Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 19:52 Samgönguráðherra segir að aldrei hafi verið settir eins miklir fjármunir í nýframkvæmdir í vegakerfinu og ráðgert sé samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi í gær. Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. Mörg stórverkefni eru nefnd í fimm ára vegaáætlun en einnig verður lögð fram áætlun til næstu fimmtán ára. Fyrri umræða um samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fer fram í þar næstu viku en þingmenn verða í kjördæmum sínum í næstu viku. „Við höfum ekki verið með meira fé eins og núna sérstaklega fyrstu þrjú árin. Við erum með þrettán og hálfan milljarð á ári í nýframkvæmdir næstu þrjú ár,” segir ráðherra. Enn meiri fjármunir komi síðan á næstu fimmtán árum og þótt mörgum kynni að finnast það langur tími, verði mun meira gert á þeim tíma en á síðustu fimmtán árum. „Þá verðum við búin að aðskilja akstursstefnur til að mynda hér á Vesturlandsveginum, Reykjanesbrautinni, á Selfossi. Bæði upp í Borgarnes, austur á Hellu, tvöfalda inn í flugstöð og klára grunnkerfið á Vestfjörðum. Allar stóru brýrnar og gera stórátak í tengivegum, fækka einbreiðum brúm. Þannig að já þetta er samgönguáætlun sem horfir bæði til langs tíma og stórra verkefna hringinn í kring um landið,” segir Sigurður Ingi. Vestfirðingar hafa þegar kvartað undan því að ekki verði lokið við vegaframkvæmdir í kring um Dýrafjarðargöng, en þeim á að ljúka árið 2020. Ráðherra segir að menn hefðu betur horft fram í tímann eins og nú sé gert við áætlanir fyrir vestan. „En ekki bara tekið ákvörðun um að fara í göng áður en menn voru búnir að sjá fyrir sér hvaða verkefni verið var að fara í. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að horfa til fimmtán ára og við séum með raunhæfa áætlun. Til að við getum skipulagt verkefnin og þá komi ekki svona gat í kerfið eins og við erum að horfa upp á þegar göngin verða klár en það verður bið í vegina,” segir Sigurður Ingi. Ráðherra hefur heyrt áhyggjur úr flestum landshlutum og segir sjálfsagt að Alþingi geri einhverjar breytingar á áætluninni. „Það er bara eitt sem ekki má gera. Það má ekki gera samgönguáætlun óraunhæfa með því að setja miklu, miklu meiri fjármuni inn en við höfum. Því það munum við ekki geta staðið við.”Nánar verður rætt við samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun. Alþingi Dýrafjarðargöng Samgöngur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Samgönguráðherra segir að aldrei hafi verið settir eins miklir fjármunir í nýframkvæmdir í vegakerfinu og ráðgert sé samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi í gær. Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. Mörg stórverkefni eru nefnd í fimm ára vegaáætlun en einnig verður lögð fram áætlun til næstu fimmtán ára. Fyrri umræða um samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fer fram í þar næstu viku en þingmenn verða í kjördæmum sínum í næstu viku. „Við höfum ekki verið með meira fé eins og núna sérstaklega fyrstu þrjú árin. Við erum með þrettán og hálfan milljarð á ári í nýframkvæmdir næstu þrjú ár,” segir ráðherra. Enn meiri fjármunir komi síðan á næstu fimmtán árum og þótt mörgum kynni að finnast það langur tími, verði mun meira gert á þeim tíma en á síðustu fimmtán árum. „Þá verðum við búin að aðskilja akstursstefnur til að mynda hér á Vesturlandsveginum, Reykjanesbrautinni, á Selfossi. Bæði upp í Borgarnes, austur á Hellu, tvöfalda inn í flugstöð og klára grunnkerfið á Vestfjörðum. Allar stóru brýrnar og gera stórátak í tengivegum, fækka einbreiðum brúm. Þannig að já þetta er samgönguáætlun sem horfir bæði til langs tíma og stórra verkefna hringinn í kring um landið,” segir Sigurður Ingi. Vestfirðingar hafa þegar kvartað undan því að ekki verði lokið við vegaframkvæmdir í kring um Dýrafjarðargöng, en þeim á að ljúka árið 2020. Ráðherra segir að menn hefðu betur horft fram í tímann eins og nú sé gert við áætlanir fyrir vestan. „En ekki bara tekið ákvörðun um að fara í göng áður en menn voru búnir að sjá fyrir sér hvaða verkefni verið var að fara í. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að horfa til fimmtán ára og við séum með raunhæfa áætlun. Til að við getum skipulagt verkefnin og þá komi ekki svona gat í kerfið eins og við erum að horfa upp á þegar göngin verða klár en það verður bið í vegina,” segir Sigurður Ingi. Ráðherra hefur heyrt áhyggjur úr flestum landshlutum og segir sjálfsagt að Alþingi geri einhverjar breytingar á áætluninni. „Það er bara eitt sem ekki má gera. Það má ekki gera samgönguáætlun óraunhæfa með því að setja miklu, miklu meiri fjármuni inn en við höfum. Því það munum við ekki geta staðið við.”Nánar verður rætt við samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun.
Alþingi Dýrafjarðargöng Samgöngur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira