það skýrist á morgun hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundaði með formönnum flokkanna í dag og gætti bjartsýni í hópnum að fundi loknum.

Innlent
Fréttamynd

Flokkarnir fimm mættir til fundar

Fulltrúar Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar funda nú í húsakynnum Alþingis um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður.

Innlent
Fréttamynd

Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja

Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg

Innlent
Fréttamynd

Ákveða sjálfir eigin hlunnindi

Forsætisnefnd þingsins ákveður fastar upphæðir í launum þingmanna sem undanþegnar eru tekjuskatti. Einnig fá þingmenn endurgreiddan akstur á eigin bíl. Í fyrra voru greiddar tæpar 40 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Katrín boðar formenn fjögurra flokka á sinn fund

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ætlar að funda á morgun með formönnum þeirra fjögurra flokka sem hún reynir að mynda með ríkisstjórn. Hún vonar að það skýrist á fundinum hvort grundvöllur er til formlegra viðræðna við leiðtoga flokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Katrín fetar í fótspor Steingríms Hermannssonar

Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka ríkisstjórn verður það annað sinn sem slík stjórn hefur verið mynduð frá stofnun lýðveldisins. Sú fyrsta var við völd á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Steingríms Hermannssonar þáverandi formanns Framsóknarflokks.

Innlent
Fréttamynd

Katrín þreifar á flokkunum

Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka.

Innlent
Fréttamynd

Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks

Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart

Innlent