Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. september 2018 06:45 Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir að ráðstafa eigi fjármunum fyrir þjóðarsjóð í önnur verkefni en styður stofnun sjóðsins. Fréttablaðið/ERNIR Alþingi Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna í stjórnarandstöðu um fyrirhugaðan þjóðarsjóð sem kominn er til kynningar á vef Stjórnarráðsins. Hugmyndin er að komið verði á fót varúðarsjóði til að mæta fátíðum efnahagslegum skakkaföllum til dæmis vegna vistkerfisbrests og náttúruhamfara sem valdi ríkissjóði verulegum fjárhagslegum skaða. Sjóðurinn verði fjármagnaður með framlögum úr ríkissjóði, jafnháum nýjum tekjum orkuvinnslufyrirtækja í ríkiseigu. Samþykki Alþingis þurfi til að veita megi fé úr þjóðarsjóði til ríkissjóðs. „Við hefðum talið að við núverandi aðstæður sé mikilvægast að greiða niður skuldir vegna þess að vextir af lánunum eru væntanlega hærri en ávöxtun af svona sjóði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Logi segir rétt að skoða hugmyndina með opnum huga en hugmyndafræðin að baki skipti máli og hvaða leið verði farin. „Norðmenn eru að greiða í sjóð arð af auðlind sem er takmörkuð og mun klárast fyrr eða síðar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að auðlindatekjur af raforku til dæmis, sem er endurnýjanleg, eigi að fara í niðurgreiðslu skulda og uppbyggingu á samfélagslegum innviðum.“ Hann segir einnig óljóst hvort um arðgreiðslur verði að ræða eða auðlindatekjur eins og í Noregi. „Ef svo er þá ættu einkafyrirtæki náttúrulega líka að leggja sitt af mörkum.“ Björn Leví Gunnarsson, Pírötum, talar á svipuðum nótum. „Af hverju eru bara orkuvinnslufyrirtækin nefnd, af hverju er orkan eina auðlindin sem á að fjármagna þennan sjóð?“ spyr Björn Leví og telur réttara að heimilin fari að fá einhvern ávinning af því að búið sé að greiða niður lán við uppbyggingu orkuvinnslu. „Af hverju ekki frekar að lækka aðeins orkugjöld heimilanna og fá eitthvað inn af auðlindagjöldum frá sjávarútveginum á móti til að tryggja fjármögnun sjóðsins?“ Í kynningunni um sjóðinn kemur fram að afmarkaðan hluta ráðstöfunarfjár sjóðsins eigi að nota til eflingar nýsköpunar og uppbyggingar hjúkrunarrýma. Þetta gagnrýnir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Hann segir þessi verkefni vissulega mikilvæg en þau eigi að fjármagna í fjárlögum hvers árs en ekki úr varasjóðum. „Við erum í hápunkti hagsveiflunnar, tekjur ríkissjóðs að sama skapi í hápunkti, en engu að síður þarf ríkisstjórnin að ganga á varasjóð sem þennan. Það verður því ekki betur séð en að þegar sé búið að eyða stórum hluta þess fjármagns sem ætti að renna í sjóðinn.“ Þorsteinn segir Viðreisn engu að síður fylgjandi stofnun sjóðsins enda hugmyndin mjög í anda hugmynda síðustu ríkisstjórnar sem Viðreisn átti hluta að. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. 19. september 2018 13:30 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Alþingi Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna í stjórnarandstöðu um fyrirhugaðan þjóðarsjóð sem kominn er til kynningar á vef Stjórnarráðsins. Hugmyndin er að komið verði á fót varúðarsjóði til að mæta fátíðum efnahagslegum skakkaföllum til dæmis vegna vistkerfisbrests og náttúruhamfara sem valdi ríkissjóði verulegum fjárhagslegum skaða. Sjóðurinn verði fjármagnaður með framlögum úr ríkissjóði, jafnháum nýjum tekjum orkuvinnslufyrirtækja í ríkiseigu. Samþykki Alþingis þurfi til að veita megi fé úr þjóðarsjóði til ríkissjóðs. „Við hefðum talið að við núverandi aðstæður sé mikilvægast að greiða niður skuldir vegna þess að vextir af lánunum eru væntanlega hærri en ávöxtun af svona sjóði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Logi segir rétt að skoða hugmyndina með opnum huga en hugmyndafræðin að baki skipti máli og hvaða leið verði farin. „Norðmenn eru að greiða í sjóð arð af auðlind sem er takmörkuð og mun klárast fyrr eða síðar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að auðlindatekjur af raforku til dæmis, sem er endurnýjanleg, eigi að fara í niðurgreiðslu skulda og uppbyggingu á samfélagslegum innviðum.“ Hann segir einnig óljóst hvort um arðgreiðslur verði að ræða eða auðlindatekjur eins og í Noregi. „Ef svo er þá ættu einkafyrirtæki náttúrulega líka að leggja sitt af mörkum.“ Björn Leví Gunnarsson, Pírötum, talar á svipuðum nótum. „Af hverju eru bara orkuvinnslufyrirtækin nefnd, af hverju er orkan eina auðlindin sem á að fjármagna þennan sjóð?“ spyr Björn Leví og telur réttara að heimilin fari að fá einhvern ávinning af því að búið sé að greiða niður lán við uppbyggingu orkuvinnslu. „Af hverju ekki frekar að lækka aðeins orkugjöld heimilanna og fá eitthvað inn af auðlindagjöldum frá sjávarútveginum á móti til að tryggja fjármögnun sjóðsins?“ Í kynningunni um sjóðinn kemur fram að afmarkaðan hluta ráðstöfunarfjár sjóðsins eigi að nota til eflingar nýsköpunar og uppbyggingar hjúkrunarrýma. Þetta gagnrýnir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Hann segir þessi verkefni vissulega mikilvæg en þau eigi að fjármagna í fjárlögum hvers árs en ekki úr varasjóðum. „Við erum í hápunkti hagsveiflunnar, tekjur ríkissjóðs að sama skapi í hápunkti, en engu að síður þarf ríkisstjórnin að ganga á varasjóð sem þennan. Það verður því ekki betur séð en að þegar sé búið að eyða stórum hluta þess fjármagns sem ætti að renna í sjóðinn.“ Þorsteinn segir Viðreisn engu að síður fylgjandi stofnun sjóðsins enda hugmyndin mjög í anda hugmynda síðustu ríkisstjórnar sem Viðreisn átti hluta að.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. 19. september 2018 13:30 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00
Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. 19. september 2018 13:30