Kostnaður við hátíðarfundinn bliknar í samanburði við þjóðfundi síðustu ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. september 2018 11:05 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, ávarpar hátíðarfund á Þingvöllum þann 18. júlí síðastliðinn. Boð hennar á fundinn reyndist umdeilt. Vísir/Anton Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir hátíðarfundinn á Þingvöllum í sumar hafa verið mun ódýrari en þjóðfundir sem haldnir hafa verið á Þingvöllum síðustu ár. Kostnaður við Kristnihátíð árið 2000 og Lýðveldishátíð árið 1994 hafi til að mynda hlaupið á hundruð milljónum króna.Sjá einnig: Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Skúli var fenginn til að ræða málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði Skúli það sjálfsögðu slæmt ef kostnaðaráætlanir standist ekki, en greint hefur verið frá því að kostnaður við hátíðarfundinn í sumar fór um fjörutíu milljónir fram úr áætlun. Fundurinn kostaði að endingu tæpar 87 milljónir króna og var haldinn í tilefni hundrað ára fullveldisafmælis á Íslandi. Þá þótti mörgum kostnaðurinn fram úr öllu hófi og fjörugar umræður spunnust um fundinn á samfélagsmiðlum.Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi.Vísir/AntonHefðu kostað 770 og 340 milljónir í dag Ríkisendurskoðandi gerir ekki upp bókhald Alþingis en Skúli sagði þó að kostnaður við fundi sem þessa hefði verið skoðaður af embættinu. Hann fullyrti til að mynda að reynt hefði verið að hafa fundinn á Þingvöllum í sumar eins ódýran og hægt væri, auk þess sem kostnaður við fundinn hefði verið mun lægri en við sambærileg tilefni síðustu ár. „Það eru tveir aðrir fundir sem voru haldnir árið 2000 og síðan '94 og þessi fundur er langódýrastur af þeim,“ sagði Skúli. Þar átti hann annars vegar við Kristnihátíðina sem boðað var til á Þingvöllum árið 2000 í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á Íslandi og hins vegar Lýðveldishátíðina árið 1994, einnig haldin á Þingvöllum, í tilefni af hálfrar aldar afmæli lýðveldisstofnunarinnar. „Kristnihátíðin sem haldin var árið 2000 kostaði 341 milljón og ef það er nú framreiknað þá er það í kringum 770 milljónir, þannig að það er miklu meiri kostnaður þar,“ sagði Skúli. Síðari talan vísar þannig til kostnaðar við Kristnihátíðina, væri hún haldin í dag. „Lýðveldishátíðin sem haldin var 1994 kostaði 129,5 milljónir og ef það er framreiknað er það í kringum 340 milljónir rúmlega. Þannig að þetta sem var gert á Þingvöllum í sumar er allt önnur stærðargráða og miklu miklu lægra, en það var líka sérstaklega að því stefnt að hafa þetta hógvært og lágt, mér er kunnugt um það.“Viðtal við Skúla í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06 Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir hátíðarfundinn á Þingvöllum í sumar hafa verið mun ódýrari en þjóðfundir sem haldnir hafa verið á Þingvöllum síðustu ár. Kostnaður við Kristnihátíð árið 2000 og Lýðveldishátíð árið 1994 hafi til að mynda hlaupið á hundruð milljónum króna.Sjá einnig: Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Skúli var fenginn til að ræða málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði Skúli það sjálfsögðu slæmt ef kostnaðaráætlanir standist ekki, en greint hefur verið frá því að kostnaður við hátíðarfundinn í sumar fór um fjörutíu milljónir fram úr áætlun. Fundurinn kostaði að endingu tæpar 87 milljónir króna og var haldinn í tilefni hundrað ára fullveldisafmælis á Íslandi. Þá þótti mörgum kostnaðurinn fram úr öllu hófi og fjörugar umræður spunnust um fundinn á samfélagsmiðlum.Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi.Vísir/AntonHefðu kostað 770 og 340 milljónir í dag Ríkisendurskoðandi gerir ekki upp bókhald Alþingis en Skúli sagði þó að kostnaður við fundi sem þessa hefði verið skoðaður af embættinu. Hann fullyrti til að mynda að reynt hefði verið að hafa fundinn á Þingvöllum í sumar eins ódýran og hægt væri, auk þess sem kostnaður við fundinn hefði verið mun lægri en við sambærileg tilefni síðustu ár. „Það eru tveir aðrir fundir sem voru haldnir árið 2000 og síðan '94 og þessi fundur er langódýrastur af þeim,“ sagði Skúli. Þar átti hann annars vegar við Kristnihátíðina sem boðað var til á Þingvöllum árið 2000 í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á Íslandi og hins vegar Lýðveldishátíðina árið 1994, einnig haldin á Þingvöllum, í tilefni af hálfrar aldar afmæli lýðveldisstofnunarinnar. „Kristnihátíðin sem haldin var árið 2000 kostaði 341 milljón og ef það er nú framreiknað þá er það í kringum 770 milljónir, þannig að það er miklu meiri kostnaður þar,“ sagði Skúli. Síðari talan vísar þannig til kostnaðar við Kristnihátíðina, væri hún haldin í dag. „Lýðveldishátíðin sem haldin var 1994 kostaði 129,5 milljónir og ef það er framreiknað er það í kringum 340 milljónir rúmlega. Þannig að þetta sem var gert á Þingvöllum í sumar er allt önnur stærðargráða og miklu miklu lægra, en það var líka sérstaklega að því stefnt að hafa þetta hógvært og lágt, mér er kunnugt um það.“Viðtal við Skúla í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06 Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06
Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29